Vikan


Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 10
Forvitin röndótt/ guL rauð og blá. Kæri Póstur! Ég ætla nú ekki að hafa þetta langt. En þó ætla ég að spyrja einhvers, og við skulum vona, að það sé eitthvað af viti (frá minni hálfu). Ég er ekki i neinni ástar- sorg, þvi ég er svo mikill engill, að ég held mig heima viö og er ekki á neinu strákaflandri. En mig langar aö vita, hvort ég, eða einhver kvenmaður geti orðið áskrifandi að Play Girl, ameriska blaðinu, sem hefur bera karl- menn á hverri siðu? Og svo langar mig að vita, hvernig vatnsberi og dreki passa saman sem vinir. Jæja, og svo þetta vanalega, hvað heldurðu að ég sé gömul. Ég vona, að þú birtir þetta eða gefir mér svar, þvi ég hef skrifaö svo oft, en ávallt lent i þessari frægu ruslakörfu. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Ungfrú Þóra Svavarsdóttir P.s. Þér megið birta mitt nafn. Það er nú tæplega hægt að kalla það dyggð, Þóra min, þó þú sért ekki á neinu strákaflandri, svo ung sem þú ert. En þú ert greini- lega mjög forvitin um að kynnast þessari óútreiknanlegu veru — karlmanninum — i Adamsklæð- um. Play Girl er mánaðarrit sem kostar kr. 204.00 i lausasölu, og öllum, bæði konum og körlum, er heimilt að gerast áskrifendur að þvi. Blaðið fæst t.d. I Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og vafa- laust viðar. En ég tel samt hollara fyrir þig, að þú byrjir á að lesa ýmis önnur rit eöa bækur um karlmenn, konur og kynlif, til að fá forvitni þinni svalað. Ég hefi hjá mér bók um þessi mál og tel hana mjög heilbrigt og athyglisvert lestrar- efni fyrir unglinga. Hún heitir „16 ára eða um það bil” og fæst í flestum bókaverzl- unum. Vatnsberi og dreki eiga ekki sérlega vel saman, segja stjörnurnar mér, og þú ert ekki nema 13— 14 ára. Ást í 5 mánuði/ svar til Guddu Tja, þú hefur laglega lent I þvi, Gudda mln. Reyndu að vera svo- Htið varkárari næst og reyndar ekki bara næst, heldur alltaf framvegis. E.t.v. eru þessir menn ekki svo ýkja slæmir inn við bein- ið, en nota samt þau tækifæri, sem þeim bjóðast, hvort sem þeir eru giftir eða ógiftir. En Póst- urinn telur sig ekki þess umkom- inn aðdæma einhvern óheilbrigö- an eða heilbrigðan. 1. Steingeit (kk) og vatnsberi (kvk), geta oröiö góðir vinir, en varla neitt meira. Þið þurfiö tilbreytingu, en eruð of lík til að sjá hvort öðru fyrir henni. 2. Naut (kk) og vatnsberi (kvk) hafa mikiö að gefa hvort ööru. Nautið er afar heitgeðja, en vatnsberinn dálitið kaldur. Með góðum vilja ættu þessi merki að geta unað sér vel saman. 3. Tviburar (kk) og vatnsberinn (kvk) eiga ágætlega saman. Stjörnurnar segja, að náið samband merkjanna geti varla mistekist og endist að öllum llkindum alla ævi. Þú mátt nú samt ekki halda, að stjörnú- spáin sé órjúfanlegt lögmál, en ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. 4. 2 vatnsberar (af báðum kynjum) verða yfirleitt góðir vinir, en varla neitt meira. Báðir eru I þörf fyrir tilbreyt- ingu, en eru of likir til að sjá hvor öðrum fyrir henni. Ég gizka á, aö þú sért 17 ára, og Gisli Baldur Garðarsson mun vera á miðjum þritugsaldri. Viö vorum að rífast Kæri Póstur! Ég ætla að byrja á þvi að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég kaupi alltaf Vikuna og les mikið i henni. Jæja, ætli sé ekki bezt að koma sér að erindinu. Ég og vin- kona min vorum að rffast um Gylfa Ægisson, við vorum ekki sammála um það, hvar hann ætti heima og fleira. Svo nú ætla ég aö biöja Póstinn að hjálpa mér, ef hann getur. Hvar á Gylfi heima? Hvað er hann gamall? Er hann giftur? Ég vona, að þú birtir þetta bréf, svo við þurfum ekki að rifast meira. Vertu svo blessaður og sæll, Mekka. Gylfi Ægisson mun eiga heima á Hornafirði, en Pósturinn hefur ekki á reiöum höndum fullkomn- ar upplýsingar um aldur hans eða einkalif. Þó held ég, að hann sé kvæntur og sé á aldrinum 30 — 35 ára. Pennavinir úti Kæri Póstur! Þetta er i annað sinn, sem ég skrifa þér i þeim tilgangi að þú svarir mér. Vikan er alveg stór- fint blað, en nú kem ég að efninu. Mig langar svo til að skrifast á við Vestur-lslending úti i Kanada. Hvar get ég komist i samband viö hann. Annaðhvort stelpu eöa strák, sem geta skrifaö islenzku og lesiö hana. Ég vona svo inni- 10 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.