Vikan


Vikan - 26.12.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 26.12.1974, Blaðsíða 43
VIÐAÐ BÖRNUM OKKAR? Hús, hús, stærra hús. Aukavinna, yfirvinna og næturvinna — allt fyrir húsið, þakiðyfir höfuðið. Kapphláupið1 um að koma sér sem best fyrir, betur en nágranninn, tröllriður gervöllu þjóð- lifinu. Hlaup við að borga af lánum og slá vixla taka timann sinn. Engin furða, þótt okkur gleymist iðulega hverjir eiga að búa i húsunum, sitja i sófunum og pissa i klósettin. Og oftast gleymast þeir, sem sist skyldu, yngstu meðlimir fjölskyldunnar — börnin okkar, sem við teljum okkur svo oft trú um, að við hlaupum i kapp fyrir. Þessari opnu er ætlað að minna okkur á, hvernig húsbúnaður og innréttingar kæmu börnunum okkar best. Takið sérstaklega eftir salerninu! Viljið þið láta - setja ykkur upp i þvilikt hásæti til þess að gera þarfir ykkar til baks og kviðar? Slikt er gert blygðunarlaust við varnarlaus börnin! 52. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.