Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 32
 Winter Þrihjól. Velamos reiðhjól drengja og telpna. 20 með hjálparhjólum. Ódýr og góð hjól. * Öminn Spitalastig 8 — simi 14661 eeeeeeeeeeeeeeeeeee Peningar myndu ekki gera mér llfið bærilegra Anita Precious hafði verið i hamingjusamri sambúð með Raymond Atkinson i 7 ár. Þau höfðu bæði verið I hamingjulitlum hjónaböndum áður og höfðu veriö einmana og illa haldin, þegar þau kynntust. „Við töldum litla ástæöu til að gifta okkur. Raymond varð að sjá fyrri konu sinni og börnum far- borða, og þá var lltið eftir af pen- ingum. Stundum, ef launin voru litil, lét ég hann hafa af mlnum peningum, svo hann gæti borgað með börnunum. Það var i von um að geta þénað meira, sem hann fór á sjóinn”. „1 fyrstu ferðinni hans I fyrra var-söknuðurinn nær óbærilegur. Hann sendi mér símskeyti, bréf og blóm, og ég vissi, að honum leið ekkert betur en mér. A jólun- um varhann heima, og við nutum helgarinnar meö börnunum min- um þremur, sem þótti eins vænt um Raymond og hann væri faðir þeirra”. „1 vikunni, sem hann fór á sjó- inn, hitti ég vinkonu mina, en maðurinn hennar hafði drukknað skömmu áður. Ég samhryggðist henni — og nokkrum dögum siðar var ég á sama báti, og hún kom til að reyna að hughreysta mig. Maður trúir þvi aldrei aö þetta geti komið fyrir mann sjálfan. Ég sótti buxurnar hans i hreinsun og skóna til skósmiðsins og setti inn i skáp. Fötin hans eru öll á sínum stað, og ég mun ekki hreyfa við þeim”. „Nú verð ég að reyna að byrja upp á nýtt.... en hvernig? Börnin hafa tekið þetta mjög nærri sér, en vinir okkar hafa reynt að hjálpa okkur. Hann var svo róleg- ur og góður, og það fór aldrei styggðaryrði á milli okkar. Ég hefði ekki verið neitt hamingju- samari, þótt við hefðum gift okk- ur.... hann langaði til, aö við gift- um okkur á jólunum. Hann lang- aði til að eignast dóttur, þvi hann átti syni fyrir....” Þar sem Anita Precious var ekki lögleg eiginkona Reymond Atkinson fær hún engar bætur eöa lifeyri eftir hann. Meira aö segja tryggingin, sem hún tók fyrir hann og borgaði úr eigin vasa, rennur til löglegra ættingja hans. En hún kvartar ekki: ,,Ég á hon- um að þakka sjö beztu ár ævi minnar, og peningar myndu ekki gera mér lifið neitt bærilegra”. En hvernig sem tryggingamál- um einstakra sjómanna var hátt- að, þá hafa hjálparsamtök sjó- manna (Royal National Mission to Deep Sea Fishermen) stutt við bakið á fjölskyldunum og munu reyna að gera þaö, þar til konurn- ar giftast aftur og börnin eru orð- in sjálfbjarga. i 32 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.