Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 38
stundin, sem hún hafði veriö að
bfða eftir, alveg frá þvi hún yfir-
gaf kofann hans Elgs. Og jafnvel
frá þvi löngu fyrr.... Allt frá
fæöingunni hafði hún stefnt að
þessari stund.
Og hana hitaði alla af þránni
eftir að gera þessa stund að veru-
leika. Ganga að simanum og
segja Latimer, að nú væri hún
komin. En hún fann lika þörf á að
draga þessa stund ofurlitið. Hún
var i aðra röndina kvlðvænleg.
En þegar hún leit aftur á sig i
speglinum, varö hún einbeittari
og hún gekk að simanum og bað
afgreiðslumanninn að gefa sér
samband við Neil Latimer i
Timburverzlun Latimers.
Hjartað i henni hamaðist og hana
hitaöi i andlitið, rétt eins og
ágústsölin skini beint á það, en
hendurnar á henni voru kaldar.
Það var einhver titringur i
simanum og svo heyröi hún
hversdagslega stúlkurödd.
— Ég skal gefa yður samband
við einkaritarann hans, sagði hún
þegar hún var beðin um samband
við Latimer.
Svo kom önnur kvenrödd, sem
var ekki eins hversdagsleg en
greinilega fjandsamleg: — Um
hvað þurfið þér að tala við hr.
Latimer?
Rósa sat og hélt á simanum, en
henni óx ásmegin við allar þessar
torfærur. Hún svaraði kuldalega:
— Það eru viðskiptamál.
— En hver eruð þér og frá
hvaða fyrirtæki?
— Segið honum, að Rósa
Moline vilji tala við hann.
Þessu svaraði þögnin ein og
ekkert heyrðist nema suðan I
simanum.
En þá heyrði hún málróminn
hans og hjartað i henni hoppaði.
Og henni létti svo, að hún rak
upp hálf-óhemjulegan hlátur.
— Neil! Ó, Neil!
— Rósa! Erþetta þú, Rósa? En
það var enga merkingu hægt að
leggja I röddina.
Hún barðist við þennan
óhemjuhlátur, andþrengslin og
þennan óskaplega létti. — Já, það
er Rósa. Hana langaði mest til að
hrópa til hans, að hann ætti
hana, að hún væri hrædd og hann
þyrfti að koma til hennar. En i
þess staö svaraði hún i léttum
tón: — Ég er komin til borgar-
innar til aö kaupa mér föt. Og mig
langaði bara til að láta þig vita,
að....
— Ó! sagði hann og svo sagöi
hann ekki meira.
— Ég þarf að hitta þig. Mál-
rómurinn breyttist, þegar skelf-
ingin greip um sig hjá henni. Ég
kom ekki einungis vegna þessara
fata. Mig langaði til að hitta þig.
— Mig hefur lika langað til að
hitta þig, sagði hann. Röddin var
eitthvað eins og úti á þekju og enn
fjarlægari en vegalengdin var
milli þeirra. En það skipti hana
engu máli, af þvi að hann var
búinn að segja, að hann heföi
langað til að- hitta hana. Það
þýddi sama, sem að hann væri
aftur oröinn hungraður eftir
henni, ekki siður en nóttina góðu i
kofanum hans Elgs. Hún varð
aftur kát og bar munninn þétt að
simanum, eins og til þess að kom-
ast nær honum.
— Ég er hérna i hóteli. Ertu
ekki feginn? Hún bar þessa
spurningu djarflega fram. En nú
var hún að örvæntingu komin og
þá þýddi ekkert annað en vera
djörf.
Hann svaraði, en rétt eins og
hann væri ekkert spenntur: —Það
eru vissir hlutir, sem ekki er hægt
að ræða i sima. En ég skal hitta
þig i kvöld.
Þá sagði hún honum, að hún
væri i Lakewater. — í fallegri
ibúð með útsýni yfir vatnið.
Hvenær kemurðu?
— Við skulum borða kvöldverð
saman, sagði hann. — En ekki i
hótelinu þlnu, heldur hjá
Fremont. Taktu leigubil þangað
og vertu komin klukkan átta i
borðsalinn og ég kem eitthvað
dálitið seinna. Og eitt er áriðandi,
Rósa: —- Spurðu ekki þjóninn,
hvort ég sé kominn. Nefndu ekki
nafnið mitt undir neinum
kringumstæðum. Ég skal útskýra
það fyrir þér seinna.
— Vitanlega. Ég kann nú að
vera úr sveit, en svo vitlaus er ég
ekki. Hún var næstum hrædd við
merkinguna i orðum hans og
þennan fjarræna tón hjá honum.
Hún var gripin örvæntingu af öllu
þessu fálæti hans. Þessi
örvænting bar hana alveg ofur-
liðiði og hún æpti i símann: — Ég
þarf aö segja þér, hvað hefur
komiö fyrir mig. Ég er ástfangin.
Alveg frá mér...
— Til hamingju. Nú heyröi hún,
aö hann var mjög áhyggjufullur
rétt eins og það væri einhver
annar en harui, sem hún var
ástfangin af. — Ég vona, að þetta
sé einhver góður maður.
Þá hló hún og tókst alveg á
loft við tilhugsunina um, að nú
væri hann orðinn afbrýðis-
samur... — Já, það er hann,
elskan,.... ágætis maður. Það
máttu vita. Hann er....
Hann greip fram i: — Mundu
það, Rósa, að þú ert að tala i
sima.
Hláturinn hennar glumdi um
alla stofuna: — Ég veit það
elskan og mér er lika sama, hver
heyrir það. Ég er ástfangin..
ósegjanlega ástfangin...af þér.
Hún hélt simanum fast upp að
eyranu og hélt áfram að hlæja
óhemjulega, af geðshræringu,
hræðslu og þrá. Og þegar hún
lagöi frá sér simann, var hún enn
hlæjandi.
Hún gekk að rúminu eins og
drukkin og fleygði sér ofan á þaö
og hló enn. Koddinn bældist undir
heitu andlitinu á henni. Hún grét
niöur I hann. — Neil, elskan min,
ástmaöurinnn minn, við verðum
saman i kvöld. Ég skal halda i
þig, elskan min. Ég á ekkert i
heiminum nema þig. Ég elska þig
svo heitt
. Framhald I næsta blaði
38 VIKAN 36. TBL.