Vikan

Útgáva

Vikan - 24.06.1976, Síða 29

Vikan - 24.06.1976, Síða 29
3. hluti. Örninn og næturgalinn. 13. kafli. Grikkland, Róm og Karþagó mynda bandalag. Marianne vaknaði af órólegum svefni, sem hver martröðin af annarri hafði rofið og var komin með sótthita, þótt hún lægi þarna í hlýjum hálminum. Hún var með særindi í hálsi og brátt byrjaði hún að hósta. „Þér hafið heldur betur kvefast,” sagði Arcadius hinn nýi vinur hennar. „Yður var líka mjög kalt þegar komið var með yður hingað. Þér þurfið á umnönnun að halda." Hann lét ekki standa við orðin tóm og þegar Requin færði þeim mat fór hann fram á, að hann kæmi með teppi handa henni, mixtúru gegn kvefinu og heitt púns. „Ég hef ekki fengið neina fyrir- skipun um það,” sagði maðurinn hranalega. „Mér er alveg sama, þótt hún gefi upp öndina hér.” „Ekki er ég viss um að Fanchon sé á sama máli, enda myndi ridd- arinn láta hana svara til ska ef svo færi. Ef þér hafið ekki fengið neina fyrirskipun, skulið þér verða yður úti um hana.” Requin drattaðist ólundarlega út aftur, en hann kom aftur eftir skamma stund með bunka af teppum sem hann fleygði kæru- leysislega í Marianne. Síðan dró hann pela upp úr vasa sínum. „Mixtúra,” sagði hann. „Ég bað líka um heitt púns! JULIETTE BENZONI C Opera Mundi Paris „Það kemur.. .“ Hann stóð þarna andartak og átti bersýnilega í töluverðri innri baráttu. Loksins stundi hann þungan, dró upp annan pela og rétti Arcadius. Það var engu líkara, en hann væri að skilja við góðan vin. „Romm," rumdi í honum. Arcadius brá flöskunni upp í birtuna og hló. „Hann er ekki fullur! Hafið þér tekið toll af tomminu? Nú, við skulum láta það kyrrt liggja, ef þér færið mér allt, sem ég þarfn- ast handa henni.“ „Ég held hún megi deyja,“ muldraði hinn rámri röddu. „Þér hafið þegar sagt það, en farið nú og gerið það sem ég segi, élla klaga ég yður fyrir Fanchonr Jolival settist móðurlega við hliðina á sjúklingnum og lét hana súpa á meðalinu. Því næst breiddi hann teppin vandlega yfir hana. Sjálf hafði hún ekki hugsun á neinu. Hún var dauðþreytt og auk þess gráti næst. Hún hafði sjaldan orðið veik um ævina og hafði því enga þolinmæði til þess að mæta sliku. Veikindin juku einungis á löngun hennar til þess flýja úr þessum helli, sem minnti hana ónotalega á grafhvelfingu. Hún vildi ekki deyja þarna eins og melrakki í greni sínu. Örvæntingin sem hafði gagntekið hana um nóttina var horfin, en í staðinn var komin ómeðvituð sjálfsbjargarviðleitni. Sótthitinn varð til þess að hver hugsun rak aðra. Hún reyndi að upphugsa einhverja íeið út úr þessum vanda, því að þótt Bruslart ætlaði ekki að drepa hana, þá var hún ekki eins viss hvað snerti Morvan. Hann var ákveðinn í því að refsa henni, jafnvel þó hann þyrfti að ganga í berhögg við óskir riddarans. Að vísu myndi hann kannski gera sig ánægðan með ef Fanchon gerði hana að auðvirðilegri skækju í hóruhúsi sínu. Morvan hafði raunar farið með Bruslart og hinum Riddurum skuggans, en hann myndi koma aftur og hver vissi nema honum lánaðist að sannfæra riddarann um, að best væri að drepa hana. Hann .afetti öruggan bandamann þar sem Saint Hubert barón var, en hann hafði megnustu fyrirlitningu á Marianne. Á meðan hún væri að veslast upp í þessari dýflissu voru þeir kannski að þjarma að Bruslart og fá hann til þess að fallast á sitt mál. Þeim mun meira, sem hún hugsaði um þetta, því sannfærðari varð hún um, að kosturinn yrði einn af tvennu, Signa ellegar hóruhúsið að Ranelagh. Hún varð þess vegna að flýja. En hvernig? „Verið nú ekki með þessar áhyggjur," sagði Jolival vingjarn- lega og rauf þar með hugsanir hennar. „Þér hugsið of stíft. Maðurinn, sem féll að fótum yðar í gærkvöldi er einvaldur og hann mun vissulega hafa uppi á yður.‘- „Ef hann óskaði eftir nærveru minni i kvöld myndi vera smuga, en hann kvaðst ekki geta hitt mig aftur fyrr en eftir nokkra daga. Ef hann gerir það þá nokkurn tíma." „Þér vanmetið sjálfa yður. Ég er viss um, að hann hugsar til yðar.“ „Þér eruð traustur vinur, en ég veit að þér eruð einungis að r % Myndrænar veggfóðursmyndir sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu, rúmlega 4 metra breiðar, full lofthæð. Einnig fjöldi mynda á innihurðir. Skemmtileg nýjung. Grensásvegi 11 - sími 83500. Bankastræti 7 - sími 11496. Skemmtileg nýjung 26. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.