Vikan


Vikan - 11.07.1974, Qupperneq 17

Vikan - 11.07.1974, Qupperneq 17
Fllar eru tákn auöæfa og valds. Hindúar trúa því, aö filaguöinn Ganesch færi þeim fjármuni og hamingju. Pilagrimarnir biöjast fyrir I ánni. Sumir komast aldrei alla leið lif- andi, en ættingjarnir sjá um að þeir nái takmakinu látnir og dreifa ösku þeirra yfir fljótið, þegar þeir hafa brennt likið. Flestir hinna látnu eru fluttir til milljónaborgarinnar Benares, sem stendur við Ganges, þar sem hún er u.þ.b. komin hálfa leið til sjávar, og þar eru likin brennd á einu af 74 þrepum á bökkum ár- innar. Þvi að samkvæmt fíindúa- trú eiga þeir, sem brenndir eru i Benares, öllu auðveldara með að komast I samfélag „Brahama- loka”, en aðrir. Skammt frá bálfararþrepunum og baöstööunum rennur skolpið úr stórborginni út i ána eftir æva- gömlum ræsum. En rétttrúaðir Hindúar setja það ekki fyrir sig, heldur drekka vatnið úr ánni með beztu lyst. Og vatn árinnar helgu er sent i flöskum og öðrum ilátum um allt Indland. Þrátt fyrir það, að heilbrigðis- ráðstafanir við Ganges séu svona ófullnægjandi, hefur sárasjaldan komið fyrir, að farsóttir hafi ver- ið hægt að rekja til árinnar. Það er greinilegt, að vatnið i Gangesbýr yfir einhverjum sjálf- hreinsunareiginleikum, sem að vlsu eru kunnir, en ekki hafa ver- ið rannsakaðir til hlítar. Prófess- or viö Montrealháskóla hefur komizt að þvi með rannsóknum, að kólerusýklar, sem lifa dögum og jafnvel vikum saman i venju- legu drykkjarvatni, lifa ekki nema 1 fimm klukkustundir i Ganges. Énski rithöfundurinn Eric Newby, sem vann að bókinni Ganga I sex ár, segir að á meðan hann og kona hans neyttu ekki vatns nema úr Ganges, hafi þeim ekki orðið misdægurt, en um leið og þau tóku að drekka vatn ann- ars staöar að, fóru þau að finna til alls konar magakvilla. Hindúatrúarmenn eru ekki sammála um á hve löngum kafla vatnið úr Ganges sé hæft til drykkjar. Méirihlutinn telur þó, Rétttrúaöir Hindúar drekka aö- eins vatn úr Ganges. að á þeim 2300 kilómetrum, sem áin rennur éftir indversku landi, sé það hollt og heilsusamlegt, en um leið og áin fari yfir landamær- in til Bangladesh sé lifshættulegt að drekka úr henni. Brezkur verkfræöingur reikn- aði út I lok slðustfu aldar, að Ganges bæri fram 335 'milljón tonn af möl og finum sandi á ári hverju, en það er sextugföltí þyngd Gziehpýramidans. Upptök þessa guðlega fljóts eru i Gangotrijöklinum i 3800 metra hæö. Þau eru I hvilft, sem vegna staðhátta hefur fengið nafnið Gomukh — Kýrmunnur. Kýrmunnur er einnig verður Pilagrimsfarar i augum rétt- trúaðra Hindúa. Aö visu er erfitt að komast þangað, þvi að siðustu kilómetrarnir eru mjög ógreið- færir og algerlega ófærir nema gangandi. En sá, sém fær að bergja af uppsprettu fljótsins helga og fylgir þvi síðan eftir til ósa, sparar sér með þvi fjölda endurholdgana, áður en hann verður eiliflega hólpinn. En ganga meðfram fljótinu öllu tekur að minnsta kosti fimm heil ár. Indverjar kunna að segja frá þvi, hvernig Ganges varð til. Einu sinni endur fyrir löngu féll ung og falleg stúlka af himnum ofan. Hún hét Ganga og var dóttir hins guðlega konungs Himawat og disarinnar Mena. Guðinn Schiwa sá hvar Ganga féll ofan af himnum, flýtti sér til hjálpar og stöðvaði hana i fallinu með auga- brúninni. Þá varö disarbarnið Ganga allt i einu að vatni og féll I sjö litlum dropum til jarðar úr augabrún guðsíns og varð að Ganges og sex þverám hennar, en vatnasvið þeirra samanlagt nær yfir svæði, sem er stærra en Spánn og Frakkland til samans og á þéssu svæöi búa yfir 300 milljónir manna. En Ganges er meira en áveitu- uppspretta og umferðaræð. Hún er lifæð Hindúasiðar, sem er ein elztu trúarbrögö heimsins. Átrúnaðurinn á Ganges hefur sameinað hina sundurleitu þjóö Indverja betur en nokkrum stjórnmálamanni hefur tekizt. Þvi aö Ganges ein gerir öllum jafnt undir höfði og lofar öllum uppreisn i guölegu Nirvana. * 28. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.