Vikan


Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 32
HVERS VEGNA SEUA F SKAR KONUR BÖRN S Nokkuð algengt er, að nýfædd finnsk börn séu seld til Sviþjóðar. Hvers vegna? Tvær finnskar konur segja hér frá því hvers vegna þær seldu bömin sin. Þegar Saara Pernu hitti Matti fyrir þremur árum, var hún full gleði og vona. Hún yfirgaf for- eldra sina og systkinin sjö og hélt, að ástin yröi eilif. Saara vann við sauma hjá vefn- aðarverksmiðju, þegar Matti kom til bæjárins. Verksmiðju- stúlkurnar voru vanar að fara á dansleiki á föstudagskvöldum. Stundum slóst Saara i hópinn, en oft kaus hún þó fremur að vera heima. Hinar stúlkurnar voru flestar sex'til sjö árum eldri en hún og miklu reyndari. En kvöld eitt I október 1971 fór hún meö þeim á dansleik, þvi að hana langaði til að vera innan um fólk og njóta þess að skemmta sér. Matti var á dansleiknum. Hún tók strax eftir honum, þvi aö hann hvorki drakk eins mikið og félag- ar hans né hafði eins hátt. — Hann bauö mér upp og viö dönsuöum saman. Eftir nokkra dansa settist hann við boröið hjá mér. Matti kunni ekki sænsku og ég kunni ekki finnsku. Hann var frá Kareliu, þar sem finnska er töluð, en ég er úr sænskumælandi byggðarlagi. Þess vegna töluðum viö saman á ensku. Matti sagði mér, að hann væri rafvirki og væri kominn til Gamlakarleby til að vinna þar i eitt ár. Eftir dansleikinn leyfði ég Matti að fylgja mér heim. Ég hafði aldrei verið með karlmanni fyrr. Viö héldum áfram aö vera saman næstum á hverju kvöldi, og Matti jós yfir mig rauðunt rós- um og gjöfum. Stundum fór hann heim til sin i Nurnes i Kareliu, og þá grét ég af einmanakennd og hafði ekkert til að hugga mig nema bréfin frá honum. Viö trúlofuðum okkur eftir sex mánuöi. Það var á páskakvöldiö 1971. Við vorum mjög hamingju- söm og tveimur mánuðum siðar fórum við að búa saman. I eitt ár dansaöi ég á rósrauðum skýjum. Matti fékk fasta vinnu i Gamlakarleby. Hann þurfti ekki að fara frá mér. Matti vildi aldrei, að við hotuð- um getnaðarvarnir. 1 fyrstu tók ég pilluna, en hætti þvl, þegar við trjílofuðum okkur opinberlega. Þá þráði ég að eignast barn og heimili með Matti. Svo rann upp dagurinn, sem ég vissi að ég var með barni. Ég grét af hamingju. Matti varð mjög glaður. Hann fór út og keypti stóran rósavönd. Ég fór aö telja dagana til fæð- ingarinnar. Við Matti gengum um göturnar og skoöuöum barnaföt i búðargluggunum, en keyptum ekki neitt. — Það liggur ekkert á, sagði Matti. — Það er enn langt þangaö til barnið fæöist. Ég gildnaöi og gildnaði og fór að finna hreyfingar hjá fóstrinu. Þá fór Matti að breytast. Hann varð eitthvað svo dulur. Ég skildi ekki hvað hafði gerzt. Við höfðum verið svo hamingju- söm saman i næstum tvö ár, en nú var eins og við fjarlægðumst hvort annað. Þegar ég kom heim úr vinnunni einn daginn, var Matti farinn. A eldhúsborðinu lá miði frá honum. Hann var farinn og haföi skilið mig og barnið eftir. Þaö var eins og allt lif mitt hryndi til grunna. Ég skildi ekki, hvers vegna hann fór frá mér, og ég skil það ekki ennþá. Við höfðum aldrei rifizt. Við höfðum gert allar áætlanir varð- andi barnið I sameiningu og spar- að við okkur peninga til þess að geta keypt allt það bezta handa þvi. Matti hafði ekki tekið einn eyri af sparifénu meö sér og ekkert nema fötin sin. Ég hringdi til for- eldra hans, en þau gátu ekkert sagt mér. Við Matti höfðum búið I eins- herbergis íbúð, og ég haföi efni á aö halda henni, en þá gat ég ekki haft barnið hjá mér. Ég vildi ekki leita á náöir foreldra minna eða systkina. Tvær vikur liðu. Ég var á átt- unda mánuði, þegar ég rakst á ættleiöingarauglýsingu I dag- blaöi. Ung hjón I Gautaborg gátu ekki eignazt barn, og barnleysið var i þann veginn að eyðileggja hjóna- bandshamingjuna. Mér fannst ég geta hjálpað þeim. Það var ákveðið, aö ég skyldi ala barnið hjá einkalækni i Gautaborg. Hjónin sendu mér peninga til ferðarinnar og ég fór þangað viku áður en ég vænti mln. Fjöldi fólks varaði mig við að fara. Kannski kæmist upp um mig og ég yrði kærð. Þetta var verzlun meö barn! En ég á aldrei eftir aö iörast þess að hafa fariö til Gautaborg- ar. Sænska fjölskyldan tók mér tveim höndum eins og ég væri dóttir þeirra og annaöist mig af stakri gætni og umhyggju. Það var áreiðanlegt, aö barnið yrði I góðum höndum. Eftir fimm daga dvöl I Gauta- borg, ól ég rétt skapaðan dreng. Ég fékk aö annast hann sjálf fyrstu vikuna — á heimili fóstur- foreldra hans. Ég efaðist ekki um, að hann æl- ist upp hjá góðu fólki. Eftir viku fór ég heim og byrjaði að vinna i vefnaðarverksmiöjunni aftur. Nú er liðið hátt á annað ár, og ég hugsa sjaldan um drenginn minn. Matti hefur aldrei látið heyra frá sér. Þegar Lillian Lindh fóstra var komin rúma fimm mánuði á leið, hitti hún finnska konu, sem bjó I útborg Stokkhólms og lifði á að selja sænskum fjölskyldum ný- fædd finnsk börn. Lillian Lindh var hrædd við aö veröa móðir. Hrædd viö fjöl- skyldu slna og hrædd við samfé-. lagiö. Börn utan hjónabands njóta litilla réttinda I Finnlandi. Horf- urnar voru því ekki sérlega glæst- ar hjá Lillian. Hún haföi haft þungar áhyggjur frá þvl hún gerði sér ljóst, aö hún var með bami. Hún sleit sam- bandi við foreldra slna og systlfin, þvl aö hún óttaöist, aö þau kæm- ust að raun um þungun hennar. Lillian lokaði sig inni I tveggja- herbergja Ibúðinni, sem hún hafði á leigu. Barnasölukonan hafði fast skipulag á verzlun sinni. Hún borgaöi 20 þúsund krónur fyrir stúlkubörn, en nokkru meira fyrir sveinbörn. Akveðið var, að Lillian æli barn sitt i Stokkhólmi og færi þangað tveimur vikum áður en hún átti sin von og byggi á einkaheimili I útborginni. Lillian Lindh fór til Stokk- hólms. Hún sagði foreldrum sln- um ekki frá raunverulegu erindi sinu og vinkonum slnum ekki heldur. — Ég veit, að verzlpn með börn er ólögleg, en ég var hrædd viö að veröa móðir. Ég hefði aldrei get- aö borið ábyrgðina á þvl að vera móðir, þvl að ég gat ekki vænzt neinnar hjálpar. Mér var lofað þvl, að barniö færi til góörar fjölskyldu i Boras. Þar bjuggu barnelsk hjón, sem ekki hafði orðið barna auðið sjálf- um. Mér veittist ekki erfitt að ákveöa mig, þvi að ég átti engra kosta völ. Og mér veittist ekki mjög erfitt að láta barnið frá mér. Barnið, sem var tólf marka stúlka fæddist hjá einkalækni. Ég tók hana aldrei i faöminn og vildi ekki fá að sjá hana, þó aö læknii*- inn byði mér það. Kannski finnst ýmsum, að ég hafi gert rangt með þvi að selja barnið, og sjálfsagt finnst enn fleirum, að ég sé ómanneskja vegna þess. En ég kæri mig kollótta um slikt. Ég fékk 20 þúsund krónur og fria ferð til Stokkhólms og heim aftur, en ég seldi barnið ekki vegna peninganna. Þetta var ekki barnaverzlun. Konan, sem kom barninu á framfæri viö fjölskyld- unal Boras, fékk tlu þúsund krón- ur. Hún „selur” átta til tlu börn á mánuöi og flest þeirra eru frá Norður-Finnlandi. Hún vinnur fyrir sér með þessu og gerir þjóð- félaginu greiða um leið, og fyrir það á hún rétt á þóknun — eöa hvaö? Aöaláhugamál Lillian Lindh er börn. Annarra börn! Hún starfar á barnaheimili og reynir aö hafa þroskandi áhrif á börnin. — Samfélagið verður aö breyt- ast. Konur framtiöarinnar veröa að fá betri umönnun en ég og min kynslóö. Þær veröa að ráða llkama slnum sjálfar. Og það er kominn tlmi til, aö samfélagið viðurkenni börn, sem fædd eru ut- an hjónabands. Lillian telur, að fjöldi fólks lföi vegna þess, að það hvorki vill né getur farið slnar'eigin leiöir eftir að það eignast börn utan hjóna- 32 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.