Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 22
SKILABOD PRÁ JtBSÁÍ mynd af versluninni hennar og uppdráttur, sem sýndi leiðina þangað. ..Clarke fofnmunahúsið” las hann. ,,Býrð þú þar líka?”........ . Já.” ,.Hver býr með þér?” ..Aðeins Max og Frederica.” ..Eru það ættingjar þínir?” Nú brosti hún aðeins. ,,Nei, það eru hundar. Af Dobermankyni.” ..Eins og minn kæri Ivan.” Hundurinn sperrti eyrun þegar hann hevrði nafn sitt nefnt. og Azarov klappaði honum annars hugar. Það varð aftur þögn. Súsanna tók upp sígarettu. Azarov bauð henni eld. Hún þáði hann næstum mót- þróafullt. ..Bros vðar er fyrir vini en ekki mig.'' sagði hann. ..Hvers vegna?” ..Ég er ekki í skapi til að brosa.” Hún starði niður í glasið. ..Skothríðin?” spurði hann að lokum. . J á. ” ..Hann var eiturlyfjasmyglari, sekur að fordæmingu margra ung- menna." ..Hann var manneskja. Það var ekki nauðsynlegt að skjóta hann. Hann átti skilið yfirheyrslu og dóm lögum samkvæmt.” Grá augu hennar dökknuðu af reiði. .. Af hverju ertu reið við mig? Ég átti engan þátt I því.' ’ ..Þú crt hluti af samfélaginu. Þú styður það. ..Fólk er líka skotið I þínu landi. Glæpamenn. njósnarar og eitur- lyfiasalar eru skotnir á flótta, af lögreglunni. Styður þú það?” Súsönnu fannst hún allt í einu vera að drukkna. Orðið njósnarar hafði verið sagt flauelsmjúkri röddu. Hafði hann lætt því viljandi inn í samræðurnar? Vissi hann eitthvað? ..Gerír þú það?” spurði hann aftur. Henni tókst að hrista höfuðið. Hún hélt fast um glasið. Hann mátti ekki sjá, hvc hendur hennar skulfu. Hann horfði á hana. Á yfirborð- inu virtist hún róleg, en hann sá, hve hendur hennar skulfu. Hann fann ótta hennar. ..Koníak frk. Clarke?” Hann lyfti brúnum. ..Helst ekki takk. Ég ætla að segja góða nótt.” Hendi hans hélt henni. ..Sittu áfram, mig langar til að kynnast þér.” ..Hvers vegna?” ,,Við hvað ertu hrædd?” Súsanna hreyfði sig ekki. Hún varð að fara varlega. Hingað til hafði henni tekist að bjarga sér frá spurningum hans. Vörn hennar var ennþá sú að hún var ferðamaður, saklaus, og til með að tala við fallegan ókunnan mann. ,,Við skulum ekki tala um stjórnmál. ’ ’ „Segðu mér eitt fyrst. Ert þú kommúnisti?” ..Skiptir það einhverju máli?” ,,Mér lika ekki stjórnmála- menn. ” ,,Var það þess vegna sem þú komst til Austur-Evrópu? Til að flýja stjórnmálamann?” ,,Það kemur þér ekki við.” ,,Var það þannig maður, sem gerði þig óhamingjusama? Ég vil vita það. Ég vil láta mér koma það við.” ,,Ég vildi helst að þú reyndir það ekki,” sagði hún hvasst. Þessi maður vissi alltof mikið. Hann var hættulegur, og hún var viðkvæm. Hann mátti ekki komast að hve viðkvæm hún var. ,,Ég vil það.” sagði hann mjúk- lega. Augu hans gældu við andlit hennar og hálsinn, þar sem kjóllinn mætti húðinni. ..Er þetta ekki vinkona þín, frk. Wells?”. sagði hann eftir stutta þögn og benti á Marlene gegnum opinn gluggann. Súsanna leit á manneskjurnar tvær, sem sátu þétt saman við borðið. ,Jú.” Meðan hún horfði á lagði Atkins höndina á læri Marlene. Súsanna leit snögglega burt. Viðbragð henn- arskemmti honum. Hann hló mjúk lega og tók í hönd hennar. Súsanna hugsaði , hvort henni tækist að sleppa frá honum, án þess það yrði áberandi. ..Idver er þessi maður?” spurði Azarov. ,,Hann heitir Peter Atkins. Hún hitti hann I dag. ” ,,Af hverju heldur þú að hann hafi látið sér vaxa skegg?” ,,Til að fela vcikgeðja andlit?” sagði hún og reyndi að taka þátt I gáska hans. „Varaðu þig á mönnum sem hafa eitthvað að fela.” sagði hann brosandi. ..Telur þú þig þar með?” ,,Þú getur treyst mér fullkom- lega. Er frk. Wells góður vinur þinn?” „Nei.” „Ég er feginn að heyra það. Ég kann ekki við frakkar konur.” Hann sleppti hendi hennar en settist nær henni, og snéri sér þannig,að hann leit beint framan í hana. Augu hans léku um hana alla. Hann fann lyktina af ilmvatni hennar. „Hvers vegna hefur þú aldrei gifst?” Hann fann að hún dró sig til baka. „Ég hef mínar ástæður,” svaraði hún. „Áttu elskhuga?” „Ekki forvitnast ég um konurnar í þínu lífi.” „Viltu vita eitthvað um þær?” „Nei.” „Ég er fráskilinn.” „Það var leitt.” ,, Það er ekkert að vera leiður yfir. Þetta var svokallað skynsemishjóna- band. Þegar hún hitti einhvern,sem hún elskaði, skildum við. Hún er hamingjusöm.” „Og þú?” „Ég hef atvinnu mína.” „Og Ivan til að tala við.” „í nótt hef ég þig.” „En nú er komið fram yfir miðnætti,” sagði hún, „og ég er þreytt.” Hann fylgdi henni aftur til herbergis hennar. „Vertu sæll hr. Azarov." „Aleksei. ” „Aleksei þá.” Hann tók kurteislega í hönd hennar, síðan lagði hann hina höndina yfir hendur þeirra beggja. Súsanna varð undrandi að finna hve harðar þær voru. Þær voru grófar verkamannahendur. Þetta hæfði ekki fágaðri framkomunni og vel menntuðu málfari hans. „Ég hef fundið þig og nú vil ég halda þér... lifandi.” sagði hann. „Við hittumst einhverntíma aftur. Góða nótt Súsanna.” Súsanna gekk inn á herbergi sitt og lokaði hurðinni. Þetta var búið. Hún tók að skjálfa ákaflega. Næsta skref Súsönnu var að fara ásamt hinum með rútunni til Plodiv, þar sem ekki virtist um fleiri yfirheyrslur að ræða. Hún settist í gluggasæti og hélt fast utan um handtöskuna þar sem hún geymdi „Hroka og hleypidóma.” Hún gat séð gegnum móðuna á rúðunni, staðinn þar sem Novak hafði verið myrtur í gær. Nú var það hennar að fullkomna verkefnið, sem hafði kostað hann lífið. Henni tókst með erfiðismunum að slíta sig frá hugsunum sinum. „Segðu mér frá manninum, sem þú skemmtir þér svona vel með í gær,” sagði hún við Marlene,sem sat við hlið hennar. „Hverjum, Pete?” Marlene brosti ánægð. ,Já. Hvað gerir hann í Sofia?” „Móðir hans er rússnesk. Hún er sjötíu og fimm ára og heilsuveil. Pete vonast til, að hún fái leyfi til að flytja til Bandarxkjanna. ” „Vinnur hann við sendiráðið hér?” „Hann minntist ekkert á það, en ég held að hann sé í góðri stöðu. Hann ætlar til Plodiv á bíl. Er hann fyrir aftan okkur?” Súsanna gat séð í afturspegil ökumannsins með því að beygja sig aðeins fram. Það var bíll rétt á eftir rútunni. Maðurinn við stýrið var með sólgleraugu. Hann ók rólega, og annar handleggur hans hvíldi á opnum glugganum. Það var ekki Pete Atkins. „Marlene, skiptu um sæti við mig,” sagði Súsanna lágri röddu. „Heyrðu, líður þér illa?” Þær skiptu um sæti, og Marlene leit út. „Þarna er þessi rússneski vinur þinn. Kemur hann líka?” „Ég veit það ekki,” svaraði Súsanna. „Ykkur kom stórvel saman. Ertu hrifin af honum?” „Nei, hann er ekki allur þar sem hann er séður.” Marlene hló. „Maður með andlit og vöxt eins og hann, og þú hefur áhyggjur af lítilsháttar tvöfeldni. Það er ekki furða þó þú hafir aldrei gifst. Þú ert of kröfuhörð.” Súsanna svaraði ekki. Hún setti upp sólgleraugun, hallaði sér aftur í sætið og lokaði augunum. Kvöldið áöur og svefnlaus nótt sem eftir fylgdi hafði sett sín spor. Örvæntingin ,sem hafði heltekið hana eftir að hún hafði kvatt rússann, hafði svipt hana allri sálarró. Tárin höfðu streymt niður kinnar hennar, og henni ætlaði aldrei að takast að stöðva þau. Það var ekki fyrr en hún hafði farið yfir samtal þeirra, að hún sannfærði sjálfa sig um, að þótt hann grunaði ýmislegt, gæti hann ekki vitað neitt. Azarov gat engan veginn vitað að Novak hefði haft skilaboð að sækja á sömu mlnútu og hann lést. Hann gat ekki vitað að hann hefði gert hana að trúnaðarmanni sínum. Hún var sennilega örugg ennþá. Það varð að vera svo. En hvers vegna elti Azarov þau á sínum bíl? „Hlustið þið á mig augnablik”, heyrði hún Olaf segja gegnum hljóðnemann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.