Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 38
segja sannleikann, það verður einhver til að trúa mér. — Það mun enginn trúa þér, sagði hann, — það er ég, sem stjórnaði andspyrnuhreyfingunni til sigurs. Þú ert útlend kona. Hver heldurðu að trúi frekar þin- um orðum en mínum? Þú hefur heldur engin sönnunargögn. Ég sagði: Þjóðverjarnir hafa ábyggilega haldið skýrlsubækur. — Það er búið að brenna þær allar, sagði Marcel. — Það gerðu þeir áður en þeir fóru. Læknirinn andvarpaði. — Jæja, svo þetta er þannig, svik ofan á svik. Þú hefur verið sjálfum þér samkvæmur. En svo er það morðið á Ian Richardson og nauðgun dóttur minnar. — Það voru Þjóðverjarnir, sem skutu Ian Richardson. Og hvað sem dóttir þin hefur sagt, þá er það imyndun taugaveiklaðar konu.Ég veit,aðhún erekki dáin. Ég hitti konu i dag, sem sagði mér, að hún hefði farið frá bú- garöi her i grennndinni, með Simone. Hún sagðist hafa séð, að Madeleine var barnshafandi. Ég vil fá að vita hvar hún er. Ég vil na i þetta barn, það er mitt barn. — Faðir þess barns var Richardson. Þú munt aldrei hafa upp á þvi. Þegar það fæðist, verður búið að taka þig af lifi fyrir morð. — Það eru engar sannanir, sagði Marcel. — Madeleine hefur sannanir, sagði læknirinn. — Madeleine lifir það ekki, að bera vitni, sagði Marcel. Hann var kuldalegur en ákveðinn, hérra Hurst. Og hann var sannar- lega sannfærandi. Herault læknir sagði: —Ég hélt það væri barnið, sem þú hefðir áhuga á, er það ekki? — Það verðurkaup kaups, sagði Marcel. — Ég hugsa fyrst um mitt eigið öryggi. En ég skal ná i þetta barn. Ég skal finna hana. Þú getur valið. Hún skal fá að halda lifi, ef ég fæ barnið, annars munu þau bæði týna lifinu. — Ef ég hefði byssú , sagði læknirinn, myndi ég skjóta þig með köldu blóði núna á stundinni, — Eftir daginn i dag, munt þú ekki ná i mig, en ég verð alltaf fær um að ná til þin, til ykkar. Ég hefi einhver ráð til aö þagga niður i ykkur. Og með þessum hótnum gekk hann út. — Við trúðum honum, við vorum viss um, að hann myndi standa við orð sin — Eftir það var ég hjá læknin- um, þangað til hann dó. Hann gekk með krabbamein og átti skammt eftir ólifað. Hann sagði Með lleimilislrýggiflgu er innbú yðar m.a. tryggt gegn eldsvoða, eldingum, sprengingu, sótfalli, snjóskrióum, aurskrióum, foki, vatnsskemmdum, innbrotsþjófnaói o.fl. í Iflcimilistryjggingu er innifalin ábyrgóartrygging fyrir tryggingataka maka hans og ógift börn undir 20 ára aldri. enda hafi þessir aóilar sameiginlegt lögheimili. Tryggingarfjárhæóin er allt aó kr. 1.250.000.- fyrir hvert tjón. í Heimilisflryggingu er örorku- og dánartrygging húsmóóur og barna yngri en 20 ára, af völdum slyss eóa mænuveikilömunar. Örorkubætur fyrir húsmóöur og börn, nema kr. 300.000.- fyrir hvert þeirra vió 100% varanlega örorku. flfleimilistrygging Samvinnutrygginga er nauðsynleg trygging fyrir öll heimili og fjölskyldur. SAMVirVNUTRYGGINGAR ARMÚLA 3 - SlMI 38500 Missið ekki fótanna Dynjandi sf; Skeifunni 3H ' Reykjavik Simar H-26-70 & 8-26-71 Hælkappi JALLATTE S.A. Svamppúöi Fóður Yfirleður fi- fi- &• Sterkur blindsóli llstoð Jallatte öryggisskórnir Ivétlir og liprir. Leöriö sérstaklega vatnsvarib. Stálhetta yfir tá. Sólinn sobinn án sauma. Þolir hita og frost. Stamur á is og oliublautum gólfum Hagstætt veró — Senrium um allt land. q Stáltáhetta q Svamptápúöi 0 Ytri sóli ■ ■ a u p b n labeur SOFTAHFE Þolir 25 þúsund Wolta spennu mér, aö hann hefði haft samband við Madeleine, hún væri hjá Simone. Hann sagði mér llka, að hún væri veik og mjög ósennilegt að hún myndi lifa af barnsburð- inn. Hann vildi ekki segja mér hvar þær voru, sagðist hann gera það öryggis míns vegna. í janúar fór hann i burtu og þegar hann kom aftur, sagði hann mér, að Madeleiné hefði alið son, en látist af barnsförum og að Simone ætlaði að fara með barnið til Eng- lands. Foreldrar barnsins voru látin og hann, afinn, var deyjandi. Það var enginn í Frakklandi, sem gat varið barnið fyrir Marcel, svo það var ákveðiö að drengurinn yrði alinn upp i Englandi, sem sonur Simone og Maurice Hurst. Simone hafði lofaö, að láta engan vita um raunverulegan uppruna drengsins. Þau höfðu komiö sér saman um eitt, það var að læknir- inn ætlaði gegnum Simone, að arfleiöa hann að eignum sinum i Frakklandi, svo hann gæti, þegar þar að kæmi, ákveðið sjálfur, hvort hann vildi koma til Frakk- lands og vitja franska arfsins. Þér ákváðuð það, herra Hurst,- þér komuð, til að vitja arfsins. — Og ekkert var gert, til að refsa Marcel fyrir glæpi hans? — Læknirinn vissi að það var tilgangslaust. Marcel Carrier var álitinn hetja og þaö þýddi litið fyrir mig, spænska umkomulausa konu, að ásaka hann. Marcel var búinn að fullvissa alla um að Þjóðverjarnir hefðu skotið Ian Richardson.' Það hefði aðeins. verið Madeleine ein, sem hefðí- getaðásákað hann. En Madeleine var dáin. Það eina sem læknirinn gat gert, var að segja Marcel, að Madeleine væri dáin og að barnið hefði dáið líka. Við vissum aldrei hvort Marcel trúði honum. Helen sneri sér að David. — Svo það verður þitt hlutskipti, David. — Já, svaraði hann, — það verður mitt hlutskipti. Um nóttina sváfu þau I her- bergi uppi á lofti, svo fornfánlegu, að það brakaði i hverri brik. Eftir að þau höfðu boröaö vel um kvöldið, vísaði Maria Gomez þeim á herbergiö. Helen vissi aö þetta var hjónaherbergi fjöl- skyldunnar, svo það var ekki lítill heiður, að fá að vera þar. — Jæja, sagði Helen, þegar þau voru orðin ein. — Trúir þú sögu hennar? Þaö var ein ljósapera I loftinu og ljósiö var svo dauft, úö það lýsti aðeins yfir rúmiö. David stóö við gluggann og horföi út i húsa- garðinn. Hún sá ekki svipinn á honum. — Já, sagði hann hljóðlega, — ég trúi henni. Hann sneri sér við. — Gerir þú það ekki? Hún settist á rúmstolíkinn. — Marcel er trúandi til alls, er það ekki? Það er erfitt að hugsa sér- þaö um mann, sem maöur hefur þekkt svo lengi. En ég trúi henni samt og þó finnst mér, aö það veröi erfitt að sanna þetta. Framhald I næsta blaði 38 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.