Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.06.1976, Side 32

Vikan - 17.06.1976, Side 32
Spáin gildirfrá fimmtudegi til miðvikudags HRÚT'JRINN 21. mars - 20. aori1 Vertu opinn fyrir þvi, sem lífið hefur upp á að bjóða. Gamall vinur þinn kemur í heimsókn og það hrærir hjarta þitt. Farðu, gætilega x fjármálum. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Góðarfréttir, sem varða eitthvert þjóðþrifa- mál, koma þér skemmtilega á óvart. Þú færð bréf frá einhverjum þér mjög nákomn- um í lok vikunnar. TVÍBURAPNIR 22. maí - 21. júni Þú mátt ekki gefast upp, þótt í svipinn virðist svo sem þér séu allar bjargir bannaðar. I rauninni áttu nefnilega margra kosta völ og vandinn er aðeins sá að velja. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Reyndu að taka hlutunum af meiri rósemi og vinna af meira skipulagi. Með rólegheit- unum nærðu miklu meiri árangri en með fumi og fáti. LJÓNIÐ 24.júti — 24. agúst SjjgTcTTv Þú ræður við stærri og viðameiri verkefni en kI þú heldur sjálfur. Láttu þér aldrei detta i hug, að þú sért orðinn of gamall til að ^ framkvæma eitthvað. U3J MEYJAN 24. égúst — 23. sept. Ungur vinur þinn — jafnvel barn — bendir þér á leið að markinu. Hugsaðu þig ekki tvisvar um heldur gakktu rakleiðis Sfram og láttu ekki stöðva þig. VOGIN 24. sept — 23. okt. Stundum verður fólk að vera svolítið sjálfs- elskt. Ekkert er verra en að ,,fórna sér” fytir aðra. Ekki er þar með sagt, að þú eigir að sýna algert tillitsleysi. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Þú hefur dregið allt of lengi að taka ákvörðun. Nú eru síðustu forvöð: Þú verður að hrökkva eða stökkva. Eitthvað óvænt mun gerast í ástamálunum. fSé^ BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú hefur lagt hart að þér við vinnu undanfarið, en nú virðist hörðustu hríðinni lokið og þú getur farið að unna þér hvíldar, sem þér er sannarlega ekki vanþörf á. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Hugsaðu fyrst — framkvæmdu svo. Þetta er gullvæg regla, sem kominn er tími til, að þú farir eftir. Þér hættir nefnilega til að vera hræðilega fljótfær. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Gerðu ekki of miklar kröfur til sjálfs þín. Þú hefur alltaf í hyggju að afreka meiru en þú kemur nokkurn tíma 1 framkvæmd. Vertu hófsamari. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Þú getur haft mikil áhrif á umhverfi þitt, miklu meiri en þú gerir þér grein fyrir. Því fylgir auðvitað ábyrgð, en þú ætti samt að notfæra þér þennan möguleika. iTdÖRNUSPÁ ,,Við munum koma að því seinna. Hver tók á móti yður í Butard? Þ.jónn? ,,Nei. Ég held að það hafi verið vinur M. Denis. Hann er kallaður Duroc. En það var einnig þjónn þarna.” ..Þjónn að nafni Constant, var ekki svo?” „Jú, ég held það.” Djúp rödd riddarans varð allt í einu mjög þýð. Hann beygði sig yfir Marianne og horfði fast i augu hennar. „Elskið þér þennan M. Denis?” „Já... já ég elska hann. Eg held, að ég hafi elskað hann frá því ég leit hann fyrst augum. Ég sá hann og svo...” „Og svo,” sagði Bruslart og botnaði fyrir hana setninguna, „tók hann yður i faðm sér. Hann heillaði yður, já næstum dáleiddi. Svo er sagt, að ástaryrði hans hljómi þýðar en nokkurs annars manns.” Marianne leit stórum augum á hann. „Nú þér þekkið hann þá? Er þetta ekki maður, sem fer huldu höfði, samsærismaður eins og þér sjálfur? Eg vissi, að hann væri í hættu staddur.” Nú brosti Bruslart í fyrsta skipti. „Já. ég þekki hann, og ég býst við, að hann sé oft í nokkurri hættu. Á ég að sýna yður þennan monsieur Denis?” ,,Já..já, auðvitað. Er hann hérna?” sagði hún og ný von glæddist með henni. „Hann er alls staðar,” sagði riddarinn og yppti öxlum. „Hérna, lítið á.” Hann tók gullpening upp úr vasa sínum og rétti Marianne. Hún starði undrandi á peninginn. „Andlitið,” hélt Bruslart áfram. „Kannist þér ekki við það?” Marianne skpðaði það betur, en síðan roðnaði hún út undir eyru. Hún reis ósjálfrátt á fætur, og augu hennar urðu eins og tvær undirskálar. Jú. hún kannaðist mætavel við þennan fíngerða vangasvip. „Charles!” stundi hún ráð- þrota. „Nei,” sagði riddarinn alvar- legur í bragði. „Napóleon! Það var lil hans, sem sá gamli refur Talleyrand fór með yður í gærkvöldi.” Marianne glopraði niður gulldpeningnum, og hann rúllaði eftir lígulsteinslagða gólfinu. Henni fannst gólfið ganga i bylgj- um undir fótum sér og veggirnir stiga trylltan dans. Marianne rak upp vein, en þvi næst féll hún í öngvit. Þegar hún rankaði við sér aftur, lá hún t hálmi á einhverj- um dimmum stað. Eina lýsingin var frá glóðarlampa, en einhver furðufugl beygði sig yfir hana. Hann var skarpleitur, hárið tekið að þynnast og vangaskeggið úfið. Dökk augu hans voru greindar- leg. Þegar hann sá, að Marianne opnaði augun, brosti hann breitt. „Jæja, eruð þér að vakna til lífsins? L.iður yður betur?” Marianne reis upp við dogg, en það kostaði hana mikla áreynslu. Hún var með höfuðverk, og henni fannst hún öll vera marin og blá. „Já, þakka yður f.vrir. Eg er ögn betri. En hvað kom fyrir mig? Hvar erum við stödd?” Ökunni maðurinn settist við hlið hennar og brá höndunum um horuð hné sér, en gætti þess áður að lyfta lafinu á frakkanum sín- um. Blár frakkinn og brúnar bux- urnar voru greinilega úr vönduðu efni og vel sniðin. Marianne leit í kringum sig og sá, að þau voru stödd í eins konar helli meö járn- rimlum fyrir. „Hvað komið hefur fyrir yður,” sagði maðurinn rólegur, „veit ég ekki. Riddarinn de Bruslart notar þennan kjallara sem fundarstað. þegar hann er í París. en hann og félagar hans komu með yður hingað fyrir stuttri stundu. Eg h.vgg. að yður sé ætlað að dvelja hér á meðan mál yðar er í rann- sókn. Þessir herramenn virtust ekki vera á eitt sáttir um hvað gera skyldi. Þeir gátu ómögulega komið sér saman um það. Einn var helst á því að varpa yður i Signu með væna sökku bundna um hálsinn, en riddarinn, sem er sannur heiðursmaður, sagðist reka hvern þann mann í gegn, sem dirfðist að snerta yður án hans samþykkis. En hvað snertir núverandi dvalarstað okkar,” sagði maðurinn og benti á hinn grófgerða kalkk.jallara. sem þau voru stödd i, „þá get ég sagt yður, mín kæra, að þetta eru kalksteins- námurnar að Chaillot. en þær hafa ekki verið nýttar í mörg ár. Ef þessar járngrindur væru ekki þarna, þá gæti ég sýnt yður gamla kalkþurrkunarofninn, sem er enn í góðu lagi.” „Kalksteinsnáma!” sagði Mari- anne, „en ég var í einhvers konar hvelfingu, þegar leið yfir mig." „Já, það er inngangurinn að þessum námum og er hið eina, sem eftir er af klaustrinu Dames de la Visitation, en þar leitaði hin hrjáða Louise de la Valliére hælis til þess að forðast Loðvík 14. þann saurlífissegg. Og þar flutti Bossuet líkræðuna yfir Henriettu hinni ensku.” Þessi einstaki náungi var greinilega allvel að sér, en eins og á stóð var frönsk saga ekki mjög ofarlega í huga Mariannes. Hún var undrandi og jafnvel dálítið vonsvikin, að hún skyldi enn vera á lífi. Hversu miklu einfaldara hefði það ekki verið, ef Riddarar skuggans hefðu drepið hana á meðan hún var meðvitundarlaus. Þá hefði hún ekki þurft að vakna með yfirþyrmandi höfuðverk og sárar endurminningar. Já, ef þeir hefðu bara látið verða að því að varpa henni i Signu, þegar þeir tóku hana úr vagninum. Auðvitað hefði hún átt í sálarstríði, en það hefði tekið fl.jótt af. Hún væri þá dáin núna, og hefði tekiö með sér hinar ljúfu og dásamlegu minn- ingar með sér í gröfina. Hún hefði látist með funann af brennandi kossum Charles enn á vörum sér. Enginn hefði getað tekið það frá henni. En núna vissi hún hver hann var og leit á sig sem leik- sopp duttlunga þessa einræðis- herra, og henni farmist líf sitt vera í rúst. Þegar Charles tók hana í arma sér, hafði henni fundist hann verða fyrir sömu opinberun og hún sjjálf. En því var ekki að heilsa. Hún hafði einungis verið 32 VIKAN 25.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.