Vikan - 30.05.1973, Page 41
KOMIÐ OG KYNNIZT HINU FJÖLBREYTTA
ÚRVALI TOYOTA BIFREIÐA
• TOYOTA
UMBOÐIÐ HF.
HÖFÐATÚN 2 - SÍMI 25111
me6 lotningu, en glottu háðslega
yfir uppruna hans. Það var
jafnvel tekiö ofan fyrir Ira, ef
hann aðeins átti nóga peninga.
Joseph gekk yfir torgið i miðri
borginni. Ot frá þvi lá gata, sem
kölluð var Philadelphia Terrace
og við þá götu var hiö fátæklega
hreysi, sem Joseph Armagh bjó i.
Herbergið hans var litiö stærra en
venjulegur skápur.
Hann leit i kringum sig á þessu
„heimili” sinu, á bækurnar, sem
voru i snyrtilegum hlaöa i einu
horninu. Joseph fór úr jakkanum
og breiddi hann yfir ábreiðuna á
rúminu, til aö auka hlýjuna.
Hann fann til yfirþyrmandi
reiði, þegar hann settist á rúm-
stokkinn og tók bréfið utan af
matarpakkanum. Hann tróð
brauöinu upp i sig, tuggði varla,
svo hungraöur var hann.
Fitugt dagblaðiö lá á rúminu og
þegar hann leit yfir þaö, kom
hann auga á auglýsingu, sem
vakti athygli hans. Hann las hana
aftur og aftur.
Svo lagðist hann á bakið,
spennti greipar fyrir aftan-
hnakka og hugsaði. Þannig lá
hann allt aö þvi klukkutima.
Hann hugsaöi eingöngu um
peninga og nú eygði hann svolitla
skimu. Nú þurfti hann aðeins að
vera þolinmóður, kynna sér
málin betur og leggja á ráð.
Nöfn hinna sjö Suöurrikja, sem
vildu segja sig úr rikja-
sambandinu, atburöirnir i Fort
Sumter og áhyggjur Lincolns
forseta, skiptu engu máli fyrir
Joseph Armagh. Allt, sem ekki
snerti hann sjálfan og fjölskyldu
hans, var fyrir utan hans sjón-
mál.
Þegar frú Marshall, sem hann
leigði hjá, sagði einu sinni við
hann, með kviðafullri rödd: — Ó,
er þetta ekki hræðilegt, herra
Armagh, þetta strið milli
rikjanna? svaraði Joseph óþolin-
móðlega: — Eg hefi engan áhuga
á þvi strfði, frú Marshall. Ég hefi
alltof mikið að gera til þess að
hugleiða það.
Hann hafði ekki áhuga á neinu,
nema þvi, sem snerti hann sjálfan
og systkin hans, vegna þess að
hann hafði á alltof ungum aldri
fengið of erfið vandamál að glima
við og ef hann á annað borð
hugsaöi um umhverfi sitt, þá
hugsaði hann um það sem óvin.
A hverjum sunnudegi ók hann
vagni með matvörum til veitinga-
húsanna i borginni. Hann hafði
alltaf þungan lurk i sætinu við hlið
sér. Það var bannað að selja bjór
á sunnudögum og þeir, sem það
gerðu, fengu það vel greitt, en
áttu lika á hættu að veröa settir i
fangelsi.
Það bættist stöðugt við i pyngju
hans og hann taldi peningana
annan hvorn dag. Þetta var það
eina vegabréf til mannsæmandi
lifs, fyrir hann og systkini hans.
Frh. i næsta blaði.
SVARTSTAKKUR
Framhald af bls. 33.
væri að hugsa um að hvila sig
ofurlitið, en svo hélt hann áfram.
Svartstakkur beið þangað til
maðurinn var kominn fyrir næsta
horn, en opnaði siðan
grindahurðina. Samstundis gall
við hávaði i bjöllunni. Hann læsti
grindahurðinni, tók fótóselluna af
rúðunni, sneri aftur inn i
matsöluhúsið og settist. Hvað
skyldi lögreglan hafa að segja i
þetta skiptiö?
22. TBL. VIKAN 41