Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 17
lega, hann virtist af einhverjum ástæðum aesast svo upp við að heyra minnst á bíla: — Er hann mikið skemmdur? — Nei, nei, sagði hann róandi, nú liggur þú hér góða stúlkan, á meðan ég sxki sjúkrabíl. — Aldrei, sagði ég svo hátt, að ég fékk hellu fyrir eyrun, ekki til að tala um, ég stíg aldrei fxti upp í svoleiðis farartxki. Ef þú ferð, þá keyri ég burt á meðan. Hann þagði dágóða stund, hefur líklega verið að hugleiða næsta herbragð, en á meðan fann ég, hvcrnig rofaði til í höfðinu á mér og ég gat hugsað skipulega á ný. — Ætli ég sé nokkuð brotin eða svoleiðis? spurði ég samt til vonar og vara. — Sei, sei, sagði hann, ertu farin ið hugsa um svoleiðis smámuni. Eftir lauslega athugun á sjálfri mér og minn úrskurð um að ekkert væri að mér sneri ég mér að bílnum. Ég stóð í fæturna með stuðningi frá manninum, sem sagðist heita Ingi, og við virtum fyrir okkur bílinn, sem hafði hafnað með aftur- endann í moldarbarðinu góða. — Hljóðkútarnir liggja hér uppi I brekkunni, sagði Ingi, annað held ég sé ekki að honum, þótt furðu- legt sé, þetta hefur verið hroða- leg helreið, og hann hefur fengið högg á afturendann, eigandinn hefði haft betra af því, býst ég við. — Ég slæ þig utan undir strax og ég fæ krafta til þess, sagði ég, þakklát honum fyrir hjálpina. Ég fór að leita í vösum mínum að lyklunum að btlnum af gömlum 20. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.