Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU ÞORVALDUR SKÚLASON HEIMSÓTTUR Þorvaldur Skúlason er fjórði myndlistarmaðurinn, sem Vikan kynnir undir yfirskriftinni ,,Islenskir mynd- listarmenn”. Hinir þrír voru Finnur Jónsson, Jóhann Briem og Veturliði Gunnarsson. ,,Ég mála aðeins fyrir mig sjálfan. Ef aðrir verða fyrir áhrifum af myndinni, þá er það gott, en ekki nauðsynlegt fyrir mig. Þegar maður einu sinni hefur skilið, hvað myndunum er ætlað að sýna, hættir maður að reyna að „skilja” hverja mynd. Þá ,,finnur” maður hana.” Þetta segir Þorvaldur Skúlason, sem kynntur er I næsta blaði. I VISKÍGERÐARHÚSIÍ SKOTLANDI. Viskí hefur verið bruggað og eimað í Skotlandi öldum saman, enda eru öll skilyrði til viskigerðar með ein- dæmum góð í Skotlandi, og með tímanum er þetta skoska lífsins vatn orðið einn frægastur drykkur um gervalla heimsbyggðina. Blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar settu sig því ekki úr færi að heimsækja skoskt viskígerðarhús, þegar þeir voru á ferð í Skot- landi fyrir skömmu, og frá þeirri heimsókn segir i næstu Viku. KERAMIK ALLTÁRIÐ. Keramik er orðin ákaflega vinsæl tómstundaiðja fóks hér á landi sem annars staðar, enda vel til þess fallið að stytta fólki stundir á uppbyggjandi hátt. Hjónin Lísa Wium og Gunnar Jónsson kynntust þessari starfsemi i Keflavík, en þau búa nú í Hafnarfirði, þar sem þau hafa miðstöð fyrir áhugafólk um keramik og kenna á námskeiðum allan ársins hring. I næsta blaði birtist viðtal við Lisu og Gunnar, prýtt fjölda mynda frá einu námskeiðanna. SMÁ-SMÁSAGA EFTIR KARLSSON „Þetta var í sjálfu sér ekkert próblem. Ég var búinn að steypa upp kofann, setja á hann þak, gler, útihurð var ég búinn að klambra saman til bráðabirgða (hún dugði mér ágætlega „til bráðabirgða” næstu þrjú árin), og nú var ég að undirbúa að setja einangrun á veggi og svoleiðis. Fyrst þurfti ég að draga í.” Þannig hljóðar upphafið á smá-smásögu eftir KARLS- SON, sem birtist í næsta blaði, en hún fjallar, eins og ráða má af upphafsorðunum, um ofurlitið vanda- mál manns, sem er að byggja. FISKUR í HÁTÍÐARBÚNINGI. íslendingar borða mikinn fisk, eins og nærri má geta, en ekki að sama skapi framreiddan á fjölbreyttan hátt. Það er bara soðin ýsa og steikt lúða og þorskgratín, stöku sinnúm saltfiskur eða gellur, jafn- vel siginn fískur eða reyktur. Allt er þetta nú gott og blessað, en til tilbreytingar má vel matreiða fisk í hátíðarbúningi, og uppskriftirnar í næstu Viku eru einmitt á þann veg. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ölafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. 0tlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Vcrð í lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 20. tbl. 38. árg. 13. rriaí 1976 GREINAR: 2 I Glasgow — þeim græna dýrð- arreit. 19 Hunang er hollt. 36 Ditto. Þorri þrautgóði gefur Fedda fúskara góð ráð. VIÐTÖL: 24 Fyrst og fremst óskipt þrá. Við- tal við Unni Guðjónsdóttur danshöfund. 34 „Þá verð ég manneskja”. Brot .úr viðtali Francoise Sagan við Birgitte Bardot. SÖGUR: 16 Hlaupareikningur númer tíu. Smásaga eftir Nlögnu Lúðvíks- dóttur. 20 Skilaboð frá Absalom. Annar hluti framhaldssögu eftir Anne Armstrong Thompson. 28 Marianne. 25. hluti framhalds- sögu eftirJuliette Benzoni. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 15 Meðal annarra orða: ...og þeir settu handjárn á blómin. 27 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 38 Á fleygiferð í umsjá Árna Bjarnasonar. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í um- sjá Drafnar Farestveit. ÝMISLEGT ■ 7 Létt og slétt — húfa og trefill. 14 Vikan skoðuð í Glasgow. 20. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.