Vikan

Útgáva

Vikan - 30.05.1973, Síða 38

Vikan - 30.05.1973, Síða 38
Lykillinn að nýjum heimi Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímu LINGUAPHONE Tungumálanámskeió á hljómplötum eða segulböndum tii heimanáms: ENSKA. ÞÝ2KA. FRANSKA. SPANSKA. PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA. SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. »1. A-fborgunarskilmábr Hljóðfœrahús Reyhjauihur Laugauegl 96 simi: I 36 66 spenna I loftinu og fólk safnaöist saman við Lögþingshúsið. En þá komu boö frá konungi þess efnis að hann leysti upp þingið til nýrra kosninga. Nú var þess beðið i of- væni, hvort þessum boðum yrði hlýtt eöa þingmenn myndu halda þingfundum áfram i trássi við boð konungs. En það mætti aðeins einn maöur til þingfundarins, þannig að ekkert varð af honum. Síðan var efnt til nýrra Lögþings- kosninga og i þeim unnu þeir, sem voru á móti aðskilnaði frá Danmörku, meirihluta á þingi. Þeir gátu samt ekki samþykkt fyrra frumvarp stjórnarinnar breytingalaust, svo að aftur voru hafnar samningaviöræöur við Dani. Þær stóöu lengi. Loks komu Danir meö annað frumvarp, sem veitti Færeyingum svolitið meiri sjálfsstjórn, en hið fyrra hafði gert, en ekki eins mikla og margir Færeyingar vildu. Þetta frum- varp var lagt fyrir Lögþingið og samþykkt þar. Sjálfstæðismenn sögðu þetta vera ólög þvi að Lögþingið gæti ekki gengið I ber- högg við vilja þjóðarinnar, sem komið hefði fram I kosningunum 14. september og sögðust myndu lýsa yfir sjálfstæði um leiö og þeir fengju meirihluta á þingi. — Hafði seinni heimsstyrjöldin ekki mikil áhrif á lif Færeyinga, önnur en stjórnarfarsleg? — Jú. Til dæmis hættu Færeyingar að gera skúturnar út til fiskveiöa. Þeir keyptu fisk af Islendingum, sigldu með hann til Englands og seldu hann þar. Við auðguðumst vel á þessu, en við töpuöum lika miklu. A.m.k. 200 menn fórust og mörg stærstu og beztu skip okkar. — Sigldir þú til Englands á strlösárunum? — Nei, ég hef aldrei verið sjó- maður. Þessar siglingar ollu ýmaum erfiöleikum. A skútunum voru 25-30 manna áhafnir, þegar þær voru við fiskveiðar, en I sigl- ingunum til Englands voru ekki nema fimm menn á þeim. Þe:r sem eftir urðu fengu litla vinnu og lltil laun. Þaö jafnaði sig aö visu þegar leið á striðið og strlós- auðurinn barst inn. - Þú getur kannske sagt mér frá svona ferð, þó að þú hafir ekki verið með i þeim sjálfur? — Heðin Bru skáld hefur skrifað afbragðs lýsingu á þeim. Þar segir frá fátækum manni i Söðdafirði, sem ákveður að sigla til Englands, þrátt fyrir bænir konu sinnar. Hún er hrædd við að hann fari og hún er hrædd við að verða ein eftir, þvi að i Söðdafirði höfðu Englendingar byrgðastöð og þess vegna var þar hættu- svæði. Hann er sjálfur firæddur i upphafi ferðarinnar, en vinnur bug á óttanum. Siglingin tekst vel og maðurinn réttir úr kútnum. Það er hápunktur frá- sagnarinnar, þegar Heðin lýsir þvi hvernig maðurinn fær aftur traust á sjálfum sér og býður öllu birginn. Þessa frásögu þyrfti að þýða á Islenzku. — Hvert telurðu mesta vandamál Færeyinga núna? — Vandamálin eru alltaf mörg hjá litilli þjóð, sem er eins háð stórri þjóð og viö erum Dönum, einkum viðvikjandi móðurmáli og menntun. Bókaútgáfa er til að mynda mjög erfið hjá smáþjóð. Upp á siðkastið hefur nýtt og að minu viti mjög alvarlegt vandamál farið að láta bera á sér og á ég þar við fólksflutninga til Danmerkur. íbúum I Færeyjum hefur fjölgað mikiö á þessari öld, en á síöustu árum hefur dregið mikið úr fjölguninni, þó að fæöingum hafi ekki fækkað að ráði. Ein ástæðan er sú, að formlega er ekki erfiðara fyrir Færeyinga að flytjast til Danmerkur en fyrir Islendinga að flytjast milli kaupstaða. Þróunin er lika sú allst staðar i heiminum, að fólk flyztúr strjábýli i þéttbýli. í vissum skilningi eru Færeyjar strjálbýli. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvað hægt sé að gera til þess að koma i veg fyrir þetta, en engin lausn hefur fundizt ennþá. — Hvaða mun sérðu mestan á Færeyingum og tslendingum? — Þaö er margt, sem Færeyingur gefur gætur, þegar hann kemur til íslands. Hann sér stærðarmun landanna og hann finnur vel hvað þjóð, sem telur 200 000 manns, stendur betur að vigi en hin, sem er 40 000. Á mörgum sviðum eigið þið nokkra vel menntaða menn, þar sem við eigum einn eða tvo eða kannske engan. Þó að Jóhannes hefði frá mörgu fleira að segja, verðum við að láta þetta nægja, enda hafa flestir Islendingar tækifæri til þess aö kynnast Færeyjum og frændum okkar, sem þar búa, af eigin raun. Jóhannes á þakkir skildar fyrir greið svör og góðar móttökur og vonandi hafa lesendur haft nokkurt gaman og fróöleik af þessu spjalli okkar. CHURCHILL Framhald af bls. 25. ég er núna i skotgröfunum I Flandern. Þinn til eilifðar. W.” I bréfum frá þessum tima lýsir Churchill oft skotbardögum, sem virðast ekki hafa haft nein teljandi áhrif á hann, heldur segir hann frá þeim eins og sjálf- sögðum hlutum. Hann þekkir lika vel andrúmsloftið I striði og kann vel við það. „16. febrúar 1916. Ástin min! Archie og ég fórum i gærkvöldi út I skotgrafirnar, þvi að hér er mjög erfitt að halda vörð um kenndir eins og heiður og trú- festu. Við komumst ekki i rúmið fyrr en klukkan hálf tvö. í þann mund, sem við lögðum af stað hófu Þjóðverjar skothrið i grenndinni — fjarlægðin var ekki nema 200 metrar. Við Archie (hann var gamall vinur Churchills og hann gerði hann að næsta undirmanni sinum i hernum) brutumst i gegnum skothriðina. Brak og grjót- mulningur féll allt umhverfis okkur. Við sáum af þvi að húsið, sem við búum i, hafði orðið fyrir sprengju. Hún gerði stórt gat á matsalinn & kúlnahriöin setti fimm eða sex göt á svefn- herbergin okkar. Merkja- sendirinn I næsta herbergi gjör- eyðilagöist. Til allrar hamingju hafði ég rétt áður sagt loftskeyta- mönnunum að leita skjóls annars staöar. An þess að vita náið um það sem gerzt haföi, leituðum við Archie þegar skjóls I varnar- byrginu. Þar stóðum við & skot- hrföin glumdi allt I kringum okkur. Kemp liðsforingi merkja- sveitarinnar fékk fimm sár, að vlsu ekki hættuleg, & annar maður særðist Htillega. Það var svolitiö einkennilegt að borða morgunverðinn þarna I byrginu á meöan læknirinn var aö binda um sár veslings liös- foringjans rétt við hliðina á manni. Archie er mjög hraustur — hugrakkur, gæddur góðum skipulagshæfileikum — & finnur enn ekki til minnsta ótta. Að minnsta kosti finn ég ekki til neinna umtalsverðra breytinga á skapinu. En þetta lif er i hæsta máta undarlegt. Þinn einlægur W.” í bréfi frá 20. febrúar 1916 segir Churchill frá deilu sem hann við Archie, nánasta samstarfs- mann sinn. Archie áleit aö mennirnir ættu að búa I húsinu, sem þeir höfðu til umráða og leita skjóls I kjallaranum, þegar nauðsyn kreföist. Churchill gazt ekki að þvi að. skrlða ofan I kjallarann. Hann lét byggja varnargarð úr sandpokum ofan jarðar og var það I fyllsta samræmi við þá skoðun hans, að gera ætti vistarverurnar eins vistlegar og öruggar og framast væri kostur. Hann skrifar: „Við urðum fyrir harðri skot- árás, sem næstum reið varnar- garðinum að fullu & loks lýsti ég yfir þvl að kjallarinn væri ekki öruggur heldur & ef hann yröi fyrir skoti I ákveðnu horni myndi hann falla saman. Archie kvað likurnar fyrir þvl vera 1000 gegn 1. Archie fór siðan út aö kanna sveitirnar en ég varð eftir inni & skrifaði um Flugvopnið. Ég ákvað að fara inn I hitt herbergið & nota ekki kjallarann. Ég ein- beitti hugsun minni að verkinu & skrifaði áfram I rólegheitum án þess að finna til nokkurrar órór. Klukkustund siðar hætti sprengjuregniö & ég gekk út til þess að kanna tjónið. Min kæra, þú heföir átt að sjá kjallarann, sem Archie hafði hælt svo mjög. 15 kilógramma þung sprengja hafði farið I gegnum svefnherbergisvegginn, (þar sem ég hafði ætlaö að sitja við skriftir) brotiö gat á gólfið & lá niður i kjallaranum innan um vistir okkar. Við værum ekki lengur I tölu lifenda, hefði hún sprungið. Archie kom aftur úr könnunar- leiðangrinum & viðurkenndi að hann heföi haft á röngu að standa. Þetta er 1 þriöja sinn á fjórtán dögum, sem svefnherbergin verða fyrir árásum. Vertu sæl. W.” Vissulega bendir Churchill á það hvað eftir annað i bréfunum hve vel honum falli starf sitt á vfgstöðvunum, en hann getur ekki að sér gert að hugsa um hvað gerist i stjórnmálalifinu heima. Og þegar hann fær stutt leyfi er hann ákveöinn i að nýta timann út I yztu æsar. 22. febrúar 1916 skrifar hann: „Ástin min! Ég geri mér vonir um að komast heim 2. næsta mánaðar. Ég býst við að fara til Dover með bát & bið þig að hitta mig á Lord Warden Hotel, þar sem við getum boröað miðdegisverö saman og 38 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.