Vikan - 17.06.1976, Síða 31
MARIANNE
ÞAÐ SEM Á UNDAN ER KOMIÐ.
Marianne d' Asselnat dóttir
enskrar aðalskonu og fransks aðals-
manns, sem tekin voru af lífi í
frönsku byltingunni, elst upp hjá
móðursystur sinni íEnglandi, geng-
ur t hjónaband viku eftir andlát
frænku sinnar, drepur eiginmann
sinn i bræði yfir því, að hann lagðt
brúðkaupsnótt þeirra undir í spil-
um, flýr til Frakklands og lendtr í
margvíslegum raunum á franskrt
grund, áður en Fouché lögreglu-
stjóri í París kemur henni til hjálpar
og útvegar henni starf hjá Talleyr-
andshjónunum. Talleyrand kemst
að því, að Pouché neyðir Marianne
til að njósna um hagi þeirra hjóna,
en hann hvetur hana til að halda
því bara áfram. Marianne er gœdd
frábœrri söngrödd, og hún syngur í
afar viðhafnarmiklu samkvœmt hjá
furstanum. I veislunnt hittir Mart-
anne Jason Beaufort hinn ameríska,
sem vann brúðkaupsnótttna af
eiginmanni hennar, og var þar með
upphafsmaður að raunum hennar.
Hann vill friðmælast við hana, en
hún tekur það ekki í mál.
Hún fer með Talleyrand út fyrir
París, til veiðiseturs monsieurs Den-
is, sem Talleyrandsegir vera fornvin
sinn. Denis er ekki viðlátinn, þegar
þau koma til veiðiseturs hans.
Talleyrand fer afturþegar t stað, og
Marianne tekur á móti monsieur
Denis með söng.
Vel fer á með þeim Marianne og
monsieur Denis um nótttna, en t
dögun fer hann frá hennt. Skömmu
síðar heldur hún af stað til Parísar,
en á leiðinni þangað er vagntnn
stöðvaður, grímuklæddir menn
ræna henni og færa hana í drunga-
legan kastala.
Riddarar skuggans setja rétt yfir
Marianne og ákæra hanafyrtr svik vtð
ætterni sitt og samstarf við erkióvtn-
inn — Napóleon keisara.
„Skítuga flökkudrós. Yður er
svo annt um eigið skinn, að þér
eruð reiðubúin að sverja hvað
sem vera skal.! En lygar munu
ekki bjarga yður, heyrið þér það!
Og þér hatið Napóleon? Hötuðuð
þér hí^nn í nótt aö Butard?“
,,Buiard?“ át Marianne upp
eftir honum.
„Já, Butard. í ástarhreiðrinu
hans, þar sem þér eydduö nótt-
inni! Eða kannski háttuðuð þér
ekki með honum Það var ekki
hann, sem átti vingott við yður?“
Marianne fékk suðu fyrir
eyrun. Allt virtist á hverfanda
hveli, heimurinn að hr.vnja til
gru'nna þarna fyrir augunum á
henni. í örvæntingu sinni hrópaði
hUn upp yfir sig:
„Nei! Nei! Það er ekki satt! Þér
eruð að skrökva! Maðurinn, sem
ég hitti, er kallaður Charles
Denis! Réttur og sléttur “
„Þér ætlið ekki að hætta
þessum lygum! Að ég sk.vldi dást
að hugrekki yðar og jafnvel vera
reiðubUinn til þess að hjálpa
yður!“
Baróninn var æfur af reiði, og
hann var í þann veginn að slá
hana aftur, þegar Bruslart stökk
til þeirra. Hann dró Marianne Ur
greip vinar síns og skaut henni
aftur fyrir sig.
„Þetta er nóg Saint Hubert,"
sagði hann og var þungur á
brUnina. „Eg er enginn morðingi
og ofsæki ekki konur. StUlkan er
svo hrædd, að hUn veit ekki hvað
snýr upp og hvað niður."
„0, ætli hUn sé ekki bara að
narra okkur. Látið mig um hana,
ég skal fá hana til þess að leysa
frá skjóðunni. Fólk af hehnar
sauðahUsi á ekki skilið nokkra
miskunn."
„Eg segi hins végar, að nU sé
nóg komið. Það er dálítið, sem ég
skil ekki.“
JULIETTE
BENZONI
C Opera Mundi Paris
Hann snéri sér að Marianne,
þar sem hUn lá hálf meðvitundar-
laus, en andlit hennar nam við
gölfið. Hann hjálpaði henni á
fætur og fékk hana til þess að
setjast á lágan stól. Það glumdi í
höfðinu á henni likt og í kirkju-
klukku. HUn reyndi án árangurs
að einbeita sér og var einna helst
á þvi, að hUn væri að ganga af
göflunum. Hvað voru þessir menn
að fara? Æ, auðvitað. Þeir voru
vitskertir, ellegar hUn var fórnar-
lamb einhvers hræðilegs mis-
skilnings. Charles. . . Charles! 0,
guð minn góður. Hvernig gátu
þeir ruglað honum saman við
ævintýramanninn, sem hélt allri
Evrópu í stálkrumlu sinni? Hann
sem var svo vingjarnlegur og
blíður. Þeir þekktu hann ekki.
Það gat ekki verið. Hann var
einungis venjulegur maður. Æ,
hvað hana verkjaði í höfuðið!
Marianne varð nú vör, við , að
glasi var þrýst að vörum hennar.
„Drekkið þetta,“ sagði
riddarinn. „Síðan skulum við
reyna að komast til botns í þessu
máli.“
„Charles!” stundi hUn „Charles
Denis. ÞU veist ekki...“
„Drekkið, sagði ég. Þér eruð
náfölar!'1
HUn fékk sér sopa, og af víninu
var sterkur keimur. Ylurinn
breiddi sig sem óðast um skjálf-
andi líkama hennar, og hUn
vaknaði smám saman til lífsins
aftur. Svo ýtti hUn glasinu frá sér
og horfði á riddarann, en í svip
hans var meðaumkvun.
„Svona ung og samt þetta
spillt," muldraði hann.
„Aldurinn ræður engu um
hugarfar konu!“ Það var engin
vorkunnsemií rödd Morvans.
„Ég bað yður um að leyfa mér
að komast til botns í þessu,
monsieur strandþjófur,“ svaraði
Bruslart hvasst. „Verið svo ekki
alveg ofan í henni. Það gerir bara
illt verra'.
Saint-Hubert barón rak upp
hæðnishlátur.
„Kæri riddari, einn góðan
veðurdag mun þessi óforbetran-
lega veikleiki yðar fyrir konum
koma yður á kaldan klaka. Og
hver veit nema sá dagur sé þegar
upp runninn."
„Ef svo er þá er ég nógu
reyndur til þess að sjá það án yðar
aðstoðar. En eins og á stendur vil
ég biðja ykkur að vera ekki að
sletta ykkur fram í þetta mál.“
„Jæja, sp.vrjið þá. En við erum
hérna og hlustum."
Riddarar skuggans fóru Ut i
hinn endann á hvelfingunni. en
Marianne og Bruslart voru ein.
eftir við borðið.
„1 gærkvöldi." sagði hann
þolinmóður, „var farið með yður í
veiðihUsið að Butard?"
„Já, svo mun vera."
„Hver fór með yður þangað?"
„Furstinn af Benevento. Hann
sagði mér, að hUsið væri í eigu
vinar hans, borgara að nafni
Charles Denis og að hann hefði
nýlega orðið fyrir sárum missi.
Söngur minn átti að verða honum
til huggunar."
„Og yður undraði ekki. að
maður á borð við Tallevrand
skvldi sjálfur fylgja vður á fund
venjulegs borgara?”
,,JU. En furstinn tjáði mér, að
þeir væru aldagamlir vinir. Eg
hélt... ég hélt. að furstinn hefði
kannski kynnst honum í bylting-
unni eða að þetta væri einungis
felunafn erlends samsæris-
manns."
Við bjóðum yður fjölbreytt úrval af
hannyrðavöum.
Gömul og ný íslensk mynstur.
Danskar, norskar og sænsk^r úrvalsvörur.
Hannyrðaverzlunin Nálin
LAUGAVEGI 8, SÍMI 18640
25.TBI. VIKAN 31