Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 5
Mikið starf hefur verið unnið við að útrýma óíbúðarhæfu húsnæði í G/asgow undanfarin ár, og í staðinn hafa verið reistar nýjar og nýtísku/egar byggingar. Enn má þó sjá háif- unnin verk á þessu sviði í borginni. Þegar skotar biða eftir strætisvagni, ryðjast þeir ekki hver um annan þveran inn í farkost- inn, þegar hann kemur á viðkomustaðinn, heidur mynda þeir biðröð og koma mjög kurt- eisiega fram hver við annan. Þessi mynd er tekin á stoppistöð við Princess Street í Edin- borg. náttúrufegurð er stórkostleg. Þá er Clydedalur- inn vel þess virði að skoða hann, og svo er EdinborgíseilingarfjarlægðfráGlasgow, en hún þykir einhver fegursta borg heims. Enn eru ótaldar Hebridiseyjar, þar sem lífið hefur ekki breyst ýkja mikið frá því sem var fyrir hálfri öld. Orkneyjar og Hjaltland hljóta einnig að snerta strengi í brjóstum afkomenda norskra víkinga, svo ekki sé minnst á írland, þaðan sem íslendingar eru ekki síður upprunnir en úr Noregi, og skrifstofa Flugleiða í Glasgow sér einmitt um alla fyrirgreiðslu í sambandi við ferðir til írska lýðveldisins, þar sem eru frægustu sveitakrár í heimi, og N-Írlands, en þangað sagðist Cree þó ekki vilja ráðleggja fólki að fara, Sigrún og Pétur á heimi/i sínu í Pais/ey. ,,Maður getur a/itaf á sig blómum bætt", sagði hún Tóta /itla tindi/fætt, og vonandi hefur þessari rosknu blómasölukonu oröið sæmi/ega ágengt við að koma út b/ómunum sínum, þar sem hún hafði komið sér fyrir á götu í Glasgow. meðan ástandið í landinu væri jafnótryggt og raun ber vitni. Nú og svo hefur Glasgow sjálf upp á margt fleira en ódýran varning að bjóða. Má þar nefna listasafn borgarinnar, sem er talið hið besta og fullkomnasta á Bretlandseyjum, flutningasafn- ið, semereittfárra sinnartegundar í heiminum, og fornminjasafnið, sem opnað var árið 1898. Þar geta þeir, sem áhuga hafa á að fræðast um sögu Glasgowborgar, fengið að vita allt um hana. Ekki sakarað geta þess, að aðgangur að öllum söfnum, sem borgin annast, er ókeypis. þá ættu glasgowfarar ekki að láta dómkirkju borgarinnar óskoðaða, en eldri hluti hennar er frátólftu öld. Hún stendur, þar sem St.Mungo, verndardýrlingurGlasgow, reistifyrstu kirkjuna í borginni árið 543. Séu börn með í ferðinni til Glasgow, er sjálfsagt að heimsækja dýragarð borgarinnar — CalderparkZoological Gardens —, en ferð með strætisvagni þangað úr miðborginni tekur ekki nema tuttugu mínútur, því að þótt ég vilji síst lasta hiðágæta Sædýrasafn, er því ekki að neita, að dýragarðurinn í Glasgow er enn skemmti- legri. Hér skal látið staöar numið að telja upp allt það, sem Glasgow hefur upp á að bjóða — allir vita af bjórstofunum — en ég get þó ekki stillt mig að gefa eina ráðleggingu: Þótt íslendingar séu ekki miklir skipuleggjendur í eðli sínu og finnst alls konar uppákomur skemmtilegar, er skynsamlegt að skipuleggja vel ferð til Glasgow — kannski þarf ekki að ráðstafa hverri mínútu, en allir ferðalangar munu hafa meiri ánægju af ferðinni með þvíað gera sér grein fyrir því, hvað þeir vilja sjá, áður en lagt er af stað, því að valið geturorðið svo erfitt, þegar komið er á staðinn. Uppákomurnar láta ekki standa á sér — því megið þið trúa. Þegar við komum úr brugghúsförinni, sem áður var minnst á, vildi Jim óður og uppvægur skreppa á krá, þar sem hann gæti fengið sérbreskt pæ, en það sagðist hann ekki hafa bragðað mánuðum saman, sem kannski er ekki von, þvíað þessi rétturer nú ekki á boðstólum á íslandi upp á hvern dag. Reyndar finnst mér þetta ekki svo merkilegur matur, að ég vorkenn: manninum ekkert að læra að matselda þetta, en hann berþvívið, að verkaskiptinginá heimili sínu sé svo stöðluð, að hann sjái ætíð um uppþvott- inn, en tílreiði aldrei máltíðir. Sem við höfum gert okkur gott af pæinu héldumviðundireinstil Paisley, nágrannaborgar Glasgow, sem er á stærð við Reykjavík, en þar býr Pétur Ingason flugvirki ásamt Sigrúnu Jónsdóttur konu sinni og sextán ára dóttur þeirra, en sonur þeirra hjóna hefur stofnað eigin heimili í Glasgow. Það var notalegt að koma á íslenskt heimili í Skotlandi, en þau Péturog Sigrúnfengu nokkrar íslenskar teikningar og samræmdu þær skosk- um aðstæðum, þegar þau byggðu hús sitt í Paisley fyrir rúmum tveimur árum. Húsið ber því mjög íslenskt svipmót og heimili þeirra Péturs og Sigrúnar sömuleiðis. Þegarokkurbaraðgarði, var Pétur úti í bílskúr 20. TBL. VIKAN 5 l

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.