Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 21
kastið með öllu út. Hér var við fólk að eiga, sem vissi hvað það söng. ,,Hr. Mennery? Þér eruð í Austurríki." ,,Já, í Graz þessa stundina." „Ganga viðskiptin eðlilega fyrir sig?“ ,,Að mestu. Þó veldur útflutn- ingurinn mér örlitlum höfuðverk. en ég vona að hann verði horfinn á afhendingardegi." ..Hafði þér rætt þetta við með- eiganda yðar?“ ,,Já, i stórum dráttum. Eg hitti hann núna rétt áðan og vænti þess aö hann hringi til yðar í kvöld og láti yður vita um fram- vindu mála. Þegar hann hringir, vilduö þér þá ekki segja honum, að búið sé að flýta afhendingar- deginum um einn sóiarhring.” „Einum degi á undan áætlun?" McCulloch virtist undrandi. „Ég heíd að fari best á því, en muniö endilega að 'segja Itonum það.“ „Já. Og ég mun láta útbúa samning þess eðlis, tilbúinn til undirskriftar." „Já, því fyrr því bera." „Eg skal ganga frá þessu undir eins,“ sagöi McCulloch og lagði tólið á. Jæja, hugsaði David, ég kom þvi þó alltaf á framfæri, að við yrðum í Merano á laugardeginum en ekki sunnudeginum. Hann sótti vegakortið i rykfrakkann sinn. Hann ætlaði aö kanna hvert best væri að fara til þess að borða. Hann myndi þá losna viö allt kurteisistal. Örlitill höfuðverkur. Já, heldur betur. Hann dró upp skammbyssuna, sem var Beretta með 22 mm hlaupvídd. A löngu færi var hún álíka haldgóð og baunabyssa. Hún var hlaðin. Hann kannaði öryggið áður en hann setti hana í vasann á ryk- frakkanum aftur. Þaðan dró hann svo rauða bindið og setti það undir ullarpeysu í töskunni sinni. Hann hefði átt að losa sig við það unt leið og hann henti gömlu föt- unum hennar Irinu í skógarrjóðr- ið. En kannski myndi hann nota það seinna, ef hann kæmist í gegnum eldraun með minningar, sem væru ekki eins bitrar og til- finningar hans núna. Já ef. Hann valdi lítið áberandi bindi og setti það á sig. Nú myndi manninum í gestamóttökunni lítast betur á hann. Hann hafði litið nteð vand- lætingu á skyrtu Davids, sem hafði verið opin í hálsinn. Övænt brottför þeirra myndi ekki verða eins áberandi. En hvaða skýringu átti hann að gefa á henni. David braut heilann um það um leið og hann hnýtti á sig bindið. En hann ætlaði ekkert að segja nerna nauð- syn krefið. Of miklar skýringar verkuðu eins og undansláttur og voru það oftast. Það var bankað létt á d.vrnar. Þjónustustúlkan var komin og hlaðinn itakkinn minnti á píra- mída. „Þetta er ágætt," sagði hann og hjálpaði lienni að taka bakkann af öxl hennar. „Alveg prýðilegt, stórkostlegt. Við komum þessu sjálf fyrir á borðinu. Nei, alls ekki. Við viljum ekki tefja yður lengur. Vielen Dank." Hún yfirgaf þau ntóð og másandi. en brosti (eins og þungu fargi væri af henni létt) og óskaði þeim alls hins besta, þegar hún hvarf fram ganginn. „Irina," sagði hann og bankaði á dyrnar ltjá henni. „Maturinn er korninn, en hann var í hálfgerðun útilegustíl, gerir það nokkuð til?" Irina var búin að klæða sig og tilbúin að fara. Hún var róleg og a.'.dlit hennar vel snyrt, vottaði hvergi fyrir rákum eftir tárin. Hún kom inn í herbergið til Itans og aðstoðaði hann við að koma f.vrir hlöönum diskunum. „Útileg- ur eiga vel við mig. Manstu David þegar við fórum að Moldá?" „Já, ég man það," sagði hann. Og þar með voru þau komin inn i fortíðina, sniðgengu nútíðina og á framtíðina var ekki minnst. „Viö vorurn vist með éinhver ókjör af mat með okkur. En á hverju eigum við að byrja? Súpunni? Við skulum tala saman á eftir. Enbeit- um okkur f.vrst að því að taka til okkar næringu." „Já," sagði hún, „þessi súpa lítur vel út. Eina eða tvær ausur," sagði hún og dýfði ausu ofan í súpuskálina. Hann var undrandi yfir því, liversu fljót hún var að ná sér. Eða voru þetta tóm látalæti? Hann Itafói næstum misst matar- lystina við þá tilhugsun. „Við verðurn að borða á methraða. Rétt eins og einn vinur minn frá Ver- mont, áttræður bóndi. Hann segir: „Ég get etið fulla máltíð á tíu mínútum."" Að heyra til mín, hugsaði David, líkist þetta væru- kærum ferðafélaga. „Fulla máltíð?" „Já, ég hef það beint eftir honum." skýrði David fyrir henni. Hún brosti og spurði hann nú um Vermont. Hafi ekki afi hans búið þar? Hún mundi eftir þvi, að hann hafði talað um sykur- tré, sem hafði verið tappað af. Hún hafði aldrei gleymt þessu oröalagi. Að tappa af... Þetta var einmitt það sem þau voru að gera núna, hugsaði David, Klá augu hennar báru þess nú engan vott, að aðeins klukkustundu fvrr hefðu þau verið full ótta. Hver svo sem hafði hringt, hafði rekið slóð hennar til Graz. En það sem var enn verra. slóð hennar hafði verið rakin að þessu hóteli. Og aðeins hann hafði vitað nafn þess. hann og Jo Corelli. Krieger hafði ekki verið sagt frá því. fyrr en uppi við kastalann. Hefði hann haft nægan tíma...? Nei, hugsaði David reiði- lega. Nú ertu að gera nákvæntlega það sem Jiri Hrádek vill helst. Ef við byrjum að vantrevsta hvert öðru og gera ráð fyrir svikum á bak við hverja einuslu torráðna spurningu, þá er úti unt okkur. Þannig er hægt að veikja allt mót- stöðuafl. Hrádek hlýtur að þekk.ja þá brellu. Hvernig hefði honum ella átt að takast að klífa metorða- stigann alla leið á toppinn? En samt. hver i fjandanum gat vitað um þetta hötel? „Hvaðer að.David?" sagði Irina allt i einu. „Þú ert eitthvaö svo þögull." Hún horfði kviðafull á liann. „Ég er að reyna að skipuleggja ferð okkar. Eg verð vist að líta á kortið." Hann hrciddi úr þvi á GISSUR GULLFW55 B/lL KAVANAGU £• FRANK FLETCUER Þetta var dýrölegur matur... Ég naut stundarinnarl J RH Sj/^URANT ^Já, en ég verö aö drífa mig á skrifstofuna. Viö ættum samt aö boröa oftar úti í hádeginu. 39. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.