Vikan - 24.06.1976, Side 24
SVEIN/tSONGUK
Á annað hundrað þátttakendum á
ráðstefnu slökkviliðsmanna var boðið
til slökkvistöðvar Keflavíkurflugvallar
fyrirskömmu til að kynna sérstörf þeirra
og allan aðbúnað. Sveinn Eiríksson
slökkviliðsstjóri og sveinar hans höfðu
skipulagt móttökurnar með prýði og
gerðu daginn lærdómsríkan og eftir-
minnilegan öllum gestum.
EF ÞÚ einhverntíma átt samræður við
einn hinna mörgu yfirmanna slökkviliðs
Keflavíkurflugvallar, þá skaltu vera vel á verði,
því þú getur hæglega hrokkið svo illilega við,
að það taki þig langan tíma að jafna þig aftur.
Ég átti viðræður við einn slíkan nú nýlega,
þegar óþekkt, skipandi rödd blandaði sér
skyndilega inn í samtalið, og ég heyrði ekki
betur en hún kæmi beint úr vasa þess, sem ég
var að ræða við í mesta bróðerni. Satt að segja
þá brá még svo ónotalega við að ég man hreint
ekki, hvað röddin sagði, enda kom það
samtalinu ekkert við. Mig minnir að hún hafi
sagt eitthvað þessu Kkt: „Fjörutíu og fjórir.
Fjörutíu og fjórir. Viltu taka tuttugu og fimm.
Ég endurtek..."
FHefði þér ekki brugðið?
Og ekki batnaði það, þegar fjörutíu og fjórir
tók röddina altalandi upp úr rassvasanum og
fór að rífast við hana eins og ekkert hefði í
skorist.
Satt að segja þá greip ég krampataki um
borðrönd og hélt mér þar dauðahaldi þangað
til röddin var þögnuð og fjörutíu og fjórir hafði
stungið henni aftur ofan í vasann. Hann brosti
rólega þegar hann sá svipinn á mér og sagði:
„Tuttugu og átta er að drepast úr tannpínu og
þarf að komast til tannlæknis fyrir klukkan
hálftvö. Ég verð víst að skjóta honum þangaö
snöggvast. Sé þig seinna."
Og hann var rokinn.
Eg hitti svo fjörutíu og fjóra seinna um
daginn þegar hann var búinn að kveikja í
flugvél og þrjátíu og sjö og sextíu og átta voru
Augnabliki sfðar eru Sveinar búnir að slökkva bálið og ef veler gáð sjáum við þrjá þeirra inni t
flakinu önnum kafna við björgun farþega.
Haraldur Stefánsson aðstoðars/.stj.