Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 16
Þctta var í sjálfu sér ekkert próblem. Ég var búinn að steypa upp kofann, setja á hann þak, gler, útihurð var ég búinn að klambra saman til bráðabirgða (hún dugði mér ágætlega ,,til bráðabirgða” næstu þrjú árin), og nú var ég að undirbúa að setja einangrun á veggi og svoleiðis. Fyrst þurfti ég að draga í. Að ,,draga í” þýðir á mæltu máli að draga raflagnir í rörin, sem búið var auðvitað að steypa í veggina. Ég hafði fengið færa rafvirkja til þess að tcikna allar lagnir og setja þær I steypuna. Þetta var því ekk- ert próblem. Efni i allar raflagnir var ég búinn að kaupa, svo ekkert var eftir annað en fá rafvirkjana til að ganga frá ídrættinum. Ekkert próblem. Rafvirkjarnir voru ágætis vinir, unnu saman annað veifið og drukku saman hitt veifið. Verst var, að þeir voru oftast á hinu veifinu. Báðir voru þeir góðir vinir mínir og höfðu margoft boðið mér að gera þetta í einum hvelli, þegar vcl stæði á fyrir mér og þeim. Nú stóð vel á fyrir mér, en eftir var að vita, hvernig stæði á fyrir þeim. Ég reyndi að hringja, en þá stóð svo illa á, að Gúndi fannst ekki þá helgina, en Nonni sagði, að það væri ekkert próblem. Hann mundi finna hann, hefði sennilega farið í veiðitúr eða eitthvað svoleið- is, og næsta helgi væri alveg tilvalin. Hann mundi hringja í mig. Ekkert próblem. Næsta helgi kom, en Gúndi var enn ,,í veiðitúr”. Ég fór að hafa lúmskan grun um að „veiðitúrinn” væri ekki bara veiðitúr, heldur einhvers konar annar túr. En þetta virtist ætla að lagast óvenjufljótt, því að næsta fimmtudag um fjögur- leytið hringdi Nonni kallinn sjálfur í mig og sagði mér að sækja þá strax klukkan fimm um kvöldið, þeir mundu klára þetta á ,,nó tæm,” bara ef ég hefði allt tilbúið. Ekkert próblem. Klukkan fimm kom ég og sótti þá. Þeir komu eins og skot, glaðir og reifir, og ég ók af stað. Að vísu báðu þeir mig um að stansa aðeins við í Ríkinu, en það tók engan tíma, og við héldum aftur af stað út I kofa. Á leiðinni lögðu þeir á það mikla áherslu, að ég hefði nú allt tilbúið, þegar þeir kæmu á staðinn. Smá-smásaga eftir KARLSSON — Áttu nógan kapal? Dósir í loftið, eins og ég sagði þér? Nippla og allt það? Ég sagðist hafa allt til reiðu. — Ökey Gúndi, sagði Nonni. — Um leið og við komum, nærð þú í tröppurnar og dembir þér upp. Ég rétti þér dósirnar og nipplana, og þú skellir þeim í. Aðalatriðið er að vera snöggur að koma sér að verki, allt efni við hendina, þá klárum við þetta á nó tæm. — Ekkert próblem, sagði Gúndi og setti sig í stöðu. Þeir voru eldsnöggir út úr bíln- um, þegarvið komum að kofanum. Gúndi hljóp þangað sem trappan stóð, greip hana og hljóp beint inn í stofu. Nú skyldi ég sjá snögg hand- brögð. Nonni hljóp þangað sem efnið var, greip eina hönk af kapli, nokkrar loftdósir, nippla og svoleið- is og var kominn inn í stofu rétt á hæla Gúnda. 16 ViKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.