Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 14
Bitbein Tværaf frægustu konum heims berjast með kjafti og klóm um ríkan og myndarlegan 47 ára gamlan diplómat. Það eru þær Elizabeth Taylor og Jaqueline Onassis — önnur kvikmyndaleik- kona, hin ekkja tveggja manna, annars bandaríkjaforseta, hins for- ríks grísks skipakóngs. Bitbeinið er fyrrum tengdasonur sjahsins af Persíu. Sjahinn sá veit ekki aura sinna tal, eins og margir þar eystra, en tengdasonurinn heitir Ardeshir Zahedi og var eitt sinn sendiherra irans í Washing- ton. Sá hefur stundað það nú um sinn að bjóða þeim út með sér Jackie og Liz, einni í einu, að borða á ríkmannlegum veitinga- stöðum, þar sem hann hefur dansað við þær fram á rauða nótt. Báðar hafa þær fengið senda risastóra rósavendi, og ekki nóg með það, heldur hefur blóma- sendillinn einnig haft meðferðis stóran skammt af heimsins besta kavíar í listasmíðuðum postulíns- krukkum, allt frá sendiherranum fyrrverandi. Á krukkulokin eru málaðar eftir- líkingar af frægu listaverki frá átjándu öld, sem sýnir tvo sam- biðla stara hvor á annan og guðinn Amor glottandi að öllum saman. Millum Zahedi og sjahsins ríkir góð vinátta þrátt fyrir skilnaöinn. Zahedi er þekktur fyrir auðæfi sin og glæsilegar veislurnar, sem hann heldur auðmönnum og frægu fólki 14 VIKAN 39. TBL. SAGT FRÁ SENDIHERRANUM, SEM VEFUR EFTIRSÓTTUSTU KONUM HEIMS UM FINGUR SÉR. Hvor þeirra hreppir að iokum fyrrum tengdason sjahsins af Persíu — Liz Tayior eða Jackie Onassis? Samkvæmisfó/k í Washington brýtur gjarnan hei/ann um þetta um þessar mundir, en enn er ekkert hægt að segja hvað verður, og enginn þorir að veðja á aðra hvora þeirra. Jackiar og Liz Washingtonborgar og gestir hans eru óþreyttir við að slúðra um daður fyrrverandi tengdasonar sjahsins við þær Liz og Jackie. BÁÐAR VILJA ÞÆR GIFTA SIG. Sem dæmi má nefna, að hann fylgdi Liz, þegar verið var að frum- sýna nýjustu myndina, sem hún lék í ,,The Bluebird", og í sam- kvæminu, sem haldið var af því tilefni, mátti sjá þau dansa saman, svo að ekki gekk hnífur á milli þeirra. Þegar því var lokið bauð hann henni með sér í flugtúr til Teheran með Air Iran flugfélag- inu, hvar hann kynnti hana fyrir sjahinum og keisaraynjunni Farah. Þetta þýddi þó ekki, að hann hætti að sinna Jackie, síður en svo. Diplómatinn lét sig ekki muna um minna en fljúga til New York bara til þess eins að fara út með henni kvöld eitt, og Jackie hefur lýst því yfir, að hún muni hunsa heim- eða útboð hvers sem er, hvenær sem Zahedi vill heiðra hana með nærveru sinni. Vinir, sem þekkja konurnar báðar, halda því fram, að hvorug þeirra hefði neitt á móti því að giftast þessum fjárlúsuga persa. Hann á völina. En einn af ættingj- um Zahedis lét hafa það eftir sér í veislu i sendiráðinu í Lundúnum, að Zahedi karlinn væri dæmigerð- ur glaumgosi og áreiðanlega ekkert á þeim buxunum að gifta sig í bráð. HANN TÖFRAR ALLAR KONuT UPP ÚR SKÓNUM. — Hann kemur hverri konu, sem hann býður út með sér, til að halda, að hún sé eina konan í lífi hans. Þær halda því statt og stöð ugt fram, að hann sjái ekki sólina fyrir þeim. Ekki er þó svo að skilja, að hann segi þeim þetta berum orðum, neei, til þess er hann allt of klókur. Það er sko alveg áreið- anlegt! Hann gefur það bara til kynna með því að stara djúpt í augun á þeim, meðan hann talar við þær um allt og ekkert. — Aristoteles Onassis hafði yfir sömu hæfileikum að ráða, og það má heita furðulegt, að Jackie hafi enn ekki gert sér þetta Ijóst. Ég hef séð hann önnum kafinn við þessa iðju sína, og það segi ég satt, að ég öfunda hann. Hann getur töfrað hvern sem er, og það eitt lýsir einna best töfrum hans, að þrátt fyrir það að hann gerði dóttur sjahsins afar óhamingju- sama og skildi við hana, eru hann og sjahinn bestu vinir eftir sem áðui. — Hans lif og yndi er að skemmta sér með fögrum, skemmtilegum og frægum kon- um, og hann sækist eftir því framar öllu að vera miðpunktur alls. — Þegar hann er í Lundúnum flýtur kavíarinn og vínið út um öll borð í veislum hans, og hann dregur aðalsdömurnar á tálar hverja á fætur annarri. Margar þeirra hafa haldið, að þær væru nú loks búnar að klófesta hann, og margar hafa verið farnar að heyra óminn af kirkjuklukkunum í fjarska. Já, sagan segir, að til séu þeir eiginmenn, sem með glöðu geði hefðu reytt fjöður úr hatti sínum til að koma honum aftur heim til Teheran — og það á allt annan hátt en í þægilegu flugvél- aisæti. — Hvað um það, ekki veröur það af Zahedi skafið, að hann er , sjentilmaður". Hann hefur aldrei gefið neinum ástæðu til að halda þvi fram, að hann kæmi ekki fram af fyllstu kurteisi. BÁt:AR ERU pÆR SANNFÆRÐAR UM AÐ EIGA ÁSr HANS EINAR. Nú er það svo, að bæði Jackie Onassis og Liz Taylor eru sann- færðar um, að hann elski aðeins sig. Einmitt það er dæmigert fyrir raunverulegan Don Juan. Hann lifir sig inn í hlutverkið og skilar því alltaf n<3ð mestu prýði. En víst er, að þær eiga báðar eftir að verða fyrir vonbrigðum, ef þær halda, að þær geti komið honum með sér upp að altarinu eins auöveldlega og að drekka vatn. Þegar þar að kemur er fullvíst, að þær eiga eftir að komast að því, að hann er afar önnum kafinn maður — eins og svo margir forverar hans. Án þess að þær viti hvaðan á þær stendur veðrið, mun hann smjúga úr greipum þeirra í fang annarrar konu. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.