Vikan

Issue

Vikan - 17.04.1975, Page 25

Vikan - 17.04.1975, Page 25
Viö Tony og Jason erum eins og hver önnur venjuleg fjölskylda núna, en sárin vegna Emmu verða lengi að gróa. freista þess þá að setja gervilokur Ihjarta hennar í stað þeirra, sem fyrir voru. En þegar vikurnar liðu og henni hrakaði stöðugt, var augljóst, að hún myndi aldrei lifa I ár, svo að ákveðið var að gera á henni skurðaögerð, þegar hún var þriggja mánaða. Ég leit á barniö mitt, sem barð- ist við aö ná andanum, hörundið var bláleitt, og ég sagði: „Nei. Ekki leggja það á hana. Ef hún á að deyja, leyfið henni að deyja fljótt.” En allir voru svo hand- vissir um aö skurðaðgerðin væri hið eina rétta, að ég lét undan og reyndi að hrista dauðagruninn af mér. Ég sá vonarvott — litinn bleiklitan fót. Ég lagði hart að læknunum aö segja mér, hvaöa möguleikar væru á þvl, að Emma kæmist til heilsu, svo að ég gæti gert allt, sem I mlnu valdi stæði til þess að hjálpa henni. En þeir gátu ekki sagt mér ýkja mikið. Eldri börn höfðu lifað aögeröina af og komist til heilsu, en slik aðgerð hafði aldrei verið gerð á svona litlu bami. „Það er svolltil von,” var allt, sem þeir gátu sagt. Við létum skeika aö sköpuðu, og Emma liföi aögeröina af. En það varharla erfitt aö trúa þvl, aö að- gerðin heföi tekist vel, þegar við fórum til hennar á eftir. Báðir handleggirnir á henni voru bundnir, svo að hægt væri aö gefa henni i æðarnar. A enninu á henni haföi verið komið fyrir tæki, sem tók yfir vitin og hjálpaöi henni að anda, og likami hennar var vaf- inn innan I bómull til þess að halda á henni hita. Eini vonarvotturinn um að hún kynni að verða heilbrigö var ör- smár bleikleitur fótur — bleikleit- ur eins og á öðrum börnum, en ekki blásvartur — hann stóð út úr bómullarstranganum. Ég grét og grét yfir þessum fæti. Læknaliðið virtist sannfært um, aðnú færihenni að batna, og um skeið var hún betri. Hún gat legiö út af án þess að fá kvala- köst, hún andaöi reglulega, og hún fór meira að segja að skriðá um og leika sér við Jason. Ég hafði ekki fengið af mér aö taka pelann af Jason, og oft lágu þau hliö við hlið og tottuðu pelana slna. Þegar Emma var búin úr slnum, danglaði hún honum I höf- uðið á Jason og reyndi að taka hans pela af honum. Hann gretti sig framan I hana, en hann svar- aði ekki I sömu mynt, og hann tók pelann aldrei af henni. Hann var svo stoltur af henni, að hann heföi gefiö henni hvaö sem vár. Hræðilegt augnablik — hún náði ekki andanum. Tony var yfir sig ánægður yfir framförinni og sannfærður um, að Emma yrði heilbrigt og eðli- legt barn. Ég reyndi að taka þátt I hamingju hans og hrista af mér óttann, en mér var það um megn. Ég gat ekki einu sinni glaðst eölilega, þegar mér var sagt, að uppskurðurinn heföi gengið að óskum. Ég held, að ég hafi þá þegar vitað, að ég fengi aðeins frest — ég myndi missa Emmu fyrr eða slðar. Ég varð stöðugt vissari og viss- ari um þetta, en ef ég minntist á það við aðra, var mér alltaf sagt, að ég mætti ekki láta sllka hugar- óra ná tökum á mér. Emma bæri þess greinileg merki, að hún væri á batavegi. En ég var svo nátengd henni, að ég sá, að ekki var allt með felldu, jafnvel þótt hún liti vel út. Nokkrum vikum eftir upp- skurðinn fóru að myndast þykk- ildi undir húðinni á Emmu, og hún þurfti að gangast undir að- gerð vegna þess. Það var eins og læknarnir hefðu himin höndum tekið, því að þeir höfðu ekki feng- iö sllkt tækifæri I allt að hálfa öld. En þetta þýddi enga sælu fyrir Emmu. Hún varð að fara aftur á sjúkrahúsið, gangast undir fleiri rannsóknir, fá fleiri sprautur. Mér fannst hún vera orðin eins konar tilraunadýr. Eftir sjúkrahúsleguna fór henni að hraka jafnt og þétt. Ég sá hve áhyggjufullur Tony var orðinn. Eftir fjóra eða fimm mánuði var alltkomið I sama farið aftur. Hún var of veikburða til að gráta, og hún átti erfitt með andardráttinn. Einu sinni hætti hún að draga andann I fanginu á mér. Ég hristi hana skelfingu íostin og stakk fingri ofan i kok á henni. Hún hikstaði og fór að anda aftur. Ég baröist fyrir lífi hennar af eðlis- ávlsun einni saman. Hefði ég hugsað mig um andartak, veit ég ekki, nema ég hefði leyft henni að deyja. Oftast var Jason ánægður, þó að ég gæfi mig nær eingöngu að Emmu, en stundum togaði hann I mig og sagði: „Mamma, láttu Emmu eiga sig og talaðu við mig.” Einn daginn kom hann hlaup- andi til mln upp á loftið, þar sem ég var að skipta á Emmu. Hann kallaði: „Ljós, mamma, ljós.” Ég hafði ekki hugmynd um, hvað hann átti við, fyrr en ég fann brunalykt. Þá þaut ég niður og kom að vagninum hennar Emmu logandi. Við vitum ekki ennþá, hvað kom fyrir I raun og veru, en ég þykist viss um, aö Jason hafi að- eins verið að segja mér, að hann væri barn líka og þarfnaöist mln. En Emma þarfnaðist mln enn frekar, og ég gat ekki gefið mig nóg að honum. Móðir mln gætti Emmu eitt síð- degiö, þegar ég fór í búðir, og þegar ég hringdi til þess að láta hana vita, aö ég færi alveg að koma heim, sagði hún skjálfrödd- , uð: „Þaö er vissara fyrir þig að flýta þér. Emmu hefur versnað.” Þegar ég kom heim, lá Emma I legubekknum. Það var eins og hún gæti hvorki hrært legg né liö, og ég sá undireins, að ég gæti ekki gert neitt fyrir hana sjáll. Ég fór meö hana á sjúkrahúsið, þar sem læknarnir komust að þvl, að ein hjartalokan var hætt að virka og auk þess, að járnmagnið I blóði Emmu var hættuíega litið. Lækn- arnir fóru þegar i stað að tala um annan uppskurð og sýndu mér sterkari lokur, sem þeir myndu setja I hjartað. Ég afbar varla að hlusta á þá. Þegar haustar og laufin falla af trjánum, er ekki hægt að tina þau upp og setja þau aftur á trén. Mér fannst hið sama gilda um Emmu. Llkami hennar var alsettur ör- um og stungum eftir allar spraut- umar, sem hún hafði fengið. Og á brjósti hennar var stórt ör, sem ég þoldi varla að sjá, þvi að ég vissi, að það hafði aðeins haft það eitt I för með sér að lengja þján- ingar hennar. Mér fannst rangt að leggja annan uppskurð á hana, enda var ég sannfærð um, aö hann væri jafn vonlaus. Ég reyndi að tjá hugsanir min- ar og móta þær I orð, en enginn virtist skilja mig. Læknarnir höfðu sannfært Tony um, að það væri ósanngjarnt gagnvart Emmu að gera ekki aðgerðina. „En við brjótum gegn vilja guðs,” sagði ég full örvæntingar. „Við látum þá hafa hana að til- raunadýri. Ef hún á að deyja, er rangt af okkur að draga þjáning- ar hennar á langinn.” Erfiðasta ákvörðun lifs mins. En Tony leit öðruvisi á þetta. Hefði guð gefið læknunum mátt til þess að hjálpa, hlaut að vera rétt að leyfa þeim að gera þaö. Gegn betri sannfæringu lét ég undan — og þegar við sátum og biöum á sjúkrahúsinu — I átta endalausar klukkustundir — var sjálfsásök- unin að buga mig. Þegar við sáum hana að lokinni aðgerðinni, var hún svo magn- vana og hjálparlaus, að þótt ég heföi gert mér einhverjar vonir, hefðu þær allar orðið að engu á sama andartaki. Ungur læknir var I stofunni, þar sem hún lá, og hann hristi höfuðið alvarlegur á svip, þegar ég spurði hann um horfumar á bata. „Hve lengi getur hún lifað — I tvö ár?” spurði ég. Hann sagði, að það væri óllklegt — sennilega myndi hún ekki lifa nema I sex mánuði. Þegar fór að brá af Emmu eftir uppskurðinn, og læknarnir fóru að tala um að senda hana heim, vissi ég, að ég yrði aö horfast I augu við erfiðustu ákvöröun llfs mlns. Ég haföi hugsað um það vikum saman og kvalist af áhyggjum vegna þess, og nú var ég sann- færð. Það yröi best fyrir okkur öll, að Emma kæmi ekki heim aftur. Þaö myndi krefjast alls starfs- þreks mlns að annast hana veika, og ég hefði enga umframorku til að gefa mig að Jason og Tony. Ég vissi, að ég yrði að fóma ööru baminu mínu — dóttur minni, sem bráðum hlaut aö deyja, eöa syni mlnum, sem átti allt llfið framundan. Ég vissi, aö Jason bæri þess 16. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.