Vikan

Útgáva

Vikan - 24.06.1976, Síða 28

Vikan - 24.06.1976, Síða 28
0T Hárgreiösla aö eigin vild Meö hárgreiöslusetti frá Remington er leikur einn aö haga hárgreiðslunni aö vild sinni. Þú getur burstaö, greitt, þurrkað, liöaö og lagt háriö eins og hugurinn girnist. Tvenns konar sett fyrirliggjandi: HW 23, með hárliðun- arjárni, þrem tegundum bursta og greiöu og HW 22 meö tveim burstum og greiðu. Þægilegt handfang meö innbyggðum varmablásara og leiöslu sem snýst ekki upp á. Fullkomin varahluta og viögerðarþjónusta. Laugavegi 178 Sími 38000 Kjartan Magnússon heildverzlun Grenásvegi 3 Sími 83333, 83335 Beztu sólgleraugun fást í beztu búðunum sérverziunum og apótekum. MARL ÞAÐ SEM Á UNDAN ER KOMIÐ. Nlarianne d’Asselnat dóttir enskrar aðalskonu og fransks aðals- manns, sem tekin voru af lífi í frönsku byltingunni, elst upp hjá móðursystursinni íEnglandi, geng- ur í hjónaband viku eftir andlát frænku sinnar, drepur eiginmann sinn í bræði yfir því, að hann lagði brúðkaupsnótt þeirra undir í spil- um, flýr til Frakklands og lendir í margvíslegum raunum á franskri grund, áður en Fouché lögreglu- stjóri í París kemur henni til hjálpar og útvegar henni starf hjá Talleyr- andshjónunum. Talleyrand kemst að því, að Fouché neyðir Marianne til að njósna um hagi þeirra hjóna, en hann hvetur hana til að halda því bara áfram. Marianne er gædd frábærri söngrödd, og hún syngur í afar viðhafnarmiklu samkvæmi hjá furstanum. í veislunni hittir Man- anneJason Beaufort hinn ameríska, sem vann brúðkaupsnóttina af eiginmanni hennar, og varþar með upþhafsmaður að raunum hennar. Hann vill friðmælast við hana, en hún tekur það ekki í mál. Hún fer með Talleyrand út fyrir París, til veiðiseturs monsieurs Denis, sem Talleyrand segir vera fornvin sinn. Denis er ekki vtðlát- inn, þegar þau koma til veiðiseturs hans. Talleyrand fer aftur þegar i stað, og Marianne tekur á móti monsieur Denis með söng. Vel fer á með þeim fram eftir nóttu, en á leiðinni til Parísar aftur er ráðist á vagn Mariannes. Riddarar skuggans taka hana höndum og ákæra hana fyrirsvik og samstarf við erkióvin aðalsins, og nú kemst Marianne að þvt að Monsteur Denis og Naþóleon eru einn og sami maðurinn. Marianne er miður sín af blygðun, en hún kynnist góðum manni, Jolival greifa, í dýflissu svörtu riddaranna. Það rumdi í kauða, en hann hlýddi og Arcadius snéri sér í áttina að veggnum á meðan Mari- anne klæddi sig úr ljósrauða kjólnum, þó að henni væri það þvert um geð. Andartaki síðar var þessi ævintýrakjóll kominn í hendurnar á gömlu kerlingunni, en Marianne lét eins og henni stæði á sama, fór í þykkt pils, millibol og ullarsokka. Því næst sveipaði hún um sig stóru, svörtu sjali. Þetta var ekki nýr fatnaður né tiltakanlega hreinn, en hann var hlýr og þegar á allt var litið, hæfði hann betur hér í þessari holu sem var full af hálmi og kalkryki. Fanchon var bersýnilega ánægð með ránsfenginn, en áður en hún fór aftur, sagði hún: „Þér fáið eitthvað í svanginn um leið og þessi þrjóski ansi hérna! Arcadius hafið þér ekki enn gert upp hug yðar? Philoméne fer að verða nokkuð óþolinmóð.” „Sama er mér. Ég er ekki enn reiðubúinn til þess að verða einn af fjölskyldunni.” „Þér skulið hugsa yður vel um. Ef þér eruð ekki búinn á ákveða yður innan viku, þá verður Philo- méne ekkja áður en hún nær að verða eiginkona. Þolinmæði minni eru takmörk sett.” „Einmitt það já,” sagði Arca- dius ertnislega, „en svo er ekki um mig.” Þegar gamla konan og lífvörður hennar voru farin, tók þessi nýi vinur Mariannes að safna saman hálmi og útbúa þægilegt flet handa henni. „Þér ættuð að leggjast út af og reyna að sofna,” sagði hann vin- gjarnlega. „Ég veit því miður ekki hvað klukkan er, enda er þessi gamla norn fyrir löngu búin að hafa af mér úrið mitt, en það er varla langt í dögun. Ekki þó svo að skilja að við munum líta hana augum, on þá fáum við frið. Vín- stofa Fanchon, Járnmaðurinn, er að mestu mannlaus að deginum til. A kvöldin er þar hins vegar mikið um að vera. Farið nú að sofa. Þér eruð náfölar og með bauga undir augunum. Auk þess er ekkert annað hægt að gera.” Marianne lagðist í þessa frum- stæðu hvílu, er vinur hennar hafði útbúið handa henni. Húri vafði sjalinu þéttar að sér og horfði þakklátum augum á hann. Hann hafði verið vingjarnlegur við hana og stappað í hana stál- inu, en fyrst og fremst var nær- vera hans henni mikils virði. Marianne þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda, hvernig henni hefði liðið, ef hún hefði verið þarna ein og yfirgefin í þessari skuggalegu kalksteinsnámu, fórnarlamb hræðslu og örvænt- ingar. Nú gæti hún sofið ögn og kannski myndi svefninn færa henni svör við þeim spurningum, sem hún þorði ekki einu sinni að bera fram eins og á stóð. Hvernig átti hún líka að horfast í augu við þá staðreynd, að hún væri ást- fangin í manni, sem hún hafði allt frá barnæsku lært að óttast og hata? Auk þess var hún örmagna af þreytu og hugsun hennar lét ekki að stjórn. Hún varð að sofa og svefninn myndi ef til vill leysa þessa ráðgátu. Á morgun ætlaði hún að reyna að finna einhver ráð til þess að flýja. 28 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.