Vikan - 24.06.1976, Page 32
niður undrunaróp. Jafnvel þarna
f daufri birtunni frá kertinu,
þekkti hún andlitsdrættina og
rauða hárlubbann. Þarna var þá
kominn enginn annar en Gracc-
hus-Hannibal Pioche, sendi-
sveinninn, sem hafði varað hana
við svarta vagninum. Það var eins
og þungu fargi væri af henni létt.
„Þetta er vinur minn,“ sagði
hún við Jolival.
Gracchus-Hannibal hafði þegar
komið auga á klefann, sem var
dauflega upplýstur af
glóðarlampanum. Hann gekk
alveg upp að rimlunum og varð
eitt sólskinsbros.
„Loksins hef ég þá fundið yður,
mademoiselle Marianne! Ég hef
svei mér þurft að hafa mikið fyrir
því.“
„Hvað, hefurðu verið að leita
að mér? HvernigVissirðu að ég var
var horfin. ?“
Vonin vaknaði nú aftur i
brjósti hennar. Úr því að grunur
hafði læðst að Gracchusi, þá hlaut
að vera eins um Talleyrand.
„Það lá í augum uppi.
Maðurinn í svarta vagninum elti
yður og ég elti svarta vagninn. A
daginn að minnsta kosti. Eg sef
oftast á nóttunni."
■ „Fjandakornið!" skaut Arca-
dius inn í. „Þú hlýtur að hafa
sterkar lappir að geta fylgt eftir
vagni.“
„Þeir aka aldrei hratt í Parls,
sérstaklega ekki ef þeir eru að
elta einhvern. Hitt er rétt, að ég
er frár á fæti. Nú, hvert var ég
kominn? Já, einn morgun fyrir
viku, þegar ég ætlaði að finna
vagninn, þá var hann ekki á
sínum stað. Eg sá yður ekki
heldur fara út. Mér þótti það
skrýtið. Ég gaf mig þess vegna á
tal við Joris, dyravörðinn á Hotel
Talleyrand. Eg var að moka snjó á
gangstéttinni fyrir framan og við
fóruni að tala um eitt og annað.
Seinna kom ég svo aftur
og hafði með mér flösku
af víni. Það jafnast ekkert á við
áfengi, ef losa þarf um málbeinið
á fólki. Eftir tvo daga vorum við
orðnir hinir mestu mátar. Hann
sagði mér, að þér hefðuð farið út
eitt kvöldið ásamt furstanum en
ekki komið aftur heim. Það var
jafnvel orðsveimur á lofti þess
efnis, að þér hefðuð verið ráðin til
einhvers mektarmanns. En ég
hafði áhyggjur út af þvl, að
vagninn skyldi vera horfinn, enda
vissi ég hvaðan hann kom. Ég
hafði nokkrum sinnum séð
manninn í honum fara inn og út
úr vínstofunni, sem er kölluð
Járnmaðurinn.. Það kom ekki
saman við sögusagnirnar um
einhvern mektarmann. Og þess
vegna fór ég að gera ýmsar fyrir-
spurnir."
„En hvernig komstu hingað?"
sagði Marianne full aðdáunar á
kænsku hans.“
Gracchus-Hannibal hló.
„Ég hef þekkt þessar
kalknámur í lengri tíma. Var
vanur að leika mér hér þegar ég
var stráklingur, áður en fólkið f
Járnmanninum lokaði þessum
göngum. Hér földu sig raunar
margir á tímum ógnarstjórnar-
innar alveg eins og í kalk-
námunum á Montmatre. Og ég
þekki þær allar eins og buxna-
vasann minn.“
„En göngin enda hér,“ skaut
Jolival inn í. „Hvernig gastu
komist hingað án þess að fara í
gegnum hvelfinguna? Mér fannst
ég heyra einhvern skurðning."
„Já, þar sem göngin enda taka
við lokræsi sem liggja út í Signu
hér skammt undan. Það eru
glufur iiér og þar á veggjunum og
í gærkvöldi heyrði ég raddir. Þá
datt mér í hug að leita hér. Ég
sótti haka og hingað er ég nú
kominn. Og skelfing er ég
ánægður að sjá ykkur heil á húfi
mam’selle Marianne! Ef satt skal
segja, þá var ég orðinn hræddur
um yður.“
Hvers vegna? Þekkirðu þetta
Gracchus yppti öxlum og leit á
Marianne vorkunnlátum augum.
„Gömlu skrugguna með
liljuna? Ætli til sé sá maður í allri
París, að hann þekki hana ekki!
Og allir óttast hana. Eg held, hún
skjóti jafnvel borgara Fouché
skelk i bringu. Að minnsta kosti
þarf hann að borga mönnum
sínum ríflega fyrir að sýna á sér
smettið eftir sólsetur í Rue de
Bonshommes. Þeir eru ekkert
hrifnir af því að koma nærri Járn-
manninum og þeir, sem gera það
hverfa oft sporlaust. Hún er tals-
vert sérstök þessi kerling, eins
konar drottning undirheimanna."
Marianne hafði hlustað á
strákinn af mikilli athygli, en
Jolival var orðinn óþolinmóður.
„Þetta er allt saman ágætt,
drengur minn,“ sagði hann
loksins, „en ég býst ekki við, að
þú hafir ekki komið alla þessa
leið einungis til þess að lofsyngja
Fanchon? Þér væri nær að koma
okkur út héðan. Er gatið, sem þú
Húsið tekur
stakkasklptum
Hvort sem mála þarf úti eða inni.
Að mála hús sitt með Hörpusilki er auðveld og
ódýr aðferð til þess að fegra umhverfið
og vernda eignir sínar gegn harðleikinni veðráttu.
Með réttri undirvinnu stenzt Hörpu málning
hin tíðu veðrabrigði.
Fagleg vinnubrögð og góð málning tryggja
langa endingu.
Látið Hörpu gefa tóninn.
HARPA
SKÚLAGÖTU 42