Vikan


Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 34
HANDAN Vffi AOalpersóna sögunnar, Rósa, er gift héraöslækninum Lew Moline. Þau búa I Fleming, litlum sög- unarmyllubæ. Rósa er glæsileg, en eigingjörn, hrokafull og hröfu- höró kona, sem svlfst einskis, til aö fá uppfyllingu óska sinna. Maöur hennar elskar hana og til- biöur, en hún fyrirlltur hann, þvi hann getur ekki uppfyllt allar kröfur hennar og óskir. Hiö til- breytingarlausa llf I litla bænum, er annaö en þaö sem Rósa Jiráöi I draumum sfnum sem ung stúlka. Viktor er ungur og óreyndur sveitapiltur, sem Rósa hefur gert aö vini slnum og heimagangi i læknishúsinu til aö stytta sér stundir, meöan maöur hennar leggur á sig erfiö feröalög um skógana til aö sinna sjúklingum. Elgur er drykkfelldur einsetu- maöur og býr i bjálkakofa utan viö þorpiö, og gætir hinna víö- lendu Latimerskóga. Hann er sannur vinur læknisins, en fyrir- litur Rósu. Jeannie, indiánastúlkan, er vinnukona á heimili læknishjón- anna, og Mabel, er vinsæl kona i þorpinu, þvl hún á vændishús. Latimer, eigandi skóganna og sögunarmyllunnar, bregöur sér úr borginni eina helgi á vit skóg- anna, og þar ber fundum þeirra Rósu saman. t fyrsta sinn á æv- inni elskar Rósa karlmann af ein- lægni, og vonar aö nú muni henni loksins takast aö komast burtu frá manni sinum og fásinninu. Elgur fær óvænta og gleöilega heimsókn. Þaö er Carol dóttir hans, sem nú er óröin gjafvaxta, en hana hefur hann ekki séö frá þvi, aö hún var I vöggu. Meö Carol og Viktor tekst innileg vin- átta. Þaö særir stolt og drottn- unargirni Rósu, og hún beitir öll- um brögöum til aö eyöileggja hiö fallega samband ungmennanna. Latimer hefur ekki sent frá sér lifsmark I fleiri vikur, þaö gerir Rósu bæöi eiröarlausa og örvænt- ingarfulla. Meö sinni fádæma slægö, tekst henni aö komast yfir dágóöa fjárupphæö, og segir manni sfnum, aö hún vilji fara til borgarinnar aö verzla. Þrátt fyrir hrokann, er hún undir niöri mjög huglaus, þorir ekki aö fara ein, og daginn fyrir brottförina fær hún taliö Viktor á aö koma meö sér. Hann á aö laumast I lestina svo litiö beri á og bföa hennar þar. — Vonaadi J^egilega, sagði Elg- ur og glotti undirfuröulega. — Ég kom nú bara til að kveðja þig. Hver veit, hvenær maður sér þig aftur. — Hver veit þaö? sagði hún hvasst og fjandsemin gagnvart honum gaus upp að nýju. Hann var alltaf svo nærgöngull og Ismeygilegur við hana, rétt eins og þekkti hennar innra mann betur en hún geröi sjálf. Læknirinn hló máttleysislega. Rósa hélt áfram: — Það er leiðin- legt, aö þú skyldir ekki koma með baria Carol með þér. — Læknirinn bauð henni með okkur. En þú skilur, við vorum stödd i bænum og hún rakst á hann Viktor. Þau fóru að skrafa saman og svo datt þeim allt f einu i hug aö fara til Ashwood og fá sér þar að borða og i bió! Og læknir- inn var svo vænn að ljá þeim bil- inn. Hún glápti á manninn sinn. Hún var allt i einu orðin dauðhrædd. — Nú, svo að billinn er þar. En hvernig fer ef kallað verður á þig? Læknirinn reyndi að gera gott úr þessu. — Ég býst ekki við að veröa neitt kallaður. Og þá gæti ég að minnsta kosti fengið hann Flenning til að skjóta mér. Hann sneri sér að Elg. — Láttu eins og heima hjá þér. Svo kallaði hann fram I eldhús og bað Jennie að koma með eitthvað að drekka. Jæja, svo að Viktor haföi þá farið burt með Carol. Þessi hugsun gerði Rósu órólega. Var stelpan svo hrifin af honum, að hún kingdi þessari móðgun þarna um kvöldið við eldinn? Og nú var hann aö eyða einhverju af þessum dýrmætu dölum sinum á Carol! En Rósa vissi vel sjálf, að það voru ekki fyrst og fremst aurarn- ir, sem hún hafði áhyggjur af. Kannski yrði Viktor ástfanginn aftur? Carol var svo viðsýn, að hún mundi sennilega ekkert setja fyrir sig þetta, sem kom fyrir. Lika gæti hún verið svo ástfang- in, aö ekkert nema Viktor skipti neihu máli. Það er erfitt að trúa þvi, hann var nú ekki annað en óveraldarvanur unglingur, en... Hún þurfti að hugsa sig um, svo aö hún fór fram i eldhús og þóttist ætla aö fara að hjálpa Jennie. En hún gekk gegn um eldhúsiö og út I húsagaröinn. Hún stóð þarna i rökkrinu og sogaði fast að sér kalda loftiö. Kviöinn altók hana, svo aö hún náöi varla andanum. Hún varð aö endurreisa hugarró sina, finna sig vissa um, að Viktor mundi koma I lestina á morgun. Og þetta tókst að nokkru leyti. Hafði hún ekki lofað honum að vera góö viö hann, án allrar hættu á, að þaö kæmist upp, gefa sig al- gjörlega honum á vald, þegar til borgarinnar kæmi? Sannarlega væri meira matarbragö að þvi en að halda i höndina á stúlku i kvik- myndahúsi. Hann væri nógu mik- ill karlmaður til þess að velja hana. Þvi varð hún að trúa. Þvi að þegar hún tók að hugsa um það, aö verða að horfast i augu við stórborgina ein sins liðs, varð borgin að óþekktum stað, sem mundi yfirbuga hana og verða henni fjandsamleg. Hún yrði þarna ein og ókunnug innan um milljónir manna. Og til þess gat hún ekki hugsað. Nei, sannarlega gat hún það ekki. Hún varð að hafa einhvern að styðjast við og snúa sér til ef i harðbakka slægi. Og þarna i Chicago gat svo vel orðiö..... eftir Stuart Engstrand XVIII. Næsta morgun vaknaði hún i svölu haustloftinu. Lew steinsvaf viö hliðina á henni. Hún fór fram úr, altekin tilhlökkun. Nú var dagurinn upprunninn. Hér eftir yrði hver minútan gjörólik öllum hinum umliönu. Hún flýtti sér út að glugganum og leit út, og andaði djúpt af létti. Bfllinn læknisins stóö fyrir utan. Þaö þýddi sama sem, að Viktor væri kominn og væri I bænum. Og svo mundi hann auðvitað skjótast til lestarinnar. Hún fann sig aftur örugga og horfði nú eftir endi- löngum stignum i þeirri von að sjá hann. En þar var engan að sjá. Hvitt hrim lá á öllu grasinu og báðumegin við stiginn var allt eins og samhangandi silfurteppi. Lew vaknaði og fór fram úr og neri syfjuð augun meö hnúunum. — Jæja, Rósa, þá er dagurinn upprunninn. Hún fór að klæða sig. Hún var með dálitinn handskjálfta og spennan var eins og rafmagns- straumur eftir öllum hryggnum. Aldrei, aldrei skyldi hún koma hingað aftur. Þessi nótt hafði verið sú siöasta i rúminu hjá hon- um. Og morgunveröurinn yröi lika sá siðasti sem þau boröuöu saman. Hún iðraðist einskis, en bar heldur ekki neinn kala til hans. Fortlðin var liðin. Hann hafði ekki uppfyllt loforðiö, sem hún hermdi uppá hann, en það var nú kannski ekki láandi. Allt sem hún ætlaðist til var, að hann færi ekki að gera neitt uppistand, þegar hún kæmi ekki aftur. Hún gæti hafið þetta nýja Hf sitt án Canoti Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum i póstkröfu Einkaumboð, varahlutir, ábyrgð og þjónusta. KRIFVÉLIN Suðurlandsbraut 12, simi 85277. 34 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.