Vikan - 30.05.1973, Side 25
verndar færeyskri tungu og fær-
eyskum siðum. Nú er færeyska
kennd meira og minna i öllum
skólum.
— Hvað geturðu sagt mér um
rannsóknir á færeyskri sögu?
— t kringum 1965 var stofnað
Fróðskaparsetur Föroya. Það er
visir til háskóla, sem kenna á
færeyska tungu, sögu og náttúru-
fræði. Við bindum miklar vonir
við þessa alfæreysku stofnun. Það
torveldar nokkuð rannsóknir á
sögunni að við áttum ekki
færeyskt ritmál fyrr en á miðri
Þingsnesið, elzti liluti
Þórshafnar.
Færeyingar hyggjast
reyna að varðveita
það sem allra’ minnst breytt.
siðustu öld. Hammershaimb er
talinn hafa skapað það. Það var
samt byrjað að skrifa löngu áður
og Jens Christian Svabo (1T46-
1824) skrifaði stórmerk verk.
Hann byrjaði að skrifa um 1770 og
eftir hann liggja m.a. orðabók,
Færeyjalýsing og safn
danskvæða. Hann varð fyrstur
manna til þess að skrifa niður
danskvæði að nokkru marki. En
Svabo skrifaði hljóðrétt og það
var ekki nothæft ritmái.
Hefur ekki margt breytzt i
Þórshöfn, siðan þú varst að alast
upp?
Jú, margt hefur breytzt, bæði
i Þórshöfn og annars staðar i
Færeyjum. Fólkinu hefur fjölgað
mikið og þaðhefur sett sinn svip á
bæinn og bæjarbraginn. Samt er
margt hið sama i gömlu
hverfunum, sérstaklega úti á
Þingsnesi. Þar var gamli þing-
Það fer ekki milli mála
að frá Þórshöfn
er mikil útgerð og bátarnir
virðast vera
af ýmsum stærðum.
staðurinn okkar og landsstjórnin
situr þar. A nesinu er gamall bær
með gömlum húsum og það er
mjög gaman að sjá þarna lifandi
gamlan bæ. Miðbærinn i Þórshöfn
hefur nokkuð gamlan svip lika, en
nýrri hverfi eru gjörólik, alveg
eins og i Reykjavik.
— Hefur þessum gömlu hlutum
Þórshafnar ekki verið spillt með
nýjum byggingum?
— Nei, ekki mikið. En við
gerum okkur grein fyrir þvi að
við getum ekki varðveitt öll þessi
gömlu hús. Það yrði of dýrt.
Þegar fólk vill ekki lengur búa i
þeim, er spurning um hvað eigi að
gera. Það var haldin samkeppni
milli arkitekta Norður-
landaþjóðanna um framtiðar-
skipulag og útlit Þingsnessins og
Framhald á bls. 36
Kirkjubær á Straumey.
Þar er að finna rústir
fornrar steinkirkju.
22. TBL. VIKAN 25