Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 2
Dómkirkjan í Glasgow, meö merkari byggingum á fíretlandseyjum. f GLASGOW t»E!M GRJEMA DVRÐARREIT Glasgow er sú stórborg, sem er næst okkur íslendingum landfræöi- lega, og hana hafa margir íslendingar gist um lengri eða skemmri tíma. Heiti borgarinnar er upprunalega Glasgu, sem er gelíska og útleggst hinn dýrlegi græni reitur. íslendingar hafa þó flestir þóst sjá eitthvað meira áberandi í Glasgow en græna bala. Eitthvað kann að vera hæft í því, að Glasgow hafi ekki verið sérlega hreinleg borg framundir þetta, en á undanförnum árum hefur verið unnið stórvirki á sviði hreinsunar í borginni, og í för okkar JimstilGlasgowá dögunum komumst við að því, að hún ber nafn með rentu. Skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar, nánar tiltekið 11. júlí 1945, hóf Flugfélag íslands flug milli Reykjavíkur, Largs Bay í Skot- landi og Kaupmannahafnar, og allar götur síðan hefur veriö haldið uppi áætlunarflugi milli íslands og Skotlands, fyrst af Flugfélagi íslands og Loftleiðum, en síðan flugfélögin voru sameinuð hafa Flugleiðir annast flugið. í fyrstu notaði Flugfélag íslands Catalinaflug- bát til áætlunarflugsins, og tók þá flugið milli Reykjavíkur og Largs Bay rúmar sex klukku- stundir. Til samanburðar má geta þess, að nú tekur flug frá Keflavík til Glasgow tæpar tvær stundir. Flugleiðin milli islands, Skotlands og Dan- merkur átti þegar miklum vinsældum að fagna, en fljótlega kom í Ijós, að sjóflugvélar voru tæpast nógu heppilegar til þessara flugferða. Forráðamenn flugfélagsins tóku þá á leigu tvær Liberatorvélar frá Scottish Airways, sem flogið var á í tvö ár. Árið 1948 eignaðist Flug- félagið svo fyrstu DC—4 Skymastervél sína — Gullfaxa — og síðan hefur félagið ein- vörðungu flogið eigin vélum. 2 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.