Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 48

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 48
mig dreymdi UM EINA SIGARETTU Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu, og var hann á þessa leið: Mér fannst ég vera á gangi með stelpu, sem ég er stundum með og hún keyrði lítið barn í kerru. Mér fannst við báðar vera með sigarettur og ég var að hugsa um, af hverjuég væri eiginlega að reykja. (Ég reyki ekki). Ég sagði við vinkonu mina, að ég sæi eftir því að hafa reykt þessa sígarettu, því að nú gæti ég ekki sagt með réttu, að ég hefði aldrei reykt. Síðan henti ég sígarettunni, steig ofan á hana og sagðist aldrei ætla að reykja aftur. Draumurinn varð ekki lengri, en hann var einkar skýr. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. L.L.G. Akureyri. Svar til L.L.G. Það er alveg greinilegt, að þessi draumur er þér góð ráðlegging og ætti að styrkja þig betur í þeirri ákvörð- un þinni að reykja aldrei. Sígarettureykingar eru ó- hollar, og þú ættir að setja þér það takmark að snerta aldrei sigarettu, hvað svo sem fyrir þig kann að koma. Rúm í sláturhúsi. Kæri draumráðandi Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann er svona: Ég var að borða með foreldrum mínum og bróður, þegar krakkar fóru að spyrja eftir mér. (Ég þekkti alla þessa krakka) Einn og einn krakki kom í einu, og ég sendi þá alla upp í herbergið mitt. Strákur, sem ég var einu sinni með kom lika, og ég sendi hann upp til hinna krakkanna, þó að hann þekkti ekkert þeirra, nema eina stelpu. Svo þegar ég var búin að borða, f ór ég upp. Þegar ég birtist urðu allir svo bjánalegir f framan, sérstaklega þó ein vinkona mín. Hún virtist bara vera skíthrædd. Ég bað krakkana að bíða aðeins og skrapp fram. Þegar ég kom inn örlítið seinna lágu þau, áðurnef ndur strákur og þessi vinkona min, sem ég talaði um áðan uppi í rúminu minu. Þegar vinkona min sá mig, rauk hún upp og sagði: — Ég ætlaði ekki að gera þetta. — Þetta er allt honum að kenna. Þú verður að fyrirgefa mér. Ég er búin aðsegja G.... upp, svo að þetta er i lag i. — Mér sárnaði þetta m jög, en lét þó á engu bara. Þá kallar annar strákur, Sjáið þið, hvað S.... er vond og öf undsjúk út í B. Við það varð ég alveg tryllt og öskraði á hann: Mér er nákvæmlega sama hvað hann gerir, ég ræðekki yf ir honum, er ekki einu sinni með honum. Síðan fórum við út að labba og vinkona mín og strákurinn leiddust allan tímann, Allt í einu vorum við komin inn i sláturhús og þar inn í herbergi með tveimur rúmum. Þau tvö, sem ég er alltaf aðtala um, lögðust upp í annað rúmið, en við hin 7 klesstum okkur upp i hitt. Þá sagði hin stelpan: S.... sjáðu buxurnar þínar. Þær eru allar út í hvítum blett- um. Ég reyndi að dusta þetta af, en það þýddi ekkert. Svo fannst mér ég vera komin á túr og það kom allt í gegn. Þá vaknaði ég. Ég vona, að þetta tákni eitthvað og ég þakka fyrir- fram innilega fyrir ráðninguna. Stefanía. Svar til Stefaníu. Draumráðanda leið ekki sem best, þegar hann var að velta þessum raumi fyrir sér. Eftir smásund, komst hann að þeirri niðurstöðu, að líklega væri þetta eins konar samsetning á dagdraumi og óráði, svo að óráðlegt væri að byggja nokkuð á þessum „draumi". Sláturhúsið kemur draumráðanda dálítið spánskt fyrir sjónir, og virðist í engu samræmi við draumþráðinn. Það er einna helst úr þessu að ráða, að þér sé fyrir bestu að biðja bænirnar þinar áður en þú ferð að sofa, þá ættu svona „draumar" ekki að sækja á þig. HÁKARL I LAUG Mig dreymdi skrýtinn draum, sem ég bið þig nú um að ráða. Ég var stödd í Sundhöllinni og var að stíga upp á stóra brettið. Mér fannst þá sem sundlaugar- vörðurinn dragi upp fána Ifkan skeifu í laginu. Þessi f áni var f astur við sundlaugarbarminn svo að ég hætti við að stökkva ni£ur. Ég geng sfðan að verðinum og skammaði hann fyrir að gera þetta. Svo fer ég að á- saka hann um aðhleypa hákarli í laugina. Þá flautaði hann og skipaði öllum að fara úr lauginni, en hákarl- inn var þegar búinn að borða eitt barn. Siðan vaknaði ég. P.S. Hvað heldur þú aðég ségömul? I.S. Svar til I.S.: Já, mín kæra I.S. Svona geta nú draumar verið. Það fer ekki á milli mála, að þessi draumur er fyrir því, að þú hittir bráðum strák, sem þú verður yfir þig hrifin af. Það er afskaplega erfitt að segja um, hvað þú ert gönrtul, en helst gæti ég trúað að þú værir einhvers staðar á bilinu 12—16 ára. Láttu ekki eins og þá vitir ekki aí þessu, bróðir Páll. Nú er nóg komiö. Næst gæti maöur átt von á þvl aö þú vildir gift- ast!'.!! tO VIKAN 44. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.