Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 20

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 20
FScott Fitzgerald Gatsöy ninn mikli Framh I. kafli A þeim árum, þegar ég var yngri og næmgeðja, gaf faðir minn mér það ráð, sem ég hef gefið gaum aö upp frá þvi. — Hvert sinn sem þig langar til aö áfellast einhvern, sagði hann, — þá vertu þess minnugur að ekki hefur öllum i þessum heimi verið svo margt gefiö sem þér. Fleira sagði hann ekki, en á sinn hljóðláta hátt hefur jafnan rikt fágætur skilningur okkar á milli, og mér duldist ekki að i orð- um hans var margt fleira fólgiö. Af þessum sökum er mér ekki tamt að vera dómhvatur, og er það venja, sem lokið hefur upp fyrir mér hugarfylgsnum fjölda furðufugla, auk þess sem ég hef mátt umbera langsetur hinna leiðinlegustu manna. Andlega brenglaðir menn eru skjótir til að koma auga á þennan kost og færa sér hann i nyt, þegar það er heil- brigður einstaklingur, sem yfir honum býr, og þannig bar það til aö i menntaskóla var ég ómak- lega sakaður um að vera ekki all- ur þar sem ég var séður, enda kunnur leyndum hörmum sér- kennilegra og framandi manna. Ekki hafði ég þó leitað eftir trúnaði flestra þeirra, — oft hef ég þótzt syfjaður, sokkinn i eigin þanka, eða gert mér upp önugt áhugaleysi, þegar ég hef séö djarfa fyrir bliku hins innilega trúnaöar viö sjóndeildarhringi, enda er trúnaðarskraf ungra manna, eða aö minnsta kosti orð- lag þeirra oftast soðið upp eftir öðrum og fergt undir augljósri vanmetakennd. En að sitja á sér að dæma aðra, felur einnig i sér von um ákveöinn ávinning. Ég er sifellt uggandi um að fara ein- hvers á mis, ef ég skyldi gleyma þvi sem faðir minn sagði svo yfir- lætislega og ég endurtek hér af sama yfirlæti, að slikri vöggugjöf sem tilfinningunni fyrir þvi sem við á hverju sinni, er* mönnum deilt út að mismikilli rausfi. Aö lofræöu þessari um um- burðarlyndi mitt lokinni, ætla ég þó aö játa að þvi eru takmörk sett. Framkoma manna kann ýmist að vera sem klettur af bergi borinn, eða sem skánin yfir leirunni, en þegar ollu er á botninn hvolft hiröi ég ekki um hvort heldur er. Þegar ég kom austan að, siðastliðið haust, fann ég að kærast væri mér aö allir bæru einkennisbúning og stæðu réttir, búnir til þjónustu við gaml- ar dyggðir. Ég hafði fengið nóg af furðumyndun þeim, sem upp risa af glóðum trúnaöarmáls I myrkviðum mannshjartans. Að- eins Gatsby, maðurinn sem þessi bók hefur þegiö nafn sitt af, er hér undanskilinn, — Gatsby, sem þó var fulltrúi alls þess, sem ég hef svo einlæga andúð á. Ef lita má svo á að menn skuli meta eftir þvi hve margt þeim hefur vel tekizt, þá leikur varla vafi á að hann bjó yfir einhverju, sem sannarlega var frábærs eðlis, nokkurs konar göfgaöri næmi á fyrirheit lifsins, likt og hann væri skyldur þeim flókna tækjabúnaði, sem skráir jarðskjálfta I tiu þúsund milna fjarlægö. Þessi eiginleiki átti þó ekki skylt við þau vafasömu hug- hrif, sem dubbuð eru upp með nafni „skapandi gáfu,” — það var sú náðargjöf að glata aldrei von- inni, hæfileiki til að ganga svo heimamannlega um stigu hins rómantizka, að slikan hef ég ekki fundið meö nokkrum manni öðrum, né tel ég mig eiga þaö eft- ir. Nei, Gatsby stóð meö pálmann i höndunum að leiðarlokum: en það sem bar i sér endalok hans, þaö sem upp skaut I kjölfari drauma hans, var það sem um hrið bægði frá áhuga minum á vanda ráðvillinga og miklun fá- nýts hugarangurs. Fjölskylda min hefur verið áberandi og vel efnum búið fólk i þessari borg I miðju Vestur- rikjanna um þriggja kynslóöa bil. Carraway-fólkið er nokkurs konar ættbálkur, auðgaður ljóma gamalla hefða, þar sem viö eig- um ættir að rekja til hertoganna af Bökklötch, en raunverulegur faðir minnar greinar fjöl- skyldunnar var afabróöir minn, sem hingað kom árið átján hundruð fimmtiu og eitt. Hann sendi mann fyrir sig til her- þjónustu i Borgarastriöinu og stofnsetti heildsölu, sem verzlaði með járnvöru. Þessari verzlun veitir faðir minn forstöðu nú. Aldrei sá ég þennan afabróöur minn, en ég er talinn likur honum og er þar helzt visað til fremur óhönduglega gerðrar myndar i skrifstofu' föður mins. Ég út- skrifaðist frá New Havenárið 1915, aðeins aldarfjóröung á eftir föður minum, og litlu siðar tók ég þátt i að stöðva hið siöborna múghlaup Tevtóna, sem gefið hefur verið nafnið „Ófriðurinn mikli.” Lifði ég mig svo inn i slaginn, að þegar heim kom, var ég oröinn með öllu óstöðvandi. 1 stað þess aö vera hinn viökunnalegi miöpunktur til- veru minnar, komu M-vesturrikin mér nú fyrir sjónir sem sval- kaldur endi veraldar, — þvi ákvað ég að halda austur á bóginn og læra verðbréfaviðskipti. Allir sem ég þekkti stunduðu verö-1 bréfaviðskipti, svo ég þóttist vita að þessi atvinnugrein fengi rúmað einn einstakling enn innan vébanda sinna. Frænkur minar allar og frændur þinguðu um þetta mál, svo sem til stæði að kjósa mér heimavistarskóla og sögðu að lokum, — já, — ja, þvi ekki? — alvarleg og hikandi á svip. Faðir minn ákvað að veita mér fjárstuðning i eitt ár, og eftir nokkrar tafir komst ég austur, til frambúðardvalar, að ég bezt vissi. Þetta var áriö 1922. Þegar hér var komið sögu, varöaði mestu að finna sér sama- stað, en heitt var i veðri og ég ný- kominn frá landshluta, þar sem gnótt var viöáttumikilla engja og vinalegs trjágróðurs. Þvi virtist mér það einkar vel til fundið, þegar ungur maður á skrif- stofunni stakk upp á að við tækjum okkur hús á leigu I sam- einingu I einum grannbæjanna. Húsinu hafði hann upp á, veðraðri einlyftri byggingu, sem var leigð fyriráttatiu dollara á mánuði. En á siðustu stundu kallaöi fyrirtæki hans hann til Washington, svo að ég fluttist einsamall i sveita- sæluna. Hund átti ég, — að minnsta kosti þá fáu daga sem liðu, áður en hann hljópst aö heiman, — og gamlan Dodgebil, já, og finnska kerlingu, sem bjó um rúmið og eldaði mér morgun- verð, muldrandi einhverjar finnskar særingar, þar sem hún laut áfram yfir rafmagnselda- vélina. Að sönnu leiddist mér þarna fyrstu einn eöa tvo dagana. En þá bar það til að ég gekk fram á veg- faranda nokkurn, sem vék sér að mér. — Gætuð þér bent mér á leiðina til þorpsins við Vestra Egg, spurði hann i úrræðaleysi sinu. Ég sagði honum til vegar, og á göngunni fann ég ekki til ein- manaleika lengur. Nú var ég leið- sögumaður, sá er veginn visaði, sannur heimamaður. Af tilviljun haföi hann gert mig virkan borgara mins nýja umhverfis. Og svo var það sólskinið og laufið, sem breiddist út um grein- ar trjánna, jafn — óðfluga ng i kennzlukvikmynd, og ég fyllist þeirri gamalkunnu vissu, að með sumrinu hæfist lifið enn að nýju. Hér skorti hvergi á verkefni, þar sem lesturinn beið min og mikil var sú gnótt hreysti og heilsu, sem teyga mátti úr hinu ferska og æskuþrungna sumar- lofti. Ég keypti tylft bóka um banka og lánamál og leyndar- dóma réttrar fjárfestingar og nú stóðu þær á hillunni minni i rauöu og gullnu bandi, likt og spánnýii- dalir frá myntsláttunni, reiðu- búnar að ljúka upp þeim ljómandi leyndardómum, sem ekki höfðu til þess verið á vitorði annara en þeirra Midasar, Morgans og Maecansar. Og ég hafði gefið sjálfum mér loforö um að lesa fjölda bóka auk þessara. Ég þótti bókmenntalega sinnaður I skóla og eitt árið hafði ég ritað flokk afar settlegra en varla skemmti- legra greina fyrir Yale frétta- blaðiö. Nú var þaö ásetningur ‘ minn að hefja slikar iðkanir að nýju og komast I hóp þeirra fágætustu af öllum sérfræðing- um, hóp þeirra, sem hvarvetna eru með á nótunum. En slikt er ekki ávinningur einn, þvi hvað sem öðru lföur er æfinni auðveld- legar lifaö, þegar útsýni gefur að- eins til einnar áttar. Það var einvöröungu heppni að ég skyldi hafa leigt mér hús I einu hinna sérkennilegustu samfélaga I allri Norður Ameriku. Þetta var á hinni löngu og mjóu eyju, sem skagar beint til austurs frá New 20 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.