Vikan

Tölublað

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU FINNUR JÓNSSON LISTMÁLARI Vikan mun á næstunni hcimsækja nokkra þckkta íslcnska myndlistarmcnn, aðallega málara, forvitnast ögn um hagi þeirra, hvernig þeir búa, kynnast fjölskyldum þeirra og skoða nokkur af verkum þeirra. Hér verður ekki lagt neitt mat á list þeirra, hvorki til lofs né lasts, heldur er eingöngu um kynningu að ræða. Fyrstur varð fyrir valinu okkar gamalkunni og gókunni listmálari Finnur Jónsson, en frásögn af heimsókn til hans birtist í næsta blaði. SJÁLFSMYND AF ÁRNA BJÖRNSSYNI Gerður Steinþórsdóttir ríður á vaðið I þessu blaði I nýjum og gömlum þætti, sem við nefnum Sjálfsmynd. Næstur I röðinni er Árni Björnsson þjóðháttafræðing.ur. „Margar þessara spurninga þykja mér óttalega banalt bull og langt fyrir neðan mitt þroskastig að svara þeim”, sagði Árni þegar hann leit yfir spurningarnar en hann lítur gjarnan á sjálfan sig og tilveruna I skoplegu ljósi, enda eru svör hans bráðskemmtileg, eins og sjá má I næsta blaði. ÍSLENSK SMÁ-SMÁSAGA ,,Ég lá á bakinu ofan I skurði, hálfsokkinn I leðju og aur og gat mig hvergi hrært. Regnið buldi framan í mér eins og öll steypuböð heimsins hefðu sameinast um að sprauta á mig einan.” Það er kannski ekki vert að lýsa þessum hörmungum frekar, en hvernig blessuðum manninum reiddi af þarna I skurðinum má lesa I næsta blaði, því þetta er upphaf sögu eftir KARLSSON, eða smá-smásögu, eins og hann kýs að kalla frásögn sína, sem ber heitið ,,Að byrja að byggja”. HIÐ FORNA ISLENSKA TÍMATAL Misseristal, eða hið forna Islenska tímatal, er mjög fornt og sérstætt og hefur ekki tíðkast I öðrum löndum, svo vitað sé. Þar sem sitthvað úr þessu forna tímatali virðist ekki alveg horfið úr málinu ennþá, eins og mánaða- nöfnin þorri, góa, einmánuður, harpa o. fl. benda til og jafnvel ýmsir dagar, svo sem bóndadagur, konu- dagur, sumardagurinn fyrsti o. fl.,er þvi ekki úr vegi að hressa aðeins upp á minnið og útskýra misseristalið í aðalatriðum. Sjá næstu Viku. ETHEL KENNEDY BOGNAR EKKI Ethel Kennedy missir ekki kjarkinn, þótt hún hafi misst marga af sinum nánustu á voveiflegan hátt og orðið fyrir margvlslcgum raunum öðrum. Þessi ellefu barna móðir og ekkja Roberts Kennedy hefur hugrekki til að lýsa þvi yfir, að hana langi til að eignast fleiri börn, því að ,,það hlyti að vera eina ástæðan (il þess að ég gifti mig aftur”, segir hún. Sjá grein um hana I næsta blaði. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Otlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð 1 lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsá'rslega eða kr. 9.800 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvcmber, febrúar, maí.ágúst. 8. tbl. 38. árg. 19. feb. 1976 GREINAR:___________________ 2 Ungu hjónin og innanstokks- munirnir. Vikan fylgist með ungum hjónum I húsgagnaleit. 24 í skugga ástmeyjar forsetans. Grein um Eleanor Roosevelt. VIÐTÖL:___________________ 14 Sjálfsmynd 1. Gerður Steinþórs- dóttir: Ég lifi ekki 1 neinum draumaheimi. SÖGUR:__________________ 16 Til eignar og ábúðar. Smásaga eftir Mona Lyngar. 20 Dibs. Þriðji hluti framhaldssögu eftir Virginia M. Axline. 28 Marianne. Þrettándi hluti fram- h.ddssögueftirjuliette Benzoni. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 28 Meðal annarra orða. Föl eða fannfergi. 27 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur I umsjá Smára Valgeirssonar. 36 Lestrarhesturinn. Efni tyrir börn 1 umsjá Herdísar Egilsdóttur. Fiðrildið 4. 39 Á fleygiferð. Þáttur 1 umsjá Árna Bjarnasonar. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnarl umsjá Drafnar Farestveit. ÝMISLEGT: 6 Þeir þarna uppi. Englaríaugum ýmissa listamanna. 44 Upplagt á árshátíðina. Tíska. 8. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.