Vikan


Vikan - 11.07.1974, Page 16

Vikan - 11.07.1974, Page 16
Eftir baöiö I Ganges þekja Hindúamunkarnir sig meö ösku, en hún er tákn iörunar. Sláttur kopartrumbanna hljómar drungalegá á götum ind- versku borgarinnar Hardwar. Frá musterunum má heyra hljóma þúsunda bænaklukkna. (Hátalarar hvetja hina trúuðu til láöhraöa sér. I Hardwar er haldin Imesta hátíð ársins. | 1 morgunsktmunni mjakast 'tvær milljónir Hindúapilagrima biöjandi og syngjandi eftir þrörtg- . um götum borgarinnar. Þeir eru á leiö til hinnar heilögu ár Gang- es. Þar ætla þeir aö þvo af sér all- ar heimsins syndir. Fremst ganga betlararnir, sem hafa sært sig til blóðs meö hnifum til þess aö hræra rikari samborg- ara sina til meðaumkunar. Feitir kaupmenn frá Bombay og Madr- as köma á eftir þeim og þar á eftir enn feitari eiginkonur þeirra. Innan um I pllagrimahópnum ganga holdsveikir, sem bera greinileg merki sjúkdómsins á höndum, fótum og i andliti. Innan um bændur, daglaunamenn og minni háttar embættismenn ganga stoltir Brahmaprestarnir og hafa vafið heilögu snúrunni, sem er 96 handarbreiddir á lengd, Um brjóstið á sér. . Mannþröngin biöur komu hinna skriftlærðu, þvi að án þeirra get- ur hátiöin ekki hafizt. Þeir koma og ganga niður Har-ki-Pairi-. þrepin sextíu á bakka Ganges og út {leiruga ána. Þar dýfa þeir sér hváö eftir annaö á kaf I vatnið og ausa þvi yfir höfuð sitt og axlir, drekka af þvi og biðjast fyrir. Að .baðinu loknu mála þeir enni sin rauöum og gullnum iitum, en þeir eru heilagir litir Hindúaguðanna Wtechnu og Schiiwa. Einnig smyrja þeir allan likama sinn ösku, en hún er tákn iðrunarinn- ar. Og askan er lika merki til pllagrimanna um að nú sé komið að þeim. Og þá troðast þeir fram niður Har-ki-Pairi-þrepin og þeir, sem hrasa i þrönginni, eru troðnir undir og oft til dauðs. A hverri slikri hátið láta þúsundir pila- grima lifið með þessum hætti. Evrópubúarhrökkva við, þegar þeir heyra um slik örlög. En rétt- trúaöir Hindúar, sem trúa á endurholdgun, lita á dauöa á heilögum stað eins og Hardwar sem styttingu á sálnaflakkinu, sem venjulega tekur mörg lif og frómt liferni, áður en sálin hlýtur endanlegan frið. íbúar Indlands eru u.þ.b. 550 milljónir og af þeim eru 430 mill- jónir Hindúatrúar. Og þessar 430 milljónir lita ekki aðeins á Gang- ,es sem heilaga meðan hátföin I Hardwar stendur yfir. Hindúar kalla þetta fljót, sem á upptök sin I Himalayafjöllum, Mai Ganga (móöur Ganges) og tilbiðja það eins og guð. Ganges er Hindúum álít I senn, baðhús, musteri og greftrunarstaður. Sanntrúuðum Hindúa er ekkert fegurra á jörð- inni en að deyja eftir synda- aflausnarbað i Ganges. Og marg- ir þeirra ganga þúsundir kiló- 'metra ■ leiö ásamt fjölskyldum sinum beinlinis i þvPaugnamiði. 16 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.