Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.10.1975, Qupperneq 27

Vikan - 30.10.1975, Qupperneq 27
HELGI ra TIL EINA skemmtunar, og t.d. geta íbúar utan af landi sótt leiksýningar, eða notið þess, sem efst er á baugi hverju sinni í félags og mcnningarmálum, og jafnframt hvíldar og þæginda þcirra, sem hótelin hafa upp á að bjóða, eins og segir I auglýsingu félagsins um þcssar ferðir. Eins geta íbúar Reykjavíkur og nágrennis haft gaman af því að komast nokkra daga í burtu frá amstrinu sem fylgir borgarlífinu, og notið tilbreytingar og kynnst atvinnulífi í bæjum úti á landi, þar sem oftast er eitthvað nýtt að gerast í menningar og fél- agsmálum. Það cr tilvalið fyrir hópa að fara I þcssar ferðir, t.d. hjónaklúbba, saumaklúbba og starfshópa, jafnvel nokkrar fjölskyldur saman. Þessar fcrðir voru líka á vcgum félagsins í fyrra og gáfust vel, að sögn forráða- manna. Á Flateyri var þátttaka góð, og nær allar kvenfélagskonurnar brugðu sér t bæinn til tilbreytingar, og skildu eiginmennina eftir heima að sjálfsögðu. Karlmönnunum líkaði alveg ágætlega við einveruna, og kvíða hrcint ekkert fyrir 24. októ- ber og að sjá um heimilisstörfin. Þessar ferðir cru ódýrar og inni- falið t verðinu er gisting á hóteli ásamt morgunverði. Fyrst um sinn verða þær í gildi til 15. descmber, n.k. cn hefjast síðan aftur 10. janúar og gilda fram til 15. apríl. Bæði Flugfclag íslands og þau hótel, sem ferðalangar gista á, veita verulegan afslátt frá sínum venjulegu gjaldskrám. Scm dæmi um verð má ncfna: Akureyri þrír dagar 8.200.00 Akureyri fjórir dagar 9.900.00 Sauðárkrókur fjórir dagar 9.000.00 Húsavík þrír dagar 8.200.00 Húsavík fjórir dagar 9.795.00 Hornafjörður þrír dagar 8.200.00 ísafjörður þrír dagar 8.000.00 ísaf)örður fjórir dagar 9.700.00 Vestmannaeyjar þrír dagar 5.900.00 Vestmannaeyjar fjórir dagar 7.400.00 Frá Akureyri 2 daga: Á Hótel Esju, kr. 7.700, á Hótel Holti, 9.000 kr., á Hótel Sögu, 8.900 kr., og á Hofi kr. 8.300. Frá Sauðárkróki í 3 nætur: Á Esju, 8.700. Holti, 10.700, Sögu, 10.500 kr., og Hofi, 9.600 kr. Frá Húsavík 3 nætur: Á Esju, 9.400, Holti 11.400, Sögu 11.100 og á Hoft 10.200. Frá fsafirði 2 nætur: Esja 7.500, Holt 8.800, Saga 8.700 og Hof 8.000. Frá Egilsstöðum 2 nætur: Esja 9.900, Holt 10.500, Saga 10.500 og Hof 9.900. Þctta verð sem hér cr gcfið upp er þó ekki alveg raunhæft, því auk þess bætist við flugvallargjald, þ.e. 350 kr. fyrir hvora ferð. Að lokum ber að geta þess, að frckari upplýsingar gefa allar skrif- stofur og umboð Flugfélags Tslands scm aðstoða við útvegun leikhúsmiða og aðgang að sýningum ef á þarf að halda. * aö vetri til Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, í verslunarerindum, í leit að hvíld eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel Esja er í allra leið. Strætisvagnaferðir í miðbæinn á 10 mínútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og íþróttahöllin í Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru í nágrenninu, og síðast en ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri til. Velkomin á Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, Sími 82200.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.