Vikan - 17.06.1976, Síða 34
einu. „Er það vegna samúðar yðar
við stjórnina?”
Arcadius de Jolival yppti öxl-
um.
„Ef Bruslart ætlaði sér að fang-
elsa alla þá, sem aðhyllast þessa
stjórn, þá þyrfti hann rýmri
vistarveru en þessa hérna. Nei, ég
er í hálfgerðu skuldafangelsi.”
„Nú, hverjum skuldið þér?”
„Dame Desormeaux, öðru nafni
Fanchon-Fleur de Lys. Ég hygg að
þér hafið hitt þá markverðu
konu?”
„Þetta tötralega, gamla skass?
Skuldið þér henni peninga?”
sagði Marianne og varð æ ráðvillt-
ari.
„Já, raunar.”
Jolival reyndi að láta fara betur
um sig og hélt áfram.
„Þér skulið ekki gera of mikið
úr druslunum, sem hún er í. Hún
klæðir sig eftir því sem við á. Ég
hef séð hana klædda líkt og hún
væri keisaraynja.”
„Hún er hræðileg.”
„Já, siðferðilega. Verri gerast
þær varla, en þetta var eitt sinn
fögur kona. Vitið þér hvernig hún
fékk þessa nafngift sína?”
„Nei, hvernig ætti ég að vita
það? Ég hef aðeins séð hana einu
sinni.”
„Hún má muna sinn fífil fegri.
Þegar hún var upp á sitt besta,
var Fanchon eins fögur og lilja og
Loðvik 15. eerði hosur sinar
grænar fyrir henni. Þau áttu
meira að segja eina dóttur saman,
Manette, og hún var jafn fögur og
móðir hennar. En metnaði
Fanchons fyrir hönd dóttur
sinnar voru engin takmörk sett.
Hún lét ala hana upp eins og
prinsessu, sem hún raunar var og
einmitt í þessu klaustri, sem við
erum stödd í. Á meðan lét móðir
hennar heldur betur hendur
standa fram úr ermum og
stundaði ábatasama iðju, en var
ekki beint vel séð af heldra
fólkinu. Endirinn varð svo sá, að
hún varð að krjúpa fyrir framan
böðul Parísarborgar og lilja var
brennimerkt á hægri öxl hennar.
En hún kunni ekki að stammnt
sín og hældist um yfir þessu.
Þegar allt kom til alls, þekkti hún
mæta vel liljuna úr svefnherbergi
konungs. Þessi lilja varð svo til
þess, að hún komst í gegnum bylt-
inguna án þess að fá á sig svo
mikið sem skrámu og meira að
segja jók hún við auðæfi sín.
Manette var alin upp sem hefðar-
mær og hegðaði sér þvi miður
samkvæmt því þar til yfir lauk.
Þann dag, sem dóttir Fanchon var
gerð höfðinu styttri, sór hún þess
dýran eið að berjast gegn bylting-
unni og öllu sem fylgdi í kjölfar
hennar. I dag á konungurinn eng-
an hollari fylgismann og vita-
skuld hatar hún keisarann í jafn
rfkum mæli.”
IISSI & PINNI
Stórkostleg hugmynd, skipstjóri! Éghef
heyrt þaö sé dásamlegt að vera á Tahiti'
_ og þar séu dansandi stelpur og,
1 bjölluhljómur eins og fegursta tón- |
■“ „list...
■ *)/>
Þvilik heppni!
Nú skulum
við hlusta!
t Þegar við erum farnir, Skeggur. Þá verður
gaman! Þá fáum við frið fyrir mömmu og
þurfum ekki að höggva við, mála þök og
þræla allan daginn! Við förum
í?,
© King Fc»lure« Syndiote, lnc„ I9?4. WorldtighU
- og margt annað sem er þess virði að líta á.
Vörur fyrir alla - Verð fyrir alla
IÉKK-
KKISTVLI.
Laugavegi 15, s(mi 14320.
Mikið og vandað vöruúrval.
Handskorinn kristall
Mótaður kristall
Litaður kristall
Glervörur í miklu úrvali
Onix vörur mjög fallegar
Styttur í fjölbreyttu úrvali
Keramik frá Glit
34 VIKAN 25. TBL.