Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 34
— Ég skal segja yöur þaB, ég skal segja yBur allt frá uphafi. — Frii Desgranges, sagBi David, — hvers vegna sögBuB þér mér þetta ekki, þegar viB hitt- umst i húsinu? Hvers vegna fóruB þér svona skyndilega i burtu? — Vegna þess aB ég varB aB hugsa um öryggi mitt, já, og yöar öryggi llka. Hún leit á særöa handlegginn. — Þaö viröist held- ur ekki hafa veriö ástæöulaust. Herra Hurst, ég var þarna i hús- inu um kvöldiö, eingöngu til aö hitta yöur, ég vonaöi aö þér mynduö koma. Ég frétti þaB hjá frú Pinet, siöasta leigjandanum, aB von væri á yöur. Þess vegna kom ég aftur um kvöldiö. Hún brosti, svoIitiB kaldhæönislega. — En svo, þegar þér komuö, komuö þér mér á óvart. Ég haföi búizt viB Englendingi, en þér töluöuö eins og Frakki. Ég hafði lært það gegnurrt árin, að vera tortryggin og Carrier er hættulegur maöur. En svo sögöuð þér mér hver þér voruð og ég var ekki i neinum vafa, þér eruð svo likur henni, þó aöýmislegtbendi á faðernið. Þótt ég væri komin þangað, i þeim til- gangi, að hitta yður, varö mér svo mikið um þetta, en siöar varð mér ljóst, hvað ég ætti að gera. Þér vissuö ekkert um uppruna yöar og mér fannst öruggara, að þér vissuö þaö ekki að svo stöddu. Ef ég heföi verið kyrr, heföuð þér haft sannleikann upp úr mér og Marcel Carrier hefði komizt að þvi aö þér vissuð þaö og hann hefði ekki hikað við að myrða yöur. Ég sé llka, aö hann hefur gert tilraun til þess. SAUMAVELIN 45 ára reynsla Kennsla innifalin Mjög fullkominn leiðarvisir á íslensku 4-5 gerðir yfirleitt fyrirliggjandi —- Það var Paul Derain, seni reyndi að drepa mig, sagði David — vegna þess, að hann hélt að ég væri sonur Marcels Carrier. Marcel heldur það lika, svo ég ætti ekki að vera I hættu staddur, haldið þér það? — Marcel þekkir sannleikann. Þér heitið lika Louis, það var lykilnafn Ians Richardson. Þér sýnduð honum kveikjarann, var þaö ekki? Hann kannaðist strax við hann. Jú, hann kom hingað til að fá sannleikann staðfestan, en hann vissi þetta allt fullvel. Nú er hann farinn aftur til Frakklands, bæði hræddur og hættulegur. Þér verðið að fara beint til Englands, þegar þér farið héðan, herra Hurst, annars stofnið þér lifi yðar i hættu. — Ef Ian Richardson var unn- usti Madeleine, sagði David, — hvers vegna hélt þá Marcel Carrier, að hann færi faöir minn? ■ — Ef þér hefðuð verið sonur hans. þá heföi það veriö vegna nauðgunar. Þau voru öll sem steinrunnin. Stjörf augu gamla mannsins hvlldu á David: gamla konan horföi i gaupnir sér og pilturinn deplaði augunum I sifellu, skiln- ingsvana. — Þessi gamli maður er faðir minn, hann skilur ekki frönsku. Konan er frænka min og hefur búið hjá mér I Frakklandi I mörg ár. Pilturinn er sonur minn. Þið þurfið ekkert að óttast af þeirra hálfu. Helen spurði. — Hver var það, sem fylgdi okkur hingað? Dökku augun beindust aö henni. — Hann er fráendi, sonur bróöur mins, sem er látinn. Ég sendi hann til að reyna að finna ykkur. Veitingahúsiö, sem þið fóruö til, er sá staður, sem allir heim- sækja. Vissi Marcel að við myndum koma? — Hann vissi það ekki, hann beiöekki heldur. Þegar hann fékk upplýsingarnar um réttan upp- runa herra Hurst, þá flýtti hann sér til Frakklands, til að tryggja sinar eigin varnir. • — En hvað um hótanir hans? spurði David. — Verðið þér sjálf örugg? — Ef þér farið beint til Eng- lands, er ég ekki i neinni hættu, sagði hún. — Ef þér segið lögreglunni frá þessu og getið safnað gögnum, þá er ég lfka örugg. En ef Marcel nær i yður og myrðir yður, þá verð ég að reyna að finna einhver ráð. David hallaði sér fram á borðið, náði i vinflöskuna og fyllti glasið sitt. — Segið mér alla söguna, sagði hann. Og frú Desgranges hóf sögu sina. Hún sagði þeim frá þvi að hún hefði fariö að heiman, farið frá Café Madrid til Frakklands. Það var fyrir strið. Þá hafði veit- ingahúsið staðið i blóma og hún hafði hjálpað til frá þvi að hún var barn. Hún hitti þarna margt manna, þar á meöal marga út- lendinga, sem voru þarna á ferðalagi, bæði i verzlunarerind- um og til aö skemmta sér. Þeirra á meðal var Marcel Carrier. Til hans fór hún i hjálparleit, þegar hún komst að þvi, að hún var meö barni. — Starfsmaöur hjá honum hafði látist af slysförum nokkrum mánuðum áður, maður, sem ekki átti neina ættingja, Desgranges að nafni. Ég dró ekki I efa, að þau plögg, sem Marcel Carrier út- vegaði mér, væru i lagi og I þeim var ég skráð ekkja Des- granges. Þetta gerði mér kleift að búa I Frakklandi og stunda heiöarlega vinnu við hússtörf hjá Herault lækni. Ég gat lika fengið frænku mina frá Spáni, til að lita eftir syni minum, meðan ég var að vinna. Þessi plögg voru grund- völlur lifs mins, en siðar komst ég að þvi, að þetta var allt byggt á i sandi. Ég komst að þvi siðar, að þau voru ekki öruggari en það, að hvenær sem var, gat ég átt það á hættu, að verða visað úr landi og jafnvel að fara i fangelsi. Ég hafði samþykkt þetta allt og nú varð ég lika að greiða fyrir það. Hún þagnaði andartak og benti piltinum, sem stóð við dyrnar, að koma með meira vin. Þau biöu öll, meöan hellt var i glösin. — Ég skal ekki dvelja lengi við þau hamingjuár, sem ég átti meö Heraultsfjölskyldunni, hélt hún svo áfram. — En ég verð aö segja, að Madeleine Herault var óvenju- lega aðlaðandi stúlka og öllum nema Marcel sjálfum varljóst, aðhún vildi aldrei lita við honum. En hann var svo sjálfsánægður og hrokafullur, aö hann vildi ekki skilja það. Hann reyndi jafnvel aö hafa I hótunum við hana og þaö gekk svo langt, að faðir hennar neyddist til aö visa honum burt, til að vernda hana fyrir ágangi Marcels. — Systir Marcels sagöi mér það, sagði David. — Sagöi hún yður lika, að hann reyndi að brjótast inn I húsið og hve vonlaust það var, aö koma honum I skilning um það, að Madeleine þoldi ekki návist hans. Hann var þá eins og óöur maður og það var I fyrsta sinn, sem ég sá hann I þvi ástandi. í annaö sinn, var þegar ólánið dundi yfir. — Voruö þér hjá Heraultsfjöl- skyldunni meðan.á striðinu stóð? Framhaldssaga eftir Anne Stevenson 34 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.