Vikan

Issue

Vikan - 17.04.1975, Page 12

Vikan - 17.04.1975, Page 12
posturinn Svikulir vinir Elsku Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en nú læt ég veröa af þvi og skvetti á þig nokkrum spurn- ingum. 1. Hvernig á ég að fara aö þvi að eignast góöa vini, sem ég get treyst fyrir ýmsu? Ég á glás af ýmsum „vinum”, sem eru svo svikulir og ógeðslegir, að mér býður viö þeim öllum. 2. Ef ég sendi smásögu til ykkar, birtið þið hana þá, ef hún er ágæt? 3. Hvað merkja nöfnin Anna, Magnús og Sigriður? 4. Eru til konur, sem aldrei byrja á túr? Er hægt að koma þvi af stað með einhverju móti? 5. Er poppkorn fitandi? 6. Hvenær var Vikan fyrst gefin út, og hvað kostaöi hún þá? 7. Viljiö þið birta litmynd af Albert Hammond, ef þið timið plássi i blaðinu? 8.1 hvaða merki er sá, sem sér um Póstinn? Hann er stórfinn maður og alls ekki þröngsýnn né gamaldags. 9. Hvaða merki passa best við meyjuna? Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Hvað gerið þið annars við bréfin, sem þið birtið ekki? Varla komast þau öll fyrir I einni rusla- körfu, eins og allir halda. Virðingarfyllst, Sigga. Það vefst nú fyrir mér að kenna þér að eignast vini. Þó finnst mér liggja i augum uppi, að sá, sem vill eignast vini, verði sjálfur aö leggja talsvert af mörkum. Vinátta byggist á sameiginlegum skoðunum og áhugamálum og kannski fyrst og fremst tryggð. Takist þér að komast i gott sam- band við einhvern meö svip- aðar skoðanir og áhugamái og þú hefur sjálf, þá sýndu þeim hinum sama sanna vináttu og tryggð, og væntanlega hlýturðu vináttu að launum. Og haltu þig frá „svikulum og ógeðsiegum „vinum”, sem þér býöur við”. 2. Já, EF hún er ágæt. 3. Anna var upphaflega hebreskt nafn og merkti náð. Magnús er komiö af latneska orðinu magnus, sem þýðir mikill. Sigriöur er sú, sem sigur verndar. 4. Ég er nú ekki nógu vel að mér til að svara slíku afgerandi. Það er hins vegar ekki vafamál, að ef eitthvað er óeölilegt við þessa starfsemi hjá konum, þá ciga þær að leita læknis og það fyrr en siöar. 5. Já. 6. Vikan kom fyrst út 17. nóvember 1938 og kostaði þá I lausasölu 40 aura, en áskriftar- gjaid á mánuði var kr. 1.50. 7. Ég skal spyrja Edvard að þvi, hvort hann á litmynd af Albert Ilaihmond — þvi þetta er væntanlega einhver poppstjarna, eða hvað? 8. Ums jónarm aður Póstsins veitir engar upplýsingar um sjálfan sig, enda er það ekki hann, sem skiptir máli, heldur bréfritarar. 9. Naut, krabbi, steingeit. Skriftin er bara læsileg, þótt hún sé nokkuö óregíuleg. Ég gæti trúað, að þú værir 14 ára, dálitiö örgeöja, en raungóð. Bréfin fara vissulega í rusla- körfuna. Ég gerði nefnilega þá stórkostlegu uppgötvun, að rusla- körfur er hægt að tæma, þegar þær eru orönar fullar. Þú ættir að athuga það við tækifæri. Þakka þér svo fyrir þessar fallegu visur, sem þú sendir. Ættaróðalið Góða Vika! Þið, sem leysiö flest vandamál og ansið flestu kvabbi, enda eigið vináttu 50% þjóöarinnar, gerið mér nú stóran greiða. Nú eruð þið byrjaðir með nýja sögu i Vikunni, sem heitir Ættaróðalið, segið mér nú hjá hvaða bókaforlagi þessi bók kom út. Mig langar i hana, þvi að hún lofar góöu, og þessa bók verð ég aö fá, og þiö eigið aö hjálpá mér til þess. Ekki segja, að það sé ekki hægt, þið megið til að bjarga mér. Ég er snar- brjálaður i allar bækur, sem ég held að séu skemmtilegar, og þessi virðist lofa góöu. Þessa bók vil ég ekki eiga i smáskömmtum. Ég á fleiri hundruð bækur og ætla nú að sjá, hvað þið getið verið lið- legir með þessa bók. Blessaðir, Þorleifur. Þvi miður get ég ekki hjálpað þér I þessu máli, Þorleifur. Þessi saga hefur ekki verið gefin út hérlendis, viö fengum hana erlendis frá, og ég held hún hafi þar aðeins birst sem framhalds- saga I blaði eins og hjá okkur. Kæri Póstur! Geturðu frætt okkur um eftir- farandi: Er engin verslun hér i bænum, sem verslar með notaðar hljómplötur? Og hvar er hún þá til húsa i borginni? Svo er það önnur spurning: Hvaða menntun þarf maður að hafa til að komast i sjúkraliðanám? Að endingu þessi sigilda: Hvernig er klóriö, og er nokkuö hægt að lesa úr þvi? Jóa og Sigga. Sú hugmynd, að fólk gæti skipst á notuðum hljómpiötum, er ekki svo vitlaus, en það hefur vist enginn hrundið henni i fram- kvæmd ennþá. Að minnsta kosti gat ég ekki haft upp á slikri skipta verslun fyrir ykkur. Sjúkraiiðanemi þarf aö hafa iokið skyldunámi. Klóriö er ekkert klór; heidur allra snotrasta rit- hönd, og sú, sem hana skrifar, er ekki gjörn á að rasa um ráö fram, heldur vill hafa sitt á hreinu i hvcrju máli. 12 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.