Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 10

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 10
Aleta drottning fer að versla sér til afþreyingar, en sjóræningjarnir gerðu hér strandhögg fyrir nokkru, svo lítið af glæsivarningi er á boöstólum. Hashida galdramaður ríður inn um borgar- hliðin og á eftir honum fylgja margir asnar hlaðnir dýrindis varningi. Hann finnur tóma búð. Hann á auðvelt með að dáleiða kaupmanninn, sem stenst engan veginn járnvilja galdramannsins. Aleta kemur inn og verður yfirsig hrifin af öllum glysvarningnum, sem þarna er að fá. „En þetta er nú ekki neitt," segir kaupmaðurinn. „Hið fegursta og besta er hér inni [ bakherberginu." Þar stendur Hashida og brosir. Hann sveiflar skærum demantinum reglulega. „Fáið yður sæti, kæra frú. Það er þreytandi að versla. Heit sólin hefur þreytt yður, yður er farið að syfja, syfja." Hann sér hann hefur öll ráð hennar i hendi sér. „Sofðul" Aleta gerir eina tilraun til að hrista af sér slenið, en demanturinn dregur úr henni allan mátt. Og stuttu síðar má sjá nokkra menn á leið til fjalla með buröarklefa með tjöldum fyrir. Næsta vika — Leitin. 10-/2 10 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.