Vikan

Útgáva

Vikan - 30.10.1975, Síða 16

Vikan - 30.10.1975, Síða 16
DJtUOINN í DOH Marta var A-manneskja, A- plús, sagði hún einu sinni i spaugi, þegar þetta bar á góma i sam- kvæmi. En þetta er alls ekki spaug, hún naut þess innilega að fara á fætur fyrir allar aldir, njóta nýrisinnar sólar og fugla- söngs. Klukkan var fimm um morgun- inn og hún var alein á ströndinni. Sólin hellti geislaflóði sinu yfir sjóndeildarhringinn, en ennþá var kalt við sjóinn. Eina hljóðið, sem hún heyrði, var skrjáfið i sandinum undan berum iljum hennar. Marta var um það bil að stiga út i vatnið, þegar hún heyrði i bil, sem ók fram hjá uppi á veginum. Það var ekki mikil umferð á þess- um slóðum, og sist af öllu um þetta leyti sólarhrings. Hún sneri sér við til að athuga þessa umferð nánar. Þetta var rauður station- bill, og sólin endurkastaði geisl- um sinum sem snöggvast i kpeglinum, — hún sá þetta aðeins i sjónhending og svo heyrði hún óp og biliinn hvarf á beygjunni. Hún góndi á þetta með galopinn munn. Þaö var óp? Vesaidarlegt óp, varla heyranlegt gegnum vélarhljóöið.. Svo varð allt hljótt. Hún stóð i vatni upp að ökkla, en þetta óp haföi svipt hana allri löngun til að synda. Það gat verið að henni heföi misheyrst, — að þetta hafi alls ekki verið óp, heldur kall. Ein- hver unglingur hafði séð hana á ströndinni og kallað til hennar, eins og stráka er vani, þegar þeir koma auga á stúlku? En innst inni vissi hún að þvi var ekki þannig varið, þetta var neyðaróp. Gat einhver verið að hrópa á hjálp? — Vitleysa, sagði hún við sjálfa sig, — þú lætur hug- myndaflugiö hlaupa með þig i gönur. Sennilega var þetta ekki óp, heldur iskur i hemlum i möl- inni á vegbrúninni.... Hún óð út i og eftir andartak laukst svalur sjórinn um hana. En hún gat ekki losnað viö áhrifin af þeirri truflun, sem þessi óvenjulega umferð hafði valdið henni. Meðan hún var að synda, fannst henni vissara að flýta sér upp úr og fara heim, til að athuga hvort allt væri meö kyrrum kjör- um heima hjá henni, og hún hefði lika átt að hringja til lögreglunn- ar og tilkynna þetta. Hún gat svo sem imyndað sér viöbrögð hreppstjórans. Þetta taugaspennta kvenfólk! Leik- konukenjar! En hvað ætti hún að segja. Ef svo skildi vilja til, aö hreppstjór- inn tæki þetta alvarlega, hvað átti hún aö segja honum? og hvað gat hann gert. Gat hann látið stöðva alla rauða bila? Nei, hann myndi senniiega taka slikum tilkynning- um rólega, taka þeim sem tauga- veiklunareinkennum, sem lika var sennilegast. Var einveran farin aö slita taugum hennar, — var hún meö einhverjar ofskynjanir? Þegar hún óö i land, var hún al- gerlega búin að missa löngun til að dvelja lengur á ströndinni. Hún greip stóra baðhandklæðið og þurrkaði sér á leiöinni upp að 16 VIKAN 44. TBL. litla brúna kofanum, gamla sum- arhúsinu. Þetta var fyrsta árið sem hún var þarna ein. Áður hafði hún venjulega dvaliö þarna hluta af sumarleyfinu hjá Olmu frænku. En nú var Alma frænka dáin og hún hafði arfleitt hana að sumar- húsinu. Kráka tók sig upp af mæninum og flaug gargandi yfir að skógin- um, hinum megin við veginn. Hún opnaði dyrnar og um leið og hún kom inn i notalegt húsið, hvarf henni ónotakenndin. Sólin skein skáhallt gegnum eldhúsgluggann og fluga suðaði fyrir utan, stmnll við og við á rúð- unni. Vekjaraklukkan á eldhús- hillunni sýndi aö hana vantaði tiu minútur i hálfsex. Klukkuna vantaði lika tiu minútur i hálfsex, þegar rauðum stationbil var ekið inn i bilskúr undir glæsilegri sumarvillu. Maður i mjúkri rúllukragapeysu, gallabuxum og strigaskóm, mjakaði sér aftur á bak út úr biln- um, með dreng i örmum sér. Höfuð drengsins, sem varla sást i vegna rauðrar húfu, hékk mátt- vana niður á við yfir hægri oln- boga mannsins. Maðurinn ýtti bilhurðinni aftur með bakinu og gekk áleiðis upp stiga. Þegar hann var kominn hálfa leið upp, voru dyrnar fyrir ofan hann opnaðar og þéttbyggður maður, sennilega um fertugt, kom I ljós og hélt opnum dýrun- um. Hann var i silkislopp og ný- búinn að kveikja i sigarettu. — Gekk þetta vandræðalaust? spurði hann. Martin Haug kinkaöi kolli og gekk inn i stórt herbergi, sem var alveg gluggalaust. Þar var dýna á gólfinu og hann lagöi drenginn frá sér. Svo rétti hann úr sér og strauk hárið frá enninu um leið og hann sagði: — Ég þarf að fá eitthvað hress- andi að drekka, Kári. Hann leit á sofandi drenginn og gekk svo á eftir Kára inn i bjarta stofu, mjög glæsiiega búna hvit- um skinnklæddum húsgögnum. Hann var máttlaus i hnjánum og hann vissi að hann gat ekki haft vald á rödd sinni fyrsta kastið. Hann varð að fá eitthvað sterkt, — viský — þrefaldan — fjórfald- an... Hann skolaði þessu i sig og leit svo á Kára yfir glasbrúnina. Kári Dahl virti hann fyrir sér. Hvað var þaðeiginlega, sem hann hafði látið hann hafa sig i? Barnsrán! Það hafði verið hans eigin uppástunga. Hann haföi að sjálf- sögðu stungið upp á þessu i gamni, en Kári hafði gripið hug- myndina á lofti og þeir höfðu strax farið að leggja á ráðin, hvernig haganlegast væri að koma þessu fyrir. 1 fyrstu hafði þetta verið einakonar leikur, þangað til þeir sáu, að þetta gat verið heppileg lausn á vandamál- um þeirra. Enginn myndi heldur biða af þessu tjón. Vold skipaeigandi átti svo margar milljónir, að hann munaði ekkert um að greiða nokkrar fyrir lif sonar sins. Hann haföi prúttað mikið þarna um ár- ið, þegar þeir byggöu sveitasetrið hans, það haföi ekki verið hagnaður fyrir byggingafélagið Dahl & Haug. Hann skyldi lika fá aö punga út núna. Þetta hafði allt legið svo ljóst fyrir, þegar þeir voru að leggja á ráðin. Þeir vissu að svefnher- bergi drengsins var i annarri álmu en svefnherbergi hjónanna. Glugginn var að sjálfsögðu opinn og svo var ekkert annað en að fara inn og leggja klút, vættan i klóróformi viö vit drengsins. Hverjum átti lika að detta i hug, að hann skyldi vakna, opna bilrúöuna og æpa? Þaö var reyndar ekki aðeins þetta óp, sem vakti ónotatil- finninguna hjá Martin. Hann hafði lika séð konu i sundbol á ströndinni. Skyldi hún hafa heyrt það? Hvers konar kvenfólk var það annars, sem gat verið að striplast á ströndinni á svona ókristilegum tima. Sennilega bjó hún i ljóta kofanum rétt hjá beygjunni. Þaö voru engin önnur hús þar i grenndinni. En hvað gat hún gert, ef hún hefði heyrt eitthvað? Það vissi enginn ennþá um barnsránið. Enginn nema Kári og að sjálf- sögðu foreldrar drengsins. Þau myndu ekki hætta á, aö tilkynna lögreglunni ránið, -eftir að hafa lesið hótunarbréfið, sem hann lagði á kodda drengsins. Upphæð- in, sem þeir kcöfðust, var lika ekkert sem um munaði, þegar tekið var tillit til auðæva föður hans. Þeim kom saman um, að sprengja ekki upp lausnarféð. Það var auöveldara. Það var um að gera að láta ekki græðgina hlaupa með sig i gönur, en það varð oft fótakeflið, sem glæpa- menn hrösuðu um. Hann varð svolitið hugsi, þegar þetta orð kom i huga hans: — glæpamaður! Nei, það var ekki hægtað heimfæra þaö undir glæp, áð losa Vold viö svolitið af auðæf- um sinum, sem voru alltof mikil. Það mátti reyndar segja, að þetta væri ekki venjuleg aðferð til fjár- öflunar, það sakaði engan. Hann hafði aö visu þurft aö vera vera svolitið harðhentur við strákinn, þegar hann fór að öskra. Hann hafð'i þrifið til hans, orðið að stöðva bilinn rétt á beygjunni og svo hellt meira klóróformi i klút- inn. 1 æðinu, sem greip hann, helltist þaö sem eftir var i flösk- unni ofan i bilsætiö, svo billinn angaði eins og skurðstofa á sjúkrahúsi og hann varö aö aka siöasta spölinn með hausinn út um gluggann, til aö sofna ekki sjálfur. Hvað haföi strákurinn séð gegnum húfuna, sem' hann hafði

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.