Vikan


Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 23
sagöi, en þessi hljómþýða rödd, kom hennni til að hafa það á til- finningunni, að hann teldi hana sinn jafningja. —Það er rætt um þennan mann, —Fernando, hélt hann áfram, — það er plskrað um, að það sé hann, sem stjórnaði stigamönnunum, sem réðust á yöur, meðal annarra.... Hann yppti öxlunum og sagði, hálf vandræðalega: — Mér hefur skilizt, að daginn sem ráðist var á vagn fQður mins, þá hafiö þér verið sú eina, sem kom nálægt ræningjanum, nær honum en hitt fólkið. Hún fann hvernig blóðið þaut upp í andlit hennar. Þarna sat hún fyrir framan þennan glæsi- lega mann og henni var ljóst, að hinn aumasti af þjónum föður hans, hafði kysst hana. — Reynið að lýsa honum fyrir okkur, senorita, sagði hann. —Var hann hávaxinn? Hún gat ekki stillt sig um að segja: —Hann var á hæð við yður, eini hávaxni maðurinn i hópnum. — Sáuð þér háralit hans? — Nei. — En augnalit? — Nei. — Mynduð þér kannast við rödd hans, ef þér heyrðuð hana aftur? Aðeins ef hann kyssti mig hlæj- andi, hugsaði hún, en hún gat ekki fengiö af sér að segja það. Hann var lika dáinn. Hún hristi höfuðið. —Nei. Hún myndi ekki þekkja hann, nema hann kyssti hana, en þá myndi hún lika gera það, jafnvel þótt hann væri bundinn. En hann var dáinn. Rödd Franciscos, hljómþýð, en áköf, vakti hana upp af minning- unum. —Senorita, haldið þér, að þetta hafi kannski veriö Fernando, eins og sagt er þarna uppi i fjöllunum? — Ég veit það ekki og ég mun aldrei geta það héðan af. Það eina, sem ég veit, er að hann var hávaxinn. Francisco hallaði sér aftur i sætinu, eins og hún hefði snert einhvern streng. Hann virtist rólegur og dauflegt bros lék um varir hans. — Ég held herrar minir, að við getum leyft ungfrúnni að fara, sagöi hann. Hún getur ekki frætt okkur um neitt meira. Ég hefi sent eftir föður minum og þetta verður þá að biöa, þar til hann kemur heim. Svo stóð hann upp. — Senorita. Hann hneigði sig fyrir henni, eins og hún væri jafningi hans. Hún varð sorgbitin og viðutan, þegar hún kom út á veröndina. Það var búið að draga grænu tjöldin fyrir og þessi græna birta skein á litlu andlitin tvö, andlit telpnanna, sem stóðu þarna, i svörtum yfirhöfnum með svört flauelsbönd i hárinu. — Það er vegna Nandos, sagði Inez. —-Við verðum aðfara, vegna þess, að mamma er lasin. — Carmelita verður glöð, sagði Winifred bliðlega, og óskaði þess innilega, að hægt hefði verið að forða þvi, að telpurnar fréttu um lát Nandos. —Það léttir henni sorgina, ef þið farið til hennar. — Við ætlum að biðja. með henni fyrir sál Nandos, sagði Locha tilgerðarlega. Hún var orðin nógu gömul, tjl að trúa þvi, aö dauðinn og sorg hinna lifandi, var ekkert, samanborðið viö eiliföina. — Ég ætla að ná i yfirhöfn og koma með ykkur. Locha hristi ákaft höfuðið. — Maria Clara kemur með okkur. — Sjáðu til, mis, þú ert ekki eiri af okkur, bætti Inez við, og Winifred skildi að hún sagði þetta i einlægni, aðeins til að gera henni það skiljanlegt, að hún myndi ekki skilja siði þeirra. Þegar Maria Clara kom, svart- klædd eins og telpurnar, fylgdi Winifred þeim alveg að stóru dyr- unum; sem lágu til hesthúsanna. Augu hennar voru full af tárum, þegarhúnkom inn i skólastofuna, og það lá við, að hún rækist á Francisco, sem stóð og laut yfir skólaborðið", þreifaði með fingrin- um eftir- fangamarkinu, sem skorið var á borðplötuna. Hún nam staðar við hlið hans. Hann rétti úr sér og leit á hana og hryggðin skein úr augum hans. — Tár? sagði hann. —Tár, senorita? Eru þau vegna Nandos? Eruð þér að gráta Nandó? Hvers vegna? Hún vissi það og gat ekki svarað. Var hún að gráta vegna Nandos, eða Winifred, sem var einstæðingur. A£ti hvorki heimili né fjölskylduogheyröi engum til, allra sízt þvi fólki, sem bjó i þessu húsi? Aður en hún gat svarað, sagöi hann. Frh. i næsta blaöi. ÍITT ■ Frysti- ■ kistur Verslunin I GISSUR GULLRASS E.FTU?- 8ILL KAVANAGU e. FRANK FLETCUeR. Simastúlkanerveikidag! Viltu )ÍVonandi verður hann ekki setjast I stólinn hennar og ][ ekki mjög lengi. biða meðan ég ræði viö hann. Eg er viss um, ab okkur semst vel. En mikið skrambi hefurðu fallega sima- stúlku. Finnst þér það? Viltu ekki borða með okkur og segja henni það sjalfur? 36. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.