Vikan

Tölublað

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 23
húfuna og lagði hana á stólinn við hliðina á hurðinni. Hann gekk að brúðuhúsinu og opnaði alla gluggana. — Sjáðu, sagði hann. — Allir gluggarnir eru opnir. Nú loka ég þeim öll- um. Hann lyfti upp framhliðinna á brúðuhúsinu, skipti allt í einu um skoðun, lét vegginn detta í gólfið, og gekk aftur að borðinu. Hann teygði sig I pelann. — Ég vil sjúga pelann, sagði hann. — Finnst þér gott að sjúga pelann? spurði ég — og reyndi að gera allt til þess að missa ekki sambandið við hann. — Já, sagði hann. Hann saug pelann þegjandi lengi og fylgdist með mér á meðan. Svo lagði hann pelann frá sér, gekk að skápnum, opnaði hann og gægðist í hann. Hann tók upp tóma öskju undan kubbum. — Kubbarnir eiga að vera í þessu, sagði hann. — Þetta er askjan. Það stendur hér. Hann benti á orðið, sem stóð utan á öskjúnni. — Já, ég veit það, sagði ég. Mér fannst athyglisvert, hvernig Dibs bar sig að við að sýna hæfni sína I Iestri og lausn annarra verkefna. En af hverju ætli hann hafi gert allt til að dylja hæfni sína I hvoru tveggja, bæði heima og á barnaheimilinu? Gat það verið vegna þess, að umfram allt langaði hann að vera elskaður fyrir alla sína eiginleika? Hvernig gat barn leynt greind sinni svona vandlega undir því yfirborði, sem það sýndi flestum, undir allri andstöðu sinni og óvild til umheimsins? Hvernig hafði hann orðið sér út um alla þessa þekkingu? Hann var miklu betur læs en flest börn á hans aldri. Hvernig hafði hann orðið það án þess að sýna nokkur merki þess, að hann hefði tök á erfiðum orðum og hugtökum? Skarpskyggni þessa barns var með ólíkindum. Hvernig gat barnið hafa haldið þessum eig- inleikum sínum leyndum fyrir for- eldrum sínum, ef hann hafði þá gert það? Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, lágu margar og flóknar orsakir til þess, að samband Dibs og foreldra hans var svona slæmt. Það hefði komið að miklu gagni að fá svör við öllum þeim spurning- um, sem þutu um hug mér, meðan ég horfði á Dibs ýmist sjúga pela eins og smábarn, eða leika að litum og lesa af ótrúlegri hæfni. Dibs sat á stólnum og tottaði pelann ánægður. Hann var rólegur og hæglátur, en horfði á mig allan tímann. Ég hugsaði um ósvöruðu spurningarnar, sem fóru um huga hans. Allt I einu settist hann upp teinréttur, tók túttuna af og drakk úr flöskunni. Hann benti á hnappana tvo á veggnum. — Þetta eru klukkur að dyrunum, sagði hann. — Já, eins konar dyrabjöllur, svaraði ég. Hann tók upp túttuna, tuggði hana og saug, og horfði stöðugt á mig. Loks benti hann á fætur mér. Ég var I rauðum bomsum. Hann otaði fingrinum að mér. — Farðu úr bomsunum mínum, sagði hann. — Áttu við, að ég eigi að fara úr bomsunum mlnum? spurði ég. — Já, alltaf, inni I húsi, svaraði hann. Ég beygði mig, fór úr bomsun- um, og setti þær út I horn. — Hvað segirðu nú? spurði ég — Betra, svaraði hann. Hann reyndi að setja túttuna á pelann aftur, en tókst það ekki. Hann kom til mín með hana. — Ég get ekki, sagði hann. — Hjálpaðu mér. — Allt I lagi, ég skal hjálpa þér, sagði ég, og setti túttuna á pelann fyrir hann. Hann tók við honum, tók túttuna strax af aftur og hellti vatninu úr pelanum I vaskinn. Hann sneri sér að mér og sýndi mér tóman pelann. — Tómur peli, sagði hann. — Já, þú tæmdirhann. Dibs stóð við vaskinn, hélt tóm- um pelanum þétt að brjósti sér, og horfði lengi á mig. Ég horfði á hann og beið þess hann hefði sjálf- ur frumkvæðið, annað hvort I orðum eða gjörðum. Hann gat líka staðið þarna og hugsað, ef hann kærði sig um. — Ég er að hugsa, sagði hann. •— Jæja? svaraði ég. — Já, ég er að hugsa. Ég sagði ekki við hann, að hann skyldi segja mér, hvað hann hugs- aði. Ég vildi, að hann kynntist fleiru en æfingum I spurningum og svörum. Ég vildi, að hann fyndi og reyndi sitt eigið ég, allt sitt ég, I sambandinu milli okkar. Ekki, að hann kynntist þessu sambandi bara með einu móti. Ég vildi, að hann kæmist að þvl, að hann var margræð persóna, manneskja, sem gat verið I slæmu eða góðu skapi, sem elskaði og hataði, sem bæði var hrædd og hugrökk, sem tók upp á ýmsu barnalegu, en hafði einnig þroskaðar hugmyndir. Framh Barist í hafinu undan ströndum Eden. Skuggi og höfrungarnir gegn i hákörlunum... 8. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.