Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 38
— Mér leiðist rifrildi og reyni að komast hjá að lenda í slíku. Maður fær aldrei neitt upp úrjuliu, nema þegar maður gerir henni eitt- hvað á móti skapi. Ég lagði þess vegna til, að hún leitaði læknis. Fyrst fórum við til Ellisons og hann benti okkur á að leita til yðar. — Jahá! sagði Frohlich læknir. — Og nú er kannski kominn timi til þess að ég skýri fyrir yður, hvað ég hyggst fyrir í dag. Ég hef þegar rætt við frú Smollett um dáleiðslu- aðferðina, sem við notum við sál- greiningu, svo að ég jstla ekki að þreyta hana með því að endurtaka það allt frá orði til orðs. Ég reyni þvi að stytta mál mitt. Við álítum, að dáleiðsla sé góð lækningaaðferð og komi að góðu haldi við sérstakar aðstæður. Hún getur sperað sjúkl- ingnum margra mánaða erfiði og sálarstríð við að einangra frumorsök veiklunar sinnar. Hún hjálpar bæði sjúklingnum og lækninum við að komast að rótum vandans. Hvað konu yðar viðvikur held ég, að hræðslu hennar við hunda megi rekja til einhvers atviks í bernsku, einhvers, sem gerðist endur fyrir löngu, og ef við getum lyft hulunni af dulvitund hennar, ef svo má að orði komast, verður það áreiðanlega til góðs. — Ég skil, sagði George. — Við getum náttúrlega ekki gert okkur vonir um skjótan bata, hélt læknirinn áfram. — En ég er mjög bjartsýnn — já, ég er sann- færður um, að frú Smollett nær fullri heilsu. Og nú hef ég semsé hugsað mér að flytja konu yðar aftur til fortíðarinnar og sjá, hvort við getum ekki lyft hulunni... Hann þrýsti á hnapp í skrif- borðinu sínu, og aðstoðarstúlkan kom inn. Hún dró gluggatjöldin fyrir. — Þér viljið kannski vera svo góður að bíða fyrir utan. Ég skal láta yður vita undireins og konan yðar er fallin í dásvefn. George fór út. Það var dimmt í herberginu, og læknirinn kveikti á skrifborðslampanum. Ljósgeislinn féll beint framan í Júlíu. — Gerið þér svo vel, herra Smollett, sagði aðstoðarstúlkan. Enn var dimmt í herberginu, þegar George gekk inn. Frohlich sat á skrifborðshorninu. Julia sat í hnipri með lokuð augu. — Viljið þér gera svo vel að setjast þarna og hafa alveg þögn, meðan ég spyr hana, sagði lækn- irinn. George settist, og læknirinn hall- aði sér að konunni hans. — Þér getið opnað augun núna. Hún hlýddi. Augu hennar voru fjarræn, en ekki starandi. — Vitið þér, hvaða dagur er í dag, Júlía? — Miðvikudagur. — Nei, það er föstudagur, er það ekki? — Jú, það erföstudagur. — Nei, Júlía. Það er ekki föstu- dagur heldur. Hvaða dagur er í dag? Hún hikaði. — Ég veit það ekki. Læknirinn sneri sér að manni hennar. — Ég geri þetta til'þess að rugla tímaskyn hennar. Síðan hélt hann áfram að spyrja hana, uns hún vissi ekki hvaða mánuður var og ekki heldur hvaða ár. — Júlía. Nú skuluð þér hlusta vandlega. Ég vil, að þér farið aftur í hið liðna. Ég vil, að þér verðið aftur lítið barn. Nú eigið þér að lifa upp aftur atburði, sem gerðust, þegar þér voruð lítil stúlka. Þér eigið að sjá og heyra og finna til eins og þegar þér voruð iítil stúlka. Og þér eigið að segja mér allt, sem þér sjáið, heyrið og finnið. Og þér eigið að svara öllum spurn- ingum mínum... Hann hallaði sér nær henni. — Nú eruð þér eins árs, Júlía. Segið mér nú, hvort þér eruð hræddar við hunda. George Smollett hrökk við, þegar hann heyrði svar konu sinnar. Röddin var lág og ógreinileg, næstum óþekkjanleg. — Nei, sagði röddin, — ég er ekki hrædd við hunda. — Nú eruð þér tveggja ára. hélt læknirinn áfram. — Eruð þér hræddar við hunda? — Nei, sagði röddin aftur, — ekki hrædd við voffa. — Nú eruð þér þriggja ára, Júlía. Eruð þér hræddar við hunda? Nú var röddin sterkari. — Nei, ég er ekki hrædd. Bernskuár hennar liðu hjá í andlitssvip hennar og raddbreyt- ingum. Svo sagði læknirinn: — Nú eruð þér tiu ára. Eruð þér hræddar við hunda? Andlit hennar snarbreyttist og hún greip I armana á stólnum. Svo kreppti hún hnefana og neri augun. Síðan fór hún að snökta. — Tryggur, sagði hún og svelgd- ist á. — Tryggur:.. — Hver er Tryggur, Júlía? Er Tryggur hundur...? — Já. Hún kinkaði kolli. — Tryggur er hundurinn minn. Tryggur er góður hundur. — Hvar er Tryggur núna, Júlla? — Hann er dauður, kveinaði hún. — Þau drápu hann. Það er mér að kenna. Hún hætti allt I einu að snökta og rödd hennar harðnaði. — Það var honum að kenna. Bobby. — Hver er Bobby, Júlla? — Ég hata hann! Hann er kvik- indi! Bobby er kvikindi! — Hver er hann, Júlía? Er hann leikfélagi þinn? — Ég hata hann! Hann er alltaf að strlða mér! Ég er fegin að ég gerði það! Ég er fegin! En þið fáið ekki að drepa Trygg! Þið fáið það ekki! — Segðu mér frá Bobby og Trygg. Er Bobby lítill strákur? — Nei. Hann á heima I næsta húsi. Hann er tólf ára. Hann rlfur I hárið á mér og rífur af mér fötin. Hann slær Trygg með steini. Augu hennar þöndust út. — Mamma! hrópaði hún. — MAMMA! Hún æpti svo full skelfingar, að George þaut upp úr stólnum. Læknirinn bandaði honum aftur á sama stað. — Hvað kom fyrir, Júlía? Hvers vegna hrópið þér á móður yðar? Hvað gerði Bobby? — Hann drap hann! Hann drap hann! hrópaði barnsröddin. — Flver? sagði læknirinn hátt. — Hver? — Ég varaði hann við, snökti Júlía og axlir hennar hristust af ekka. — Ég sagði honum, að ég skyldi gera það. Ég sagði honum það! Aftur hætti hún snögglega að snökta. Hún stirðnaði upp I stóln- um og krosslagði handleggina á brjóstinu. En þó varð breytingin mest I augum hennar. — Á hann! hvlslaði stúlkurödd- in. — Á hann, Tryggur! Dreptu hann! — Guð minn gpður, stundi George. — Þegið þér! Læknirinn hvessti sig við George. —Júlía, hlustið þér á mig! Ég vil, að yður fari að líða betur! Ég vil, að þér útskýrið allt fyrir mér. Siguðuð þér hundinum á Bobby? Hún seig aftur saman. Hún kink- aði kolli. 1— Meiddi hann Bobby? Drap Tryggur Bobby? — Nei, sagði hún lágt. — Hann beit Bobby! Hann drap hann ekki. Hann beit Bobby I hálsinn. En þau drápu Trygg. Þau drápu hundinn minn. Það var mér að kenna...mér að kenna.. .Röddin dó út. Frohlich leit snöggt á George. — Verið svo góður að fara. Fimmtán mínútum síðar höfðu gluggatjöldin verið dregin frá og það sem gerst hafði virtist næstum hafa verið draumur, þegar Frohlich settist við skrifborðið sitt og brosti til þeirra. — Jahá, frú Smollett, nú vitið þér það semsé. Það er þetta atvik I bernsku — þessi litli harmleikur, sem hefur valdið þessum stöðuga ótta yðar. Og þó er það framar öllu öðru sektarkennd. Þér sakið sjálfar yður um að eiga sök á óláni Bobbys litla, þó að þér óskuðuð þess, að Tryggur réðist á hann, og þegar hann gerði það, fannst yður eins og þér ættuð sök á þvl. Og þar af leiðandi hafið þér alið með yður ótta, sem þér ættuð ekki að þurfa að hafa neitt meira af að segja. Hann leit út um gluggann. — Nei, sjáið þið bara út! Sólin er farin að sklna. Ég held bara það sé tákn- rænt frú Smollett. Haldið þér það ekki líka? Hún brosti til hans. Þremur vikum síðar hringdi slm- inn I forstofunni einmitt þegar Júlla Smollett var að koma úr búð- um. Hún tók upp tólið. 38 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.