Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 18
vana. — Ég hef týnt þeim einu sinni enn, stundi ég. Hann settist niður og hló. — Ég get ekki að þvl gert, sagði hann afsakandi og hló enn, en ég held að ég fái móðursýkiskast af að hlusta á þig- Bíllinn hans stóð uppi á veg- inum, og ég féllst loks á að verða honum samferða niður í þorpið og senda svo bíl til að draga minn bíl þangað. Mér fannst það slsemt, en annað var ekki að gera. Mamma var farin til Reykjavlkur, þegar ég' kom. Nágrannakona hennar. sem geymdi lykilinn, þegar hún vár burtu, fræddi mig á þvl ásamt upplýsingum um fæðingar og dauðsföll. Ég hitaði mér kaffi, sem ég gat svo ekki drukkið, horfði á gömlu bækurnar I hiliun- um, myndirnar á veggjunum og lagði mig upp I sófa. Það var komið kvöld, þegar ég vaknaði, og bíllinn stóð utan við húsið. Það var ekkert á honum að sjá. Mér létti svo við það að ég fór I bað. borðaði smákökurnar hennar mömmu og fór svo að hugsa um erindið. Manninum þurfti ég að ná sem fyrst og hrista úr honum gol- una. Ég labbaði nokkra hringi um stofuna til að vita, hvort sviminn værí horfinn, það yrði ekki heppi- • legt. ef að ég hnigi nú upp að brjóstinu á honum I miðri skamm- arræðu, en þar sem heilsa mín virt- ist I besta lagi, sá ég ekki neina ástæðu til að fresta förinni. En þar sem ég vissi hvorki hvað maðurinn hét eða hvar hann var að finna ákvað ég að fara fyrst til Siggu vin- konu minnar til að afla upplýsinga. Ég bjóst I mitt besta skart og sett- ist svo upp I bílinn og startaði honum. Ég efaðist raunar um að heilsa mln væri eins góð og ég hafði álitið, þegar ég hafði snúið sviss- lyklinum, 350 kubika vél lætur til sln heyra, þegar hljóðkútarnir eru einhvers staðar uppi I brekku, en ég huggaði mig við það, að kannski væri þetta ekki allt I bíln- um, kannski væru hljóðhimnurnar I mér bara eitthvað skrltnar eftir höfuðhöggið. Farartækið vakti mikla og verðskuldaða athygli á götum bæjarins. Sigga tók mér með einhverri varúð, sem ég skrifaði llka á eigin reikning og höfuðsins. Hún sagði, að það væru gestir. Gunna vinkona okkar og maðurinn hennar. — Ég verð að heilsa upp á þau, sagði ég, en ég kom samt aðallega til að fá upplýsingar hjá þér um þennan mann, sem er að taka lóðina af henni mömmu, sá skal fá orð I eyra. Hún leit flóttalega til dyranna. — Ég skal útskýra það fyrir þér seinna, minnstu ekki á það núna. Það gladdi mig mjög að sjá Gunnu, en ekki eins mikið að sjá, að maðurinn hennar var Ingi. Það var eitthvað við þennan mann, sem kom mér til að líta á hann aftur — og aftur. Ég vissi, að hann fann það, hann brosti lltið eitt, horfði ekki á mig. Samt hafði ég það á tilfinning- unni, að hann væri að vega mig og meta. Fólkið talaði og talaði, en ég heyrði ekki orð af því. Mér leið und- arlega. Eins og einhver ósk hefði ræst svo skyndilega, að ég hefði ekki ráðrúm til að gleðjast, ekki núna. Seinna? Og yfir hverju? Ég var vlst eitthvað skrltin I höfð- inu. Fólkið var með einhverjar augna- gotur, sem fóru ekki framhjá mér, og ef minnst var á mömmu, fóru allir I kerfi. Undarlegt. Þær fóru fram I eldhúsið, Gunna og Sigga, og við urðum ein. Þá leit hann loks bcint á mig og hló. Það var eitthvað við þennan hlátur, sem gerði mig óstyrka. Mérfannst hann vita eitthvað, sem skemmti honum — á minn kostnað — Höfum við sést fyrr? spurði ég, fyrr en þarna við bílinn? Hann glotti. — Nei, hann horfði framhjá mér, — nei, það held ég ckki. Það var enn þessi hrekkjasvipur á honum, sem hlaut að eiga einhverja skýringu. — Þekkir þú mig, ég meina, veistu hver ég er? Hann leit á mig snögglega og svo af mér aftur. — Svona eins og þú þekkir mig. Ég stundi uppgefin, eitthvað var það,en hvað? Ég gæti hafa skemmt mér með honum einhvern tlma I fyllirli án þess að muna það, en þegar ég virti hann betur fyrir mér, sá ég, að það var útilokaður möguleiki þessum manni hcfði ég aldrei glcymt. Svo horfðum við hvort á annað og vissum um leið það, sem stund- um tekur langan tlma og mörg orð að útskýra. - Ég kem til þín I nótt, sagði hann. Ég horfði út um gluggann á tvo stráka, sem voru að reyna að ná svo miklum snjó upp I lúkurnar, að þeir gætu búið til sæmilega snjókúlu til að kasta I vegfarendur. —' Mamma gæti komið heim, sagði ég hljóðlega. Ég hefði getað sagt eitthvað annað, til dæmis nei. — Hún kemur ekki, sagði hann ákveðið. Mér líkaði, hvernig hann sagði það, ekkert hik. Þegar ég kom heim I húsið hennar mömmu og fór að hugsa um framkomu hans varð ég enn vissari um, að hann leyndi mig einhverju. Ég hugsaði ekki um Gunnu, og gleymdur var maðurinn, sem ég kom til að hitta. Allt mátti biða til morguns. Llka uppgjörið við samviskuna. Svo kom hann. Það sat regnúði á hári hans og fötum, hann leit snögglega á mig, og svo þrýstum við okkur hvort upp að öðru, hann leysti úr læðingi með mér tilfinn- ingar, sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður, en ég hafði vitað það strax þegar ég sá hann, að svona yrði það. Ég ætlaði að segja eitt- hvað, þó ekki væri til annars en að ná jafnvægi, en ég gat það ekki, öll hugsun rauk út I veður og vind, mér leið eins og ég hefði reikað um eyðimörk óratíma og nú loks fundið svaladrykk. Þegar því var lokið lágum við þversum I rúminu, og hann velti sér á bakið og dró mig ofan á sig. Hann hélt áfram að gæla við mig. Strauk mér bllðlega um hárið, bakið og kyssti mig á hálsinn. Það var meira virði en allt hitt. Var ekki aðeins Iíkamleg þörf, heldursvo miklu meira. Ég horfði á dökkt hár hans á koddanum, strauk vörunum eftir snörpu skegginu og húðinni I kring, sem var svo mjúk. Og nú kom hún upp I huga mér aftur spurningin, sem hafði verið þar allt kvöldið. — Átt þú kannski hlaupareikning númer tíu? Hann tók viðbragð, hnykkti til höfðinu á koddanum, hló svo lágt. — Já, svaraði hann, já. Ég' andvarpaði, það var vlst of seint að fara að æsa sig upp, auk þess sem öll orka mln var búin. — Þú vissir allan tlmann, hver ég var? Hann renndi hendinni niður bak mitt. — Auðvitað vissi ég það, svaraði hann rólega. Ég virti hann fyrir mér, meðan hann klæddi sig, lagfærði hár sitt með fingrunum og kveikti sér svo I sígarettu. Þegar hann var farinn, klæddi ég mig I slopp og settist út við gluggann. Ekkert var mér fjarlæg- ara en svefn. Mér varð hugsað til Gunnu. Ég hafði enga samvisku hennar vegna. Það sem ég hafði gert henni var svo lítið brot af því, sem ég hafði gert sjálfri mér. Þar kom að því, hugsaði ég af kaldhæðni, nú þarftu ekki að kvarta lengur um tilfinn- ingaleysi þitt, asninn þinn. Himinninn var að byrja að roðna af degi I austri, nóttin var liðin. Þegar ég vaknaði klukkan fimm um daginn var ég enn I sælli vlmu. En það stóð ekki lengi. Mitt stór- kostlega ímyndunarafl tók við stjórninni eins og venjulega. Hann hafði auðvitað verið að þagga niður I mér með þessum gerðum sínum, honum fannst ég auðvitað eins og hver önnur skjáta, og nú gæti hann stært sig af því við kunningjana, hvernig hann hefði farið að því að gera mig atkvæðalausa I málinu. Ég kófreykti, æddi um húsið og hugsaði. Einhvern tíma hafði kunn- ingi minn, sem var sálfræðingur, sagt mér, að ég hrinti frá mér öllum, sem mér þætti einhvers virði af ótta við að missa þá. Ég hló að þessari rökleysu, en einhverra hluta vegna k;om mér það I hug nú. Ég ákvað að fara til Siggu og kveðja. Ég hafði ekkert að gera hér lengur. Það voru gestir hjá henni eins og venjulega. Lögfræðingur, sem hét Gunnar, og Ingi. Ég forðaðist að líta á hann. I huga mér háðu stríð þráin eftir honum og heimskulegar ímyndanir Ég sneri mér því að lögfræðingn- um. Ég vissi, að ég var I uppnámi, og ég held hann hafi fundið það líka, þetta virtist skynsamur maður. Ég sagði honum, að hann mætti til að heimsækja mig næst þegar hann kæmi I bæinn, ég horfðist I augu við hann og brosti við honum. Samt sá ég hann ekki betur en það, að ég vissi, að ég mundi ekki þekkja hann á götu næsta dag. Ingi virti mig fyrir sér, ég fann það, en vissi ekki, hvað hann hugs- aði um framkomu mína. Þegar heim kom grét ég, þurrk- aði mér um augun og byrjaði upp á nýtt. Þá kom hann. Sagði ekkert, en elskaði mig. Við höfðum ekki þurft mörg orð til að finna hvort annað I upphafi. Það er svo oft hægt að efast um orð, jafnvel þótt þau virðist töluð I einlægni. Morguninn eftir meðan þorpið var enn I svefni tók ég saman fötin mln og lagði af stað heim á leið. Ég stansaði á brekkubrúninni, þar sem bíllinn hafði runnið niður. Laust grjót og mold, ásamt skrykkj- óttum hjólförum blöstu v.ð langar lciðir I hllðinni. Það mundi gróa næsta vor. Ég tók myndina af Rikka og kastaði henni I urðina. Ég ætlaði að gera margt og mikið, þegar heim kæmi, fara á skemmtanir, I ferðalög. Svo setti ég kassettu I tækið og ein- beitti mér að veginum framundan. 18 VIKAN 20. TBL. s /2 iL / *»• w» > •*/ wt HUNANC Það gerðist I Bandarlkjunum, að bllaviðgerðarmaður brenndist mjög illa, er bensíntankur sprakk I höndunum á honum. Ekkert va nægt að gera til að lina þjáningar hans, en kona hans og móðir, sem voru á staðnum, fengu góða hugmynd. Þær smurðu hunangi á hann allan og óku honum slðan yfir holótta vegi 25 km leið til næsta sjúkrahúss. Sársaukinn hvarf — og þegar brunasárin hurfu, sást ekki á honum ör. Sumir læknar vilja þakka hunanginu þetta. Rithöfundurinn Barbara Cartland segist vera viss um það og hefir ricað heila bók um furðuleg áhrif þess. Hún scgir, að er rómverjar hernámu Bretland, þá hafi innfæddir þar étið heil ósköp af hunangi og virst lifa lengur en aðrir. Fönikíumenn kölltuðu Bretlandseyjar jafnvel Hunangseyjarnar. Grikkir til forna álitu hunangið ástarfæðu. Þcir gerðu úr þvl vln, sem þeir nefndu hydromel, og drukku það til að losna við reiði og sorg og til þess að ylja sér og líða vel yfirleitt. Iþróttamenn þeirra átu hunang fyrir æfingar til að auka sér þrótt, og margir héldu, að það lengdi llfið og héldi þeim ungum. Elisabeth drottning var með hunangsdellu og át hunangsrætur, sem hún lét sækja fyrir sig frá Vestur-Indlum. Það eyðilagði að lokum aliar tennur hennar. Einu sinni hafði hunang mikið að segja við hjónavlgslur I Egvptalandi. Brúðguminn gaf þá tilvonandi eiginkonu 15 kíioa krukku fulla af hunangi. Dr. E. Koch, sem cr þýskur sérfræðingur, mælir með hunangi handa hjartveiku fólki, og til er gamall málsháttur, er segir, að , .hunang sé sama og hafrar fyrir hjartað". Dr. A. P. Bentall, yfirlæknir við sjúkrahúsið I Norfolk og Norwich, segir ávallt nota hunang á opin sár. Það inniheldur meira af vítamíni og græðir fyrr en flest önnur lyf, segir hann. Múhammed ritaði: Hunang er undralyf austursins. Barbara Cartland álltur, að hunang geri dæmalaust gagn, hvort sem um unga eða gamla er að ræða. ( ,,Það er betra fyrir börn en sykur,” segir hún, ,,það inniheldur fleiri vltamln en þau þurfa — kopar, járn, kísil, mangan. kalk, klór, sodium, pottösku, brennistein, fosfór og magnesium." ,,Hjá öldruðum hindrar það blóðleysi, það meltist prýðilega og er gott fyrir hjartað." Danskur sérfræðingur I drykkjusýki mælir með því til að minnka timburmenn — ef menn koma því þá niður. Dr. Olaf Martensen-Larsen mælir með kvart pundi af óblönduðu hunangi. ,,Bíðið I hálfan klukkutima... og étið síðan annan skammt. " Frú Cartland gaf eiginmanni sínum teskeið af hunangi hvern morgun og kvöld. Hann hafði misst annað lungað I stríðinu og var aðeins hugað líf nokkur ár. Á þessari lyfjagjöf lifði hann til 65 ára aldurs og fann sjaldan til I lungunum. Ástæðan fyrir þessu er ckki bara latína fyrir hóp bandarískra sérfræðinga. Þeir hafa uppgötvað, að lungnabólgubakteríur, taugaveikis- bakterlur og bakterlur, sem valda niðurgangi, deyja, séu þær settar I hunang. Annan mann veit hún um, sem er mjög trúaður á lækningarmátt hunangs, en það er fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin. Hann drekkur hunang I heitri mjólk á undan hverjum hljómleikum og hunang I te I hléinu. Vinir hans segja, að hann verði aldrei veikur og sé aldrei geðvondur. V * HOLLT A-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.