Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 13
 voru persónugerfingar hins dular- fulla, ósýnilega, forsögulega hafs. Á einhvern hátt, sem nú er óþekkt- ur, fœrðist dýrkun Amosar til Þebu stuttu eftir að Þeba varð höfuð- borg hins sameinaða Egyptalands (.u.þ.b. 2100 f.K.). Þar tók hann á sig einkenni annarra guða, einkum frjósemisguðsins Min frá Coptos, og rann saman við tmynd só/arguðstns Ra frá He/iopo/is, og var frá því kallaður Amon Ra. Söfnuður hans hélt því fram að hann vceri ,,kon- ungur guðanna" og ,,réttkrýndur drottinn ríkjanna tveggja" (þ.e. efra og neðra Egyptalands) og tvö goðmögn voru sögð t fylgd með honum, gyðjan Mut og tung/guð- inn Khons, en þau voru áður dýrkuð t Þebu. ímynd Amons Ra var látin vera ímynd manns, stund- um með hrútshöfuð, og helguð dýr hans voru hrútur og nílargcesin. Steinbukkur breytist við að kynn- ast fiski og sýnir stnar bestu hliðar. Steinbukkur er tryggðin sjálf holdi klædd. Ur skriftinni er hcegt að lesa mótaðan persónuleika, sem er því markinu brenndur að vilja stfellt vita hvað leynist handan fjallsins. Skriftin er rnótuð og því erfitt að giska á um aldur þinn, en ég held mér sé óhætt að fullyrða að þú sért komin fast að eða yfir tvítugt. OF UNGAR TIL AÐ KAUPA PAKKA. Kæri Póstur! Best að koma sér strax að efninu. Við erum hér nokkrar stelpur sem reykja, en við erum í vandræðum með að fá pakka. Við erum of ungar til þess að kaupa pakka og við getum ekki hætt. Getur þú hjálpað okkur? Hvernig passa nautið og fiskarnir saman? F.n tvö ljón eða tveir fiskar? Hvað heldurðu að ég sé gömul sem skrifa þetta? Bæ, bæ. Nokkrarí miklum vanda. Bréfið ykkar er talsvert ógreini- lega orðað. Póstinum er ekkt alveg /jóst, hvort þtð eruð að biðja hann um að senda ykkur pakka til að lina þjáningarnar eða benda ykkur á leiðir til að hætta að reykja. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal strax tekið fram, að Pósturinn sendir ekki sígarettur heim til pennavina sinna. Þig gerðuð réttast iþví að hætta þessu fikti sem allra fyrst. Engin vafi er á að þá munuð þið hrósa happi stðar. Nautið og fiskarnir eiga sæmilega saman. tvö Ijón ekki sem best og tveir fiskar eru alveg útilokaðir í sambúð. Ætliþú sért ekki svona um ellefu ára, varla mikið eldri. FÓSTURSKÖLINN. Sæll Póstur! Mig Iangar til, að þú svarir nokkrum spurningum fyrir mig. Mér er nauðsynlegt að fá svar við þeim og hef ekki hugmynd um, hvern annan ég gæti spurt. Veistu, hvort það þarf stúdentspróf í Fóst- urskólann eða hvort verslunarpróf nxgir. Og hvað er það langt nám að læra að verða fóstra? Geturðu svo sagt mér, hvort það þarf fóstur- próf til að taka börn í fóstur heim til sín á daginn, og hvert á maður að snúa sér til að fá leyfi til þess? Ég vona, að þú svarir þessu, því ég hef lengi velt þessu fyrir mér. Og síðast er svo þctta vanalega: Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Hvernig eiga vatnsberastelpa og vogarstrákur saman? Með fyrirfram þökk fyrir svörin. Gaggý. Fðsturskó/i íslands er til húsa að Skipho/ti 37, og þar er opin skrifstofa, sem hefur símann 83816. Það er lang eðlilegast, að þú snúir þér sjálf beint þangað og fáir allar þær uþplýsingar, sem þig vanhagar um. Konur þurfa ekki að hafa próf til þess að taka börn í fóstur heim til stn, en tilskilin leyfi fást hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, og heitir sú kona Margrét Sigurðardóttir, sem annast hefur eftirlit með barnfóstri í heimahúsum. Skriftin er alveg þokka/eg, en frágangur bréfsins hefði mátt vera snyrtilegri. Skriftin bendir til góðvilja, en varaðu þig á úrrœðaleysinu. Líklega ertu 18 ára. Vatnsberastelpa og vogarslrákur eiga ágætlega saman. Spurði lækni þeirrar spurntngar. sem þú barst fram í péessinu. 39. TBL. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.