Vikan

Tölublað

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 12
HVERNIG GETUM VIÐ VAKIÐ ATHYGLI? Kæri Póstur! Við erum hér tvxr í vanda og langar því að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvað er best að gera til að vekja á sér athygli? Hvernig eigum við að ná I tvo stráka sem við erum hrifnar af? Hvernig eigum við að losna við feita rassa? Hvernig eiga saman nautsstelpa og drekastrákur og tvíburastelpa og meyjarstrákur? Þökkum fyrirfram svörin. Tvær píur. AðferÓir til að vekja á sér athygli munu fjölmargar, en mismunandi œskilegar þð. Ein leiðin vœri að klceðast mjög glœsilega, önnur að mála skotskífu á naflann á sér■ og jafnvel vceri reynandi að venja sig á að ganga alltaf afturábak og í öfuga átt við áfangastað. Síðustu aðferðinni fylgja þó nokkrar óþcegi- legar hliðarverkanir. Ahhh, viðvíkjandi strákunum. Bíðið bara þangað til gott tœkifæn gefst til að reyna við þá. Aðferðir við það kunnið þið lijtlega fjöl- margar. Ef það hrífur ekki, þá væri reynandi að þykjast ekki taka eftir þeim á mjög áberandi hátt. Sky/di ekkert af þessu bera árangur gerir það ekkert til, því þá eruð þið örugglega orðnar hrifnar af ein- hverjum öðrum_____og þá getið þið reynt sama leikinn á nýjan leik og svo koll af kolli. Um feitu rassana er það að segja, að þetta fer allt eftir því á hverjum þeir eru. Séu þeir á einhverjum kunningja, slítið þið að sjálfsögðu kunningsskaþnum. Ef hann er hins vegar blýfastur á ykkur sjálfum fer málið að vandast, jafnvel gœti það reynst óleysanlegt. Stjömuspá ástarinnar varð heldur fýld yfir sambandi nautsstelpu og drekastráks. Taldi þau of miklar andstæður til að það gæti blessast. Heldur taldi hún málið leysanlegra fyrir tvíburastelpu og meyjarstrák, en þó ekki of álitlegt. Já, á meðan Pósturinn man. Ykkur tðkst bærilega að vekja athygli á bréfinu ykkar. Litskrúð- ugra bréf hefur honum aldrei borist. AÐ KOMAST ÚT 1 LÖND. Kæri Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur og okkur langar mjög mikið til þess að komast út I lönd I sumar sem barnfóstrur, til dæmis til Frakk- lands. Þess vegna datt okkur I hug að skrifa þér og athuga hvort þú gætir ekki útvegað okkur einhverjar upplýsingar, eins og til dæmis hvert við ættum að snúa okkur I þessu. Jæja, nú hættum við og vonumst eftir svari fljótlega. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Vinkonur. Það ætti að vera árangursríkast að þið leituðuð til viðkomandi sendiráða. Þar er allar haldbestu upplýsingar að fá um hvert land fyrirsig. Pósturinn ráðleggur ykkur að svara alls ekki auglýsingum í dagblöðum um bamfóstrustöður t ýmsum löndum án þess að hafa samráð við sendiráðið áður. Þær auglýsingar virðast oft mjög glæsi- legar, en hafa í sumum tilfellum reynst stórvarasamar. Pósturinn vonar, að þessar upp- lýsingar verði ykkur að einhverju haldi___og munið nú, að ekki er allt gull, sem glóir. EF ÞÚ EKKI BIRTIR ÞETTA, ÞÁ... Sæll Póstur minn! Ja, hérna, nú get ég ekki setið 12 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.