Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.05.1976, Side 29

Vikan - 20.05.1976, Side 29
Sófasett í háum gœðaflokki — en lágum verðflokki MEÐ STAÐGREIÐSLU AFSLÆTTIKOSTAR ÞAÐ AÐEINS FRÁ KR. 144.360.- MEÐ HAGKVÆMUM LÁNSKJÖRUM FRÁ KR. 160.400.- Opið á föstudögum til kl. 7 jii — hvnuv iuvym uvifuui Húsgagnadeild Hringbraut 121 - Sími 28-601 Græn, djúpskyggn augu hennar og votar varir höfðu seiðmögnuð áhrif á hann og hann var á valdi ástríðna, sem reyndust öllu öðru yfirsterkari. Hann ætlaði að faðma hana að sér og kyssa hana, en Mari- anne hörfaði ósjálfrátt undan. Hún var líkt og leyst úr álögum. Spörv- inn baðaði út vængjunum. „Þetta er í annað sinn,” sagði hún kuldalega, ,,sem þér hafið boðist til þess að nema mig á brott. Hvers vegna haldið þér, að ég sé tilleiðanlegri núna en á brúðkaups- nóttina?” ,,Vegna þess að þér standið einar uppi, vinalaus, og snörur bíða yðar við hvert fótmál. Þér getið ekki haldið áfram þessu flóttamannslífi yðar, siglt undir fölsku flaggi, og verið undir náð og miskunn þeirra sem ætla að svikja yður og tæla komin. Það sem ég hef upp á að bjóða er frelsi i nýju landi, mínu landi. Ég fer ekki fram á, að þér verðið mín, aðeins að þér komið með mér. Ég er með skip...” „Veit ég vel,” svaraði Marianne köld í viðmóti. ,,Og ég veit einnig, hvernig þér komust yfir það. Haldið þér að ég muni nokkru sinni gleyma þvi? Nei, Jason Beaufort, sú minn- ing mun fylgja mér svo lengi sem l. BENZ0NI 26 C Opera Mundi Paris HNNE ,,Þér eruð yndislega fögur,” sagði hann dapurlega. „Engin ætti að hafa leyfi til þess að vera svona falleg. Það er hættulegt...já, hættulegt. Á meðan þér dveljið hér eruð þér í hættu. Þér verðið að yfirgefa þetta hús, þetta land... ell^gar munuð þér fyrr eða síðar gjalda þess. Sjávargyðjur eru ekki skapaðar til þess að troða stigu þessa heims. Þær eru dætur hafsins og sækja hamingju sina i undir- djúpin og ég hef aldrei hitt nokkra manneskju, sem er eins lík sjávar- gyðju og þér. Komið með mér út að hafinu, Marianne...” ég lifi, grimmúðleg eins og hatrið...” „Ég er ekki að biðja yður um að gleyma,” sagði Beaufort óþolin- móður. Ég bið yður einungis að koma með mér og leyfa mér að bjarga yður. Þér eruð i bráðri hættu hér.” „Frakkar og englendingar eiga í stríði. Enska lögreglan mun ekki hafa upp á mér hér.” „Ég er ekki að tala um það. Hættan stafar af öðru og meiru en ensku lögreglunni. ” „Hvers konar hætta?” „Það get ég ekki sagt yður, en það er mikill háski á ferðum.” „Ef bér viljið að ég trúi yður verðið þér að segja mér, hvað það er.” „Nei, mér er það ómögulegt.” „Þá hef ég engan áhuga á þessari þokukenndu viðvörun yðar. Og segjum svo að ég sé í hættu, af hverju er yður þá svona áfram um að hjálpa mér?” „Kannski vegna þess, að ég hef aldrei getað afborið að sjá sann- kallað listaverk ^yðilagt, ef til vill af því, að mig langar til þess að gefa yður aftur jafnvirði þess, sem ég tók frá yður. Komið með mér. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 21. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.