Vikan

Tölublað

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 21
sínum. En þeir snúa bakinu hingað, bætti hann við. Hann valdi þrjá tindáta og setti þá í röð. Hægt og vandlega stakk hann þeim hverjum af öðrum niður i sandinn. Sá þriðji virtist ekki komast á kaf. Hann tók hann upp aftur og þrýsti honum síðan djúpt í sandinn. Svo tók hann hnefa- fylli af sandi og lét renna á milli fingra sér ofan á grafna tindátana. — Hann er horfinn, sagði Dibs. — Þú ert laus við hann, er það ekki? spurði ég. — Jú, sagði Dibs. Hann mokaði sandi í litla fötu og hellti öllum sandinum yfir tindátana, sem hann hafði grafið. Kirkjuklukkurnar handan bíla- stæðisins tóku að slá. Dibs sleppti þvi, sem hann hélt á. — Hlustaðu, sagði hann. — eitt, tvö, þrjú, fjögur. Klukkan er fjögur. — Já, sagði ég. Klukkan er fjög- ur. Bráðum er kominn tími til að fara heim. Dibs virtist ekki hafa heyrt það, sem ég sagði. Hann fór upp úr sandkassanum og flýtti sér að borð- inu. Hann horfði á krukkurnar með fingramálningunni. — Hvað er þetta? spurði hann. — Þetta er fingramálning, sagði cg- — Fingramálning? Hvað er það? Ég sýndi honum, hvernig nota átti fingramálninguna. — Fyrst berðu límið á blaðið. Svo hellirðu svolitlu af málningunni á og dreifir henni með fingrunum. Svona. Þú mátt mála eins og þú vilt, Dibs. Hann hlustaði á mig. Hann horfði á mig meðan ég sýndi honum, hvernig átti að fara að þessu. — Fingramálning? spurði hann. — Já! Fingramálning. Hann snerti málninguna hik- andi með einum fingri. — Dreifa um allt, sagði hann. En hann hafði sig ekki I að snerta málninguna. Hann hélt höndunum yfir blað- EFTIR VIRGINIA M. AXLINE. hair, harðir veggir. Og dyr. Dyr, sem eru læstar. Það var greinilegt, að Dibs hafði mörg orð á takteinum, þótt hann notaði að jafnaði aðeins fá orð. Hann gat fest hugann við verkefni og leyst þau af hendi. Hvers vegna hafði hann teiknað skráargat á dyrnar á brúðuhúsinu? Læstu dyrn- ar í lífi Dibs höfðu vafalaust haft mikil áhrif á hann. Hann gekk aftur að sandkass- anum og settist I sandinn. Hann tók upp nokkra tindáta, sem lágu á víð og dreif I sandinum. Hann grandskoðaði hvern tindáta um leið og hann tók hann upp. — Dibs fékk nokkra svona á jólunum, sagði hann, og rétti einn þeirra í áttina til min. — Fékkst svona tindáta í jóla- gjöf? spurði ég. — Já, nákvæmlega eins og þessa, svaraði hann. — Nei, ekki nákvæm- lega eins. En sams konar. I jóla- gjöf. Þcir eru með byssu í hend- inni. Þeir skjóta. Byssur, alvöru byssur, skjóta, Þessi hér er með byssuna um öxl. Þessi er með byss- una og miðar. Sérðu! Hér eru fjórir hermenn, sem eru mjög svipaðir. Og hér eru aðrir fjórir. Hér eru þrír, sem miða byssunni I þessa átt. Og hér er einn til. Fjórir og fjórir eru átta. Legg við þrjá og svo einn, það eru tólf. — Ég skil, sagði ég, þar sem ég sat og horfði á hann raða tin- dátunum. — Þú getur lagt saman marga tindáta og fengið rétta út- komu. — Já, sagði Dibs. Og svo hik- andi: — Ég...ég...ég...eg get það. — Já, það geturðu, Dibs, sagði ég. — Þessir tveir eru með fána, sagði hann, og benti á tvo tindáta. Hann setti þá hlið við hlið. — Þeir eru allir með byssur, sagði hann. — Þeir skjóta með byssunum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.