Vikan


Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 35
SKOGINN — 0, hristu það af þér. Við. förum til bæjarins. Rósa sagði: — Hann Elgur er fullur. Hann er að byrja á túr. Svo gengur hann knæpu af knæpu og endar loks hjá henni Mabel. Harui snýr ekki við héðan af. -r- Ég kemst ekki eitt skref i viöbót. — Nei, vitanlega. Við skulum snúa aftur i kofann. Elgur sagði. — Ég held áfram. Ef gamli maðurinn er hjá þér, ætti þér að vera óhætt. Rósa snerti við föður sinum og þau gengu að bátnum..Hún steig upp i bátinn og hann ýtti honum á flot, og óð upp i hné. Báturinn ruggaði hættulega. Fyrir aftan þau heyrðist hláturinn i Elg. Hún varö bálvond og hreytti út úr sér. — Þú getur fariö fjandans til! Hann hló aftur, en nú ekki harkalega, heldur næstum með meðaumkun. Hún heyrði hann segja ógreinilega: — Hænsnamatur... V. Rósa hafði verið mestallan daginn i kofa Elgs, sofið, búiö til mat handa föður sinum og horft á rigninguna út um dyrnar. En nú var stytt upp og þá fór hún út . Frá hallandi bryggjunni gat hún séö föður sinn, þar sem hann stjakaði flatbytnunni hans Elgs innan um vatnaliljubreiðurnar, og var að reyna að veiða fisk. Hvað eftir annað hafði hann hörfaö inn i kofann undan rigningunni, og ekkert hafði hann veitt. A svona stundum, þegar hún var annaðhvort ein eða með fööur sinum, var hún ekki eins skapvond. Það veitti henni einhves konar þægilega ró að vera langt inni i skógi. Hún hafði algjörlega gleymt tilveru mannsins sins. Hún hafði lifaö i einhverjum mjúklátum drauma- heimi, þar sem ekki voru aðrir en hún sjálf og Latimer. t gærkvöldi, þegar hún hitti föður sinn og sneri til baka yfir vatniö, hafði hún einsett sér að vera hérna ein, þangað til Latimer kæmi. En svo þegar hún vaknaði og bjart var orðið, hafði hún orðið hrædd. Aður haföi hún ásett sér að senda föður sinn aftur til Fleming, einan sins liðs, en verða sjálf eftir. En nú var hún tekin að renna á þessum asetningi og nefndi þvi ekkert við föður sinn að fara. Hún hafði talað yið hann um Latimer. Og hann hafði verið á sama máli og hún, að hún ætti að verða kona einhvers manns á borö viö Lati- mer, en ekki einhvers letilegs sveitalæknis. Skuggi gamli haföi sagt: — Lew er afæta. Þó hann taki ekki af þér peninga, þá tekur hann allt eins og þú værir karlmaður, en ekki hann. A enga framtakssemi til og treystir þess vegna á þig. En svo gæti Latimer komið og orðiö vondur þegar hann fyndi hana hérna. Gæti rekið hana á dyr. Þetta var hans land og hans kofi. Og þá væri öll von úti i sam- bandi við hann. En ef hann kæmi og fyndi hana eina hérna. Og yrði hjá henni einni, dögum saman. Það var eins og hjartað i henni hætti að slá, þegar hugsanaferill hennar komst svona langt. Hún yröi að hætta á auðmýkingu, hætta á, að hann liti á hana og lit- ist vel á það sem hann sæi. Þetta var vonlaust glæfraspil, en hún mátti bara einskis svifast. Arin voru að liða frá henni og ennþá var hún á ferli i fæðingarbæ sin- um, og komst hvergi. Hún fullvissaði sjálfa sig um, að allir karlmenn, sem höföu séö hana hefðu orðið hrifnir af henni. Einnig Latimer. Og honum mundi hún svara játandi... já, vissulega. Vindurinn hafði ýft vatnið. Hún horfði á föður sinn stjaka bátnum, og öðru hvoru i þann veginn að detta um koll. Hún greip höndun- um fyrir munninn og kallaði: — Pabbi!.. Pabbi! Vindurinn feykti orðunum til baka. En þegar augnabliks hlé varð, kallaði hún aftur. Faðir hennar sneri bátnum og stefndi til lands. Hann kom að bryggjunni. Hún lagðist á hnén og festi bátinn. Ballou gamli brölti á land. — Er það kaffið? Hún starði á ellilega andlitið og augun, sem hurfu undir loönar brýnnar. — Hlustaðu nú á, sagði hún og brýndi raustina, til þess að hann skyldi ekki hreyfa neinum andmælum. — Ég er búin að á- kveöa nokkuð. EGE GÓLFTEPPIN DoNSK GÆÐAVARA I MIKLU URVALI VEGGFOÐUR ÚRVAL GÓLFDÚKA MALNINGARVÖRUVAL 28. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.