Vikan


Vikan - 26.12.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 26.12.1974, Blaðsíða 11
Kvöldskóli Elsku Póstur! Get ég fariö i kvöldskóla næsta vetur? Ég meina, hvort hleypt sé inn krökkum, sem eiga kost á þvi aö fara i aöra skóla? Ég er fimmtán ára og á aö fara i fjóröa bekk næsta vetur. Ég borga skólann minn alveg sjálf, en þetta er bara svo dýrt fyrir mann. Er kvöldskóli alla vikuna? Hvert á maður aö snúa sér, ef maöur ætlar i kvöldskóla I Reykjavik? Hvenær hefst hann, og hvenær endar hann? Er ódýr- ara að vera i kvöldskóla en venju- legum skóla? Hvaö kostar yfir- leitt aö leigja eitt herbergi i Reykjavik nú orðið, og er erfitt aö fá herbergi þar? Hvort er erfiö- ara aö vera fjóra vetur i versl- unarskóla eöa menntaskóla? Lærir maöur nokkuö eölisfræöi þá? Eru ekki valgreinar i versl- unarskólunum? Eru bara tveir verslunarskólar á landinu? Getur maöur fariö beint i verslunar- skóla þegar maður er búinn að ná gagnfræöaprófi? Hvernig er staf- setningin og skriftin, og hvaö lestu úr henni? Orvhenta skyttan Þér er nú svo mikiö niöri fyrir, aö þaö er jafnvel erfitt aö skilja sumar spurningarnar þinar, t.d.: Lærir maöur nokkuö eöliffræöi þá? þá hvenær og hvar mein- aröu? Þú ræöur auövitaö mestu um þaö sjálf, hvaöa nám þú vilt stunda, þegar skyldunáminu er lokiö, en ekki hef ég trú á þvf, aö kvöldskóli i Reykjavík sé heppi- legasta leiöin. Þar sem þú hefur timann fyrir þér, legg ég til, aö þú setjist niöur og skrifir skólastjór- um Verslunarskólans i Reykjavik og Samvinnuskólans aö Bifröst og leitir upplýsinga hjá þeim um námsefni og námsfyrirkomulag, inntökuskilyröi og fleira. Einnig skaltu kynna þér námsefni menntaskólanna, svo aö þú sért nokkuö viss um aö velja rétt. Um kvöldskólanám I Reykjavik skaltu leita upplýsinga á Fræösluskrifstofu Reykjavikur, en þaö var engin leiö aö sjá, hvaö þú heföir helst I hyggju aö nema i kvöldskóla, ef til kæmi. Þaö er vissulega dálitiö dýrt aö leigja herbergi I Reykjavik, ég hef heyrt töluna 3.000.00 og 12.000.00 á mán. og allt þar á milli. Stafsetning er góö, nema þaö er ekki ypsilon i leigja. Skriftin væri ágæt, ef þú flýttir þér ekki svona mikiö, hún lýsir eljusemi, en jafnframt mættiröu temja þér svolitiö meiri hófsemi. . © Bull's GÖÐATÚNI 2 - GAROAHREPPI -SÍMI44160 Blóm, aöventukransar, skreytingar. Kransar, krossar. Kerti og alls konar gjafavörur. BLOMABUÐIN Skolavorö nstig, vill segja fra Það er vel geri sem við gerum sjálfar — . *. .* Hannyrðavörur frá Jenný prýða heimilið HATTA- 0G HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný Sendum litmyndalista ( pósti ef óskaö er. Skrifiö eða hringiö. - Svo eruð þið auðvitað veikomnar. * OPIÐ A LAUGARDOGUM FRÁ 9-12. Skólavörðustig 13« - Sími 19746 - Pösthólf 58 • Reykjavík 52. TBL.VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.