Vikan

Útgáva

Vikan - 30.10.1975, Síða 14

Vikan - 30.10.1975, Síða 14
Mitch og Blanche hrífast hvort af öðrt/. Röbert Arnfinrtsson og Þóra Rriðriksdóttir. ,,Þctta er óskaplega hrífandi en hryllilcga grimmt á köflum.” Þessi orð Þóru Friðriksdóttur leikkonu, scm hún hcfur látið falla um leik- listina og leikhúsið, eiga ekki síður við um leikritið, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu með henni í aðal- hlutverki. Tcnnessee Williams höfundur Sporvagnsins hefur lcngi verið meðal fremstu leikritahöfunda Bandaríkj- anna. Leikrit hans eru ofsafengin og átakamikil, enda kveðst hann ekki geta hent rciður á fólki í hversdags- legum kringumstæðum. Sporvagn- inn Girnd er það leikrit Tennessee Williams, sem hvað frægast hefur orðið, og var því ekki seinna vænna að sýna það íslenskum leikhúsgest- um. Virðist það enn eiga erindi á svið, þótt liðin séu nær þrjátíu ár frá þvl það var samið. Aðalhlutverkið er sem fyrr segir I höndum Þóru Friðriksdóttur, og hefur hún hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Blanche Dubois. I leikskrá er Þóra kynnt með nokkrum orðum, og þar er hún meðal annars spurð, hvert sé hennar erfiðasta hlutverk til þessa. ,,Tvímælalaust þetta”, svarar Þóra. ,,Hlutverkið er óvenju orðmargt, kvenhlutverk gerast vart stærri, allar þær svipt- ingar, sem gerast í persónunni, eru erfiðar. Mér finnst erfiðast að lýsa sjálfsblekkingunni, því hversu klofin persónan er: annars vegar umkomu- leysið uppmálað, hins vegar heims- konulegt yfirborðsöryggi, eða eins og hún segir sjálf: Töfrar, það er það, sem ég reyni að flytja fólki, ég mistúlka hlutina fyrif þeim, ég segi þeim ekki sannleikann, heldur það, sem ætti að vcra sannleikurinn.” Mcð hlutverk Stellu systur Blanche fer Margrét Guðmundsdóttir, en Erlingur Gíslason leikur eiginmann hennar, Stanley Kowalski. Róbert Arnfinnsson leikur Mitch, vin Stan- leys, sem hrífst mjög af Blanche. Ýmsir fleiri koma við sögu, en leik- stjórn annaðist Gísli Alfreðsson. Þýð- inguna gerði Örnólfur Árnason og Ieikmynd Birgir Engilberts. Kœrastmn lét sig vanta í afmœltsboð- ið. Erlingur, Þóra og Margrét. Sporv Blanche leitar huggunar hjá systur sin,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.