Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 24.06.1976, Blaðsíða 34
Ný aðferð við skurðlækningar .Í'Æ; Í-AAW-' ■. :. ■ " ■';■'■ Pad lok sextan klukkustundir að saurna þessa fingur á aftur. Eftir átta vikur er sjúklingurinn orðinn svo góður i hendinni, að hann er farinn að geta handfjatiað penna. Að kvöldi 17. mars 1976 var 200 læknum boðið að verða vitni að því, er nýr kapítuli var skráður í sögu læknavísindanna. í fyrirlestr- arsal B í sjúkrahúsi tækniháskól- ans í Munchen var átján ára gamall bakaralærlingur leiddur fram fyrir þá. Hélt sá hægri hendi sinni hreykinn á lofti og iðaði fingrunum sem mest hann mátti. Átta vikum áður hafði vél sú í bakaríinu, sem skammtar deigið, tætt af honum þessa sömu hönd. Á tíu og hálfri klukkustund saum- uðu skurðlæknarnir dr. Biemer og dr. Duspiva hendina aftur á handlegginn. Fingurnir urðu smátt og smátt rjóðir á ný, volgnuðu og tóku að hreyfast. Nú er aðeins eitt, sem minnir bakara- sveininn unga á óhappið, en það er örið sem hringar sig utan um höndina á honum. Það sein gerir þennan árangur kleifan — álimun í stað aflimunar — er ný en erfið skurðstofutækni, skurðaðgerðir með hjálp smásjár. Smásjáin, sem notuð er við aðgerðir af þessu tagi, stækkar tuttugu til þrjátíu sinnum, og ekki er vanþörf á, þegar verið er að sauma saman smáæðar og sinar, sem eru ekki nema hálfur milli- metri í þvermál. Nálarnar, sem notaðar eru í þessu skyni, eru ekki af grófustu gerð, raunar svo fínar að þær sjást vart með berum augum, og tvinninn, sem er úr gerviefni, er þrisvar sinnum grennri en grennsta meyjarhár. Þetta sama kvöld voru alls sjö sjúklingar leiddir fyrir læknana 200, og hafði þeim öllum verið hjálpað með þessari nýju aðferð. Á þá höfðu verið græddar samtals tvær hendur og þrettán fingur, en fram til þessa hefur læknahópn- um, sem við aðgerðirnar fæst undir stjórn prófessors Ursulu Schmidt-Tintemann, tekist að græða limi á tuttugu og sex af hverjum tuttugu og sjö sjúkling- um, sem hann hefir haft til meðferðar. 34 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.