Vikan

Tölublað

Vikan - 18.04.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 18.04.1973, Blaðsíða 46
SJÖTIU DÁGA VÍTI A JÖRÐU Framhald af bls. 15. skyni. Sársaukinn varð svo ógurlegur, að sjúklingurinn trylltist, ruddist á fætur og barði frá sér. Canessa og tveir menn aðrir áttu fullt I fangi með að leggja hann út af aftur. En skömmu síðar missti sjúklingurinn meðvitund, eins og jafnan verður þegar sársauki magnast yfir ákveðið mark. Canessa barmaði sér sáran yfir sjúkrakassanum týnda og bað þess hátt og i hljóði að hann fyndist. Einmitt þá var hópur manna nýlagður af staö að leita flugvélarstélsins, og gerðu menn sér nokkrar vonir um að kassinn kynni að vera þar. En að kvöldi þess dags kom leitarflokkurinn aftur og hafði farið að erindisleysu. I flugvélarskrokknum höfðu fundist nokkrar rafhlöður, sem mennirnir tengdu við litið útvarpstæki, og gátu þá heyrt útvarpsstöðvar bæði i Sili og Argéntlnu. Það varð til að auka þeim kjark, en kátastir urðu þeir er þeir heyrðu i útvarpinu I Santiago að viðtæk leit að hinni týndu flugvél væri hafin úr lofti. Daginn eftir fór Canessa að hreinsa sorpfötuna i eldhúsinu, sem var úr blikki. í henfii ætlaði hann að sjóða súpu úr mosa og skófum. Hungrið var nú farið að sverfa allmjög að þeim, en þeir gerðu sér góðar vonir um aö hjálpin væri á næsta leiti og að skófasúpan yrði þeirra siðasta máltlö. Rugby-leikmennirnir og aðrir, sem lifað höfðu af slysið, voru byrjaðir á fleiru til að aðlagast lifinu þarna á jöklinum. 1 hópnum voru bræður tveir, Eduardo og Alfredo Strauch, frændur Juans M. Bordaberrys, forseta i Drúgvæ. Þeir bjuggu til all- haglega snjóskó úr málmhlutum úr flugvélaskrokknum og sætunum. 1 flugvélinni voru tveir kassar af áfengi, og að kvöldi þessa dags var annar þeirra opnaður. Menn voru orðnir sannfæröir um, að þessi nótt yrði þeirra siðasta á fjallinu. En þegar áður en birti, raknaöi við maðurinn, sem Canessa hafði náð járninu úr. Félagar hans heyrðu hann veina og berja i þilið hjá sér. Um siðir varð vein hans að stunum og siðan hryglu. Um morgunjnn þagnaði hann alveg. Einhver gat þess til að nú væri hann kominn yfir þaö versta. Það var rétt, allavega i vissum skilningi orðsins. Þegar birti, sáu félagar hans aö hann var látinn. „Guð hefur leyst hann frá kvölum hans og tekið hann til sin,” hvislaði einn. Það var engu likara en þetta dauösfall væri forboði frekari óheilla. Fyrri hluta dagsins var himinninn enn heiðskir. ts- kristallarnir i hengjunum glóðu eins og gull i sólskininu, og gnæfandi tindar og gnipur köstuðu bláum skuggum yfir fannirnar. En yfir jökulröndinni I vestri voru ský að koma i ljós — fyrirboði þess að aftur færi að bresta i byl. Nálægt miðjum degi kom leitarflugvél i ljós. Hún sveif i beygju yfir dal nokkurn i norð- vestri og hvarf ,svo á bakvið hæðarhrygg. Flugvélin var of langt frá til aö nokkur von væri þess að flugmennirnir kæmu auga á flakiö, en engu að siður teygðu sumir hinna nauöstöddu upp hendurnar, hoppuðu og hrópuðu, svo sem til að vekja á sér athygli leitarmannanna. Svo skall bylurinn á og byrgði hverja glóru. Það fárviðri geisaði i tvo daga og tvær nætur. Rokið skók flugvélarskrokkinn og gróf hann að lokum næstum i fönn. Mennirnir húktu hnipnir inni i flakinu og hlustuðu á ömurlegan hvininní storminum og þrumandi veöurhljoðið i fjöllunum. A þessum tveimur sólarhringum gengu matvælabirgðirnar ger- samlega til þurrðar. Að þeim loknum slotaði bylnum, himinninn varð aftur heiöskir og sólin sendi vermandi geisla sina niöur yfir isbreiðuna. Þessi umskipti hefðu getað verið uppörvandi fyrir einhverja, en þau urðu það ekki fyrir mennina I flakinu. Þeir sáu ekki annað framundan en hungurdauða, svo framarlega sem hjálp bærist ekki hiö snarasta. Búfræðinemarnir, sem voru átta talsins, lögðu enn einu sinni af stað til að safna einhverju ætilegu jurtakyns. Og einn úr hinum nauöstadda hóp þóttist sjá kondór fljúga yfir. Kannski hefur þar aðeins verið um að ræða ofsjón manns, sem byrjaður var aö ruglast af örvæntingu og hungri. Engu siöur tók Fernando Parrado nú skammbyssuná, sem annar flugmaður hafði skotiö sig með, og lagði af stað að leita kondórsins. Þegar Parrado, stór maður og sterklegur, fjarlægöist út á jökulinn, vaknaði ný von hjá þeim, sem biðu hjá flakinu. „Góði Guð, láttu hann finna kondórinn og skjóta hann,” báöu nokkrir. „Eða þá eitthvað annað.” Bænin jók þeim kjark. Og allir vissu þeir, aö Parrado var mjög góð skytta, haföi verið það þegar I heimavistarskólanum Stella Maris I Montevideo, þar sem margir þeirra höfðu menntast. En seint um daginn komu búfræðinemarnir aftur og höföu aöeins fundið smáræði i viðbót af ætilegum grösum. Þeir voru vonlausir, uppgefnir og niður- dregnir. Skömmu siðar kom Parrado, álika niðurdreginn. Að sjálfsögðu hafði hann hvorki fundiö kondór, snæhéra eða neitt annað dýr, sem félagar hans höfðu látið sér detta I hug að hefðist við þar I háfjöllunum. Hann settist hjá hinum og huldi andlitiö i höndum sér. Þetta kvöld sáu þeir tvær leitarflugvélar. önnur þeirra var I aðeins kilómeters fjarlægð frá þeim, þegar hún var næst, hin nokkru fjær. Einn mannanna hjá flakinu fullyrti, að áhafnir vélanna hefðu gefið þeim merki um að þeir hefðu sést. En nokkrum klukkustundum siðar, þegar dimmt var orðiö og allir höfðu safnast saman inni i flakinu, þar sem rauðir lamparnir i trasistortækjunum voru eini ljósgjafinn, heyrðu þeir I útvarpinu i Santiago frétt þess efnis, að leitinni að Fairchild- flugvélinni frá Orúgvæ hefði verið hætt. Ekki var lestri fréttarinnar fyrr lokið en Roberto Canessa stakk upp á þvi, að þeir skyldu grafa eitt llkanna úr fönn og gera sér mat úr þvi. „Allt annað er þýöingarlaust,” sagði hann. „Annað hvort gerum viö það — eða verðum hungurmorða.” Nokkrir félaga hans andmæltu heiftarlega og létu i ljós andúð og andstyggö á sliku athæfi. Engu áð siöur hafði fíes.tum þeirra þegar dottið hið sama i hug. Þegar þeir undanfarna daga höföu horft. útyfir Isbreiðurnar hræðilegu, sem einangraði þá frá mannheimi, haföi þeim annað veifið orðið hugsaö til likanna, sem lágu undir snjónum i fárra metra fjarlægö, tryggilega geymd eins og I frystihúsi .... Enda fór það svo, að þegar Vanessa ympraði aftur á tillögu sinni litlu siðar, haföi mjög dregið úr hneykslan félaga hans. „Til þess að geta lifað,” sagði hann, „þarf hver maður eggjahvítuefni: Þau ,eru óhemju þýðingarmikil fyrir efnaskipti og starfsemi^ frumanna. Mannsheilinn starfar ekki lepgi án þeirra. Þessi eggja- hvituefni eru. i rikum mæli I vöðvum dýra og auðvitaö llka I vöövavefjunum Ihandleggjum og fótum manna.” Canessá geröi stutt hlé á máli slnu, en hélt svo áfram: „Við höfum öll séð, hvernig Carlos Paez fer að þvi að tilreiöa okkur drykkjarvatn. Hann hagnýtir sólargeislana til að bræða snjóinn, og þannig verður vatn. En vatn án bragöefna, sérstaklega salts, slekkur ekki þorstann. Carlos blandar þvi vatnið með salttöflum og lika pillum, sem innihalda lyf fyrir lifrina. Þannig fáum viö nothæft drykkjarvatn, og hefðum við ekki notið þess við, værum við þegar dauðir úr þorsta. Hliðstæð rök •liggja til þess, að við verðum nú að seðja hungur okkar með þvi, sem fyrir hendi er.” Þegar birti af næsta degi var fjúk, en þó með hlýrra móti. A uppástungu Canessa um að taka upp mannát var ekki minnst. En slödegis sagði Numa Turcati við Fernando Parrado: „Fernando, má ég segja við þig fáein orð undir fjögur augu?” Þeir gengu fáeina metra frá flakinu. „Fernando,” sagði Turcati, „við höfum lengi verið vinir, er það ekki?” „Vitaskuld,” svaraði Parrado. „Mig langar til að biðja þig um eitt,” hélt Turcati áfram. „Ljáðu mér skammbyssuna og eitt skot. Trúðu mér, Fernando, ég get ekki annað!” Parrado þóttist skilja, hvernig vini hans leið. En hann fékk honum ekki skammbyssuna. Þegar rökkvaði, voru allir þeir, er enn voru lifs úr hópnum, i flakinu, nema Canessa, sem var að grafa úr fönn lik flugstjórans, Julios Cesars Ferrada, ofursta i úrúgvæanska flughernum. Hann hafði beðið bana þegar er flugvélin skall niður. Vanessa skar með Gillette-rakblaði langa flis úr læri ofurstans. Kjötið sauð hann við bútangas i katli hlémegin við flakið, bar það siðan inn á diski, sem hann hafði hamrað úr blikkplötu. „Nú snæðir hver og einn stykki af þessu,” sagði hann hægt og rólega. „Gleipið það, tyggið ekki. Þá verður það auðveldara.” Allir nema Turcati snæddu þaö, sem þeim var skammtað. Þetta endurtók sig svo næstu kvöld. Canessa ska'r kjötflisar úr lófi>m, af handleggjum, fingrum óg fót- leggjum likanna, og gróf svo aftur I snjóinn það sem eftir var. Máltiöin, sem siðan átti sér stað, minnti á hroðalega fórnarathöfn á frumstigum mannkynsins. Þegar leiö að matmálstima, söfnuðust allir saman inni i flakinu og biöu komu Canessa. Hann skammtaði hverjum sinn deilda verð smábrytjaðan, svo að þeir ættu auvelt með að gleipa. Allir urðu að hleypa i sig hörku til ab geta .snætt mannakjötiö. Margir lásu bænir áður en þeir stungu kjötbitanum upp i sig. Canessa losaði aukheldur höfuð flugstjórans frá bolnum, klauf höfuðskelina og tók út úr henni heilann, sem hann einnig sauð handa félögum slnum. Numa Turcati var sá eini i hópnum, sem aldrei bragðaði mannakjötið. Hið eina sem hann borðaði var súpan úr skófunum og fjallagrösunum, sem alltaf famjst eitthvað af, en hún dugði honum hvergi nærri til næringar. Vangar hans urðu innfallnir, og úr blóöhlaupnum augunum, sem 46 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.