Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 21
York, — og þar sem lita má, auk annara furðuverka náttúrunnar, tvær afar fágætar jarðmyndanir. Tuttugu milur frá borginni skaga tvö risavaxin egg, samstæð að lögun og sem ekki eru aðskilin af öðru en litlum flóa, út i þá sævi sem lygnastir eru allra saltra vatna á vesturhveli jarðar, hin votu heimatún Long Islandsunds. Þaueru þó ekki fullkomlega ávöl, — likt og eggin i sögunni um Kólumbus eru bæði flöt fyrir um annan enda. En það hve lik þau eru hlýtur að vera máfunum, sem yfir þeim flökta, óþrotlegt undrunarefni. Þeim sem ekki hafa vængi kann að verða star- sýnna á hve gjörólik þau eru, þegar stærð og lögun sleppir. Ég bjó i Vestra Eggi, — i raun- inni þvi eggjanna, sem miður hafði tollað i tizkunni en hitt, þótt hér sé fremur yfirborðslega að orði komizt, þegar gefa skal i skyn þær mörgu og jafnvel skuggalegu andstæöur sem um var aö ræða. Húsið mitt stóð á bláoddi eggsins, aðeins fimmtiu metra frá sundinu, og þar var þvi þrengt niður á milli tveggja stór- hýsa, sem leigja mátti fyrir tólf eða fimmtán þusund dali á sumri. Húsið á hægri hönd mátti teljast stórfenglegt, hvernig svo sem á málin var litið, — það var i raun réttri eftirsmið raðhúss nokkurs i Normandi. Turn var á þvi öðrum megin, spánnýr og þakinn skrúði t vafningsviða og þar var sundlaug úr marmara og garðarnir breiddust yfir meira en fjörutiu ekrur. Þetta var heimili Gatsby. , Eða kannske væri nær að segja, þar sem Gatsby var mér ókunn- ur, þegar hér var komið sögu, að mér hafi veriö kunnugt um að þarna bjó heföarmaður einn meö þvi nafni. Hús mitt gat vist varla talizt sveitarprýöi á þessum stað, — en þar sem það var litið stakk sá ágalli ekki mjög' i augu og ég fékk óáreittur notið útsýnisins til sjávarins og til landareigna granna mins, — þessarar sálar- styrkjandi nálægðar milljónungs- ins, — fyrir aðeins áttatiu dali á mánuði. Handan hins mjóa sunds, spegluðust hvitar tizkuhallirnar að Eystra Eggi i sjónum, og saga þessa sumars hefst i rauninni kvöld það, þegar ég ók þangað yfir til að taka þátt i borðhaldi með fólki Toms Buchanans. Daisy var þremenningur að skyldleika við mig og Tom hafði ég þekkt i háskóla. Ég hafði veriö með þeim I tvo daga i Chicago eftir striðið. Húsbóndi þessa heimilis hafði verið einn sá frábærasti liðs- maður, sem nokkru sinni kom við sögu knattspyrnu i New Haven, að öðru likamlegu atgervi hans ógleymdu. Hann hafði verið nokkurs konar þjóðhetja, þess konar maöur, sem nær slikum frama um tvitugs — aldur, að allt sem hann tekur sér fyrir hendur upp frá því ber keim afturfarar. Fjölskylda hans var forrik, — og jafnvel á skólaárunum fór mikið orð af öllu þvi fé, sem hann hafði úr að spila. En nú hafði hann kvatt Chicago og haldiö austur á bóginn og skorti hvergi á reisn þeirra flutninga. Til dæmis flutti hann með sér nokkra pólóhesta frá Lake Forest, og það var erfitt að gera sér grein fyrir hvernig maður á minum aldri hafði efni á sliku. Ekki veit ég hvi þau fluttust austur. Þau höfðu dvalizt eitt ár i Frakklandi, án sýnilegrar ástæðu og siðar verið á flakki til fjöl- margra staða, þar sem fólk kom saman, lék póló og velti sér sameiginlega i auðæfum sinum. Daisy hélt þvi fram i simtali, sem ég átti við hana, að þau ætluðu að setjast hér að, þótt ekki gæti ég lagt trúnað á það. Áð visu kunni ég ekki skil á hugsanagangi hennar, en ég þóttist geta haldið þvi fram með nokkurri vissu að Tom mundi halda áfram að leita spennu þeirrar og hreyfingar, sem hann máttihverfa frá, þegar árum knattspyrnumennsku hans lauk. Þannig bar það til aö kvöld nokkurt, I hlýjum sumarþey, ók ég yfir að Eystra Eggi, til að heilsa upp á tvo gamla kunningja, sem ég þó varla gat sagt að ég þekkti. Hús þeirra var jafnvel enn stórfenglegra en ég átti von á, glaðleg rauð og hvitmáluð bygging i stil þeim, sem tiðkaðist á nýlendudögum I Kólumbiu, og sneri húsið út að sundinu. Flötin nam þeim fjórðungi úr milu, sem var frá ströndinni upp að aðal- dyrunum, og þar gaf að lita sólúr, hellulagða stiga og blómstrandi garða, en þegar heim að húsi kom, bjartleit vinviði, sem liðuðust um húsveggina, svo sem samræmi og lif þessa alls þægi kraft sinn þaðan. A framhlið hússins var röð af frönskum gluggum og sló á þá gullnum glampa, þar sem þeir stóðu á gátt i heitu kvöldveðrinu. Tom Buchana stóð gleiðfættur i úti- dyrum, klæddur reiðfötum. Hann hafði breytzt, frá þvi á dögunum i New Haven. Hér gaf að lita þrekinn mann um þritugt, með hörgult hár, fremur harð- leitan til munnsins og öruggan i framgöngu. Augu hans leiftruðu af sjálfsþótta, og svo virtist næst- um sem hann hallaði sér áfram, viðbúinn til árásar. Jafnvel ekki hið ókarlmannlega snið reiöfat- anna fékk dulið þá feiknaorku sem þessi skrokkur bjó yfir. Gljá- andi stígvélin féllu svo þétt að digrum kálfunum, að -reimarnar sýndust ætla að slitna, og hreyfingar axíavöðvanna leyndu sér ekki undir þunnum jakkan- um. Þetta var skrokkur lyftingamanns, — reglulegur heljarskrokkur. Rödd hans var há og rám og samræmdist vel áreitnfsbrag þeim, sem hann bar með séc. I henni mátti greina föðurlegt yfir- læti, jafnvel þegar hann ræddi viö þá sem honum féllu vel i geð, — og margur var sá maðurinn i New Haven, sem hataði i honum gor- geirinn. — Nú, láttu þér ekki detta i hug að skoðun min um þetta mál þurfi að vera hárrétt, — þótt ég sé þér sterkari og meiri háttar, virtist hann segja. Viö vorum af sama skólaárgangi, en samband okkar var aldrei náið. Þó þótti mér jafnan sem honum likaði vel við mig og. æskti hins sama af mér, þótt með þeim hrjúfa þumbarahætti væri, sem honum var eiginlegur. Við ræddum saman i sólinni hjá garðhliðinu i nokkrar minútur. — Hér hef ég komiö mér nokkuö þokkalega fyrir, — sagði hann og leit sem fljótlegast I kring um sig. Hann tók um handlegg mér og vék mér til, um leið og hann sló út hendi I átt til hins fagra útsýnis, og undir breiðan lófann bar italska garðinn, hálfa ekru af ilm- þungum rósum og mótorbát meö þverstefni, sem hófst og hné á bárunni, úti fyrir fjörunni. — Demaine átti þetta, oliu- kóngurinn. Hann vék mér enn til, kurteislega en einarðlega — Komum nú inn. Við komum I viðáttumikið and- dyri og þaðan i bjartan bleik- málaöan sal, og voru franskir gluggar á endum hans. BAÐSKÁPAR r.-i.i ir. i, „ frá C , Carrara.Matta nýkomnir i miklu urvali J. Þorláksson & Norðmann aldssaga 45. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.